Pólítísk flétta

Stjórnmálamenn lenda oft í því að þurfa að svara erfiðum spurningum, jafnvel geta þeir lent í því að mála sig út í horn og þá getur verið erfitt að ljúga sig út úr. Jafnvel ógjörningur. En ritstjórn síðunnar, þ.e. ég, hef fundið lausnina á því.

Þegar pólítíkus er búinn að gera í buxurnar er um að gera að kjálkabrjóta sig. Þá er smettið vírað saman og viðkomandi verður að grjóthalda sér saman um tíma. Sem oftast er hið besta mál. Þetta ekki bara kemur í veg fyrir að menn verði að svara erfiðum spurningum, heldur kemur til með að fá inn allnokkur samúðaratkvæði, sérstaklega frá þeim sem lent hafa í sömu aðstæðum.

Tek fram að ritstjórnin (sem er ennþá ég) tek að mér, ásamt felgulyklinum mínum, að mölva kjálka á pólítíkusum gegn vægu gjaldi. Skuggalega vægu.

Lag dagsins:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diljá Sævarsdóttir

tekuru við klinki?

Diljá Sævarsdóttir, 2.2.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: arnar valgeirsson

fólk er farið að finna upp á ýmsu í kreppunni ha. smettubreik.

en þú hefur alltaf verið klikk hvortsemer.

arnar valgeirsson, 2.2.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband