10.3.2010 | 11:27
Djetraun.
Ein létt. Ekki beint bíógetraun, en samt. Svona óbeint.
Spurt er um skáldsagnapersónu.
Persónan kemur fyrir í nokkrum bókum. Í einni þeirra kemur fram að persónan fæddist á fyrsta áratug síðustu aldar og væri því rétt rúmlega hundrað ára ef hún væri til í alvörunni. Foreldrarnir voru ættuð frá Póllandi og Grikklandi.
Persónan vann fyrir nasista í seinna stríði.
Persónan gengur í einhverjum sögum undir dulnefni. Það dulnefni er sótt í gamlar kúrekasögur.
Hjúskaparstaða aðilans er óljós, þó svo virðist sem persónan hafi átt í ek. sambandi við aðstoðaraðila sinn. Reyndar er margt við karakterinn sem er óljóst.
Í eitt skiptið myrti persónan samstarfsmann sinn með því að skjóta hann með loftbyssu sem hlaðin var með nál. Var það fæstum harmdauði.
Persónan var sköpuð af tveimur mönnum. Annar þeirra var Íri og lést fyrir fáum árum. Höfundarnir tveir urðu verulega ósáttir og varð það til þess að Írinn kærði hinn höfundinn og fór með sigur.
Þetta á að vera skítlétt - hver er persónan?
Athugasemdir
Það fyrsta sem mér dettur í hug er Henry Faber úr klassíkinni 'Eye of the needle', leikinn þar af Donald Sutherland. Finnst þó ekki líklegt að það sé rétt. :)
Einar holdljós (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 13:46
Nei, það er rangt. Það er hinsvegar stórgóð bók. Stórgóð mynd líka. Á einmitt eintak af hvoru um sig.
Ingvar Valgeirsson, 10.3.2010 kl. 15:01
Er þetta hann Tarzan?
Óskar Þór Hjaltason (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 21:07
Nei, vinur minn. Ekki er það Greystoke lávarður. Viltu reyna aftur?
Ingvar Valgeirsson, 11.3.2010 kl. 21:17
menn eru farnir að auglýsa þetta á feisbúkk og þykir erfitt. ég fatta reyndar ekki baun heldur. en gaman að einar sé farinn að kenna sig við gæludýrið mitt......
ég held að þetta sé einhver tjelling
arnar valgeirsson, 12.3.2010 kl. 00:06
Þú ert kelling.
Ingvar Valgeirsson, 12.3.2010 kl. 09:47
Þættinum barst svolhljóðandi ábending á Fasbókinni frá vitrum manni:
"Rick Blaine. Casablanca????"
Einar holdljós (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 10:20
Iss, spurningin er skítlétt, svo fremi sem maður veit rétta svarið. Ég held að hér þurfi a.m.k. eitt hint í viðbót: Skírnarnafn ömmu þess höfundar sem ekki var írskur innihélt bókstafinn "A"
Góðar stundir
A. Einstein (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 10:40
Ekki Rick. Here´s looking at you, kid!"
Ingvar Valgeirsson, 12.3.2010 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.