Leikaragetraun númer milljón

Nú skal kastað fram leikaragetraun.

Leikarinn, sem spurt er um, er nú látinn.

Hann lék í mörgum myndum og margskonar. Hann lék líka á sviði og hlaut lof fyrir.

Hann lék ofurbófa hér í eina tíð. Tókst þar á við eina vinsælustu ofurhetju bíósögunnar - komst meira að segja að því hvert hið raunverulega nafn ofurhetjunnar var. Geri aðrir betur.

Hann hefur leikið í myndum með t.d. Charlie Sheen, Johnny Depp og Jack Nicholson, svona til að nefna einhverja. 

Hann skrifaði líka bækur og þótti ákaflega gaman að syngja. Nokkur lög voru samin fyrir hann og hann söng allnokkru sinnum í skemmtiþáttum í sjónvarpi. Rödd hans, feykifögur, rataði líka inn á einhverjar hljómplötur.

Hver er... eða öllu heldur - hver var? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er þetta hann Cesar Romero úr gömlu batman þáttunum? :)

Geiri3D (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 20:17

2 identicon

Ekki getur það verið Raul Julia?

Viddi bró (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 20:51

3 identicon

eða kannksi Marlon Brando..    nú er ég lika hættur,,,,,

Viddi bró (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 20:55

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jack Palance, þetta liggur nú í augum uppi!?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2009 kl. 22:58

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það ligur alveg í augum uppi að allir eru með kolvitlaust... híhíhíhíhí.

Ingvar Valgeirsson, 13.7.2009 kl. 08:52

6 identicon

Måske Vincent Price?

Bjarni (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 12:39

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég fer nú að banna Bjarna frá þessum getraunum...

Auðvitað er það rétt, Vincent var það heillin.

Ingvar Valgeirsson, 13.7.2009 kl. 12:51

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bévítans klaufi teljumst vér, að kveikja ekki á þessu síðasta, það liggur nú í augum uppi...eftir á!

Upplestur hans á hinu helga orði í upphafi Number Of The Beast, teljast nú vart annað en sígild!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.7.2009 kl. 13:48

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

..telst nú vart annað en sígildur!

Voða doði er þetta í manninum!?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.7.2009 kl. 13:50

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

En, Maggi - það var alls ekki Price sem las úr Opinberunarbókinni í laginu góða. Sá heitir Barry Clayton.

Ingvar Valgeirsson, 13.7.2009 kl. 16:15

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ha?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.7.2009 kl. 17:49

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Leikarinn, sem les úr Opinberunarbókinni í laginu Number of the Beast heitir Barry Clayton - var með þætti á BBC um árið, hvar hann las draugasögur og svoleiðis. Hélt nú að þú vissir þetta, híhíhí.

Vincent Price hinsvegar kom fram á Alice Cooper-plötu og svo náttúrulega á Thriller.

Ingvar Valgeirsson, 13.7.2009 kl. 17:57

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, tek það nú ekki nærri mér, en man ekki betur en þetta stæði á plötunni og að þessu hafi verið haldið fram. Röddin hljómar allavega eins og ég man eftir VP eða mig minnir að mig minni það það þanni éG nenni annars ekki að leita að þessu, er afskaplega slappur tölvuleitarmaður, þessi Clayton hlytur þá að hafa verið eftirherma líka?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.7.2009 kl. 18:38

14 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég held reyndar að flestir telji þetta vera Price, enda segir hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/The_Number_of_the_Beast_(song)

að þessi ágæti maður hafi verið beðinn um að herma eftir meistaranum, sem þótti fulldýr fyrir fátækt hevímetalband í Bretaveldi.

Ingvar Valgeirsson, 13.7.2009 kl. 21:56

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja hvur.. kannski lugu þeir bara um þennan Clayton, Price ekki verið dýr eða eitthvað...?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2009 kl. 17:27

16 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Barry Clayton var líka sögumaðurinn í teiknimyndum sem hétu Count Duckula, eða Brakúla greifi. Þær fjölluðu um vampíruönd, sem var vakin upp frá dauðum með aðstoð galdraseyðs. Eilítil mistök áttu sér stað þegar seyðurinn var magnaður, en í stað blóðs var óvart notuð tómatsósa. Því var vampíruöndin sauðmeinlaus grænmetisæta.

Þessar myndir voru sýndar á Stöð 2 fyrir tveimur áratugum síðan. Mig minnir að Laddi hafi þar séð um flestar raddir í talsetningu og gert það listavel, eins og allt annað sem hann tekur sér fyrir hendur.

Ingvar Valgeirsson, 15.7.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband