Icesave-ábyrgð

Í fréttinni, sem vísað er til hér að neðan, segir:

"„Í stuttu máli þá höfum við hvorki fundið neina skriflega staðfestingu þess að Ísland hafi formlega undirgengist að ábyrgjast skuldbindingar Tryggingasjóðs innstæðueigenda, hvað varðar Icesave-innstæðurnar, né undirgengist aðrar skuldbindingar en þær sem felast í tilskipuninni eins og hún var innleidd í lögum 98/1999.“

Þetta stendur í áður óbirtu áliti sem lögmannsstofan Mischon de Reya í London skilaði Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra 29. mars sl."

Semsagt - ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur sl. 4 mánuði legið á þessum upplýsingum og allan tímann fullyrt að við verðum að borga. Skil ég þetta ekki rétt?

Ég býð spenntur eftir afsögn, afsökunarbeiðni og harakírí í kjölfarið.

 

Sjá


mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við krefjumst afsagnar Össurar Skarphéðinssonar.

Það er glæpsamlegt, að leyna svona mikilvægum gögnum, sem staðfesta að okkur ber ekki skylda til að greiða fyrir mistök ESB.

Þetta eru föðurlandssvik !

Við NEITUM AÐ GREIÐA - ENGA SAMNINGA um Icesave !

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.7.2009 kl. 10:59

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Sjóðurinn getur með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans".

Þetta er álit Ríkisendurskoðunar um Tryggingasjóð Innstæðueigenda úr skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings frá 2007, nánar tiltekið á bls. 9 og er einnig áréttað á bls. 57.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.7.2009 kl. 11:49

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þessi pressa af hálfu ríkisstjórnarinnar um að við verðum að borga og friðmælast þannig við hlutaðeigandi lönd (halda þeim góðum sama hvað), skyldi það þá tengjast þráhyggju samfylkingarinnar um að komast inn í ESB? Er Steingrímur J búinn að missa allan sjálfstæðan vilja í þessu öllu? Eða er þetta orðinn hans vilji?

Bryndís Böðvarsdóttir, 7.7.2009 kl. 22:36

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Svolítið fyndið að þessi ríkisstjórn setti ofurkapp á að setja lög um vændi, hvar kaup á vændi voru gerð refsiverð. Nú er Samfylkingin rammsek um það, því Steingrímur virðist ekki annað en ódýr fimmauramella í höndunum á þeim...

Ingvar Valgeirsson, 8.7.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband