24.3.2010 | 09:21
"MGM hefur m.a. framleitt allar kvikmyndirnar um James Bond"...
Ekki alveg laukrétt hjá þeim. MGM hefur framleitt Bond síðan 1983. Hafi einhver hinn minnsta áhuga var þetta eitthvað sirka svona:
Harry Saltzman og Albert Broccoli framleiddu fyrstu Bond-bíómyndina, Dr. No, og hún rataði á bíótjöld árið 1962. Hún var gerð undir merki EON-productions. Þá stofnuðu þeir fyrirtækið Danjaq (nafnið fengið frá eiginkonum þeirra, Dana og Jacqueline) kringum framleiðslu Bond-myndanna, en Danjaq var í eigu EON. Myndirnar voru framleiddar undir merkjum Danjaq í samvinnu við United Artists, sem Charlie Chaplin og Douglas Fairbanks stofnuðu rétt eftir fyrra stríð.
Þrettán árum síðar, 1975, átti Saltzman í fjárhagserfiðleikum og seldi sinn helming Danjaq til United Artists. Fáum árum seinna tókst United Artists á undraverðan hátt - t.d. með mikilli hjálp Michael Cimino og klúðurs hans með bíómyndina Heaven´s Gate - að tapa óhugnarlegu magni af peningum á ótrúlega stuttum tíma.
Þá - árið 1981, nítján árum eftir gerð fyrstu Bond-bíómyndarinnar, yfirtók MGM United Artists. Fyrsta myndin sem MGM framleiddi var Octopussy árið 1983, í samvinnu við EON, sem er í eigu Danjaq... já, fyrirtækjatengslin eru víðar en á Íslandi.
Löngu síðar, árið 2006, tóku Tom Cruise og fleiri sig til og komu nýju framleiðslufyrirtæki á fót undir nafninu United Artists og framleiðir það fyrirtæki, í samvinnu við EON, nýjustu tvær Bond-myndirnar.
Semsagt, það fyrirtæki sem hefur átt einhvern hlut af flestum Bond-myndunum, er að fara á hausinn. Sem er mjög slæmt.
Nennti einhver að lesa þetta allt?
Framleiðandi James Bond á leið í gjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, ég
Eysteinn Eysteinsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.