Skoðanakönnun

Hér má lesa skemmtilega færslu varðandi skoðanakönnun einhvers femínasista. Ég er fyrir allnokkru búinn að fá upp í kok vegna þessarar femínistabylgju sem allt ætlar lifandi að gleypa eða drepa. Sumir stjórnmálaflokkar ganga meira að segja svo langt að fara fram á kynjakvóta, ekki bara á framboðslistum flokkanna - sem er ekkert annað en bein morðtilraun við lýðræði, þar sem verið er að hafa bein áhrif á niðurstöður kosninga - heldur líka hjá fyrirtækjum, jafnvel í einkaeigu! Gangi þau lög einhverntíma í gegn mun ég fyrstur manna kæra hin ýmsu fyrirtæki úti í bæ, sem hafa enga karlmenn í vinnu, t.d. saumastofur, áður en ég sæki um vinnu sem dansari á Goldfinger - og kæri að sjálfsögðu strax og mér er hafnað.

Eníhjú, einhver femínasistinn setti upp skoðanakönnun sem býður upp á tvö svör við spurningunni "Hvað er kynferðislegt frjálslyndi í þínum huga?" Svörin eru "Að kynlíf sé falleg tjáning milli tveggja eða fleiri einstaklinga sem ganga jafnir til leiks og hafa yfirráðarétt yfir líkama sínum sjálfir" og svo "Að verja rétt einstaklinga til að horfa á konur kallaðar druslur, hórur og tíkur meðan brundað er framan í þær í kynlífsathöfnum". Hvort tveggja getur verið rétt svar, þetta getur meira að segja verið sama svarið, þar sem "falleg athöfn" er jú skilgreiningaratriði, auk þess sem ég veit ekki betur en að sumu fólki finnist gaman að "spila svolítið harkalegan bolta". Eins og fréttatímar eins og Kompás hafa sýnt okkur upp á síðkastið er vissulega til fólk sem finnst fátt skemmtilegra en að láta niðurlægja sig við kynlífsástundun. Svona er nú smekkur fólks mismunandi...

Eníhjú, vegna þessa alls datt mér í hug að setja upp míns eigins skoðanakönnun. Endilega takið þátt, ef mér text að finna út hvernig skoðanakannanir eru gerðar á þessu bloggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer þér betur að skrifa á svart með hvítu.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég hef lent í því tvívegis að mér hafi verið neitað um vinnu sökum þess að ég var með typpi.

 Annarsvegar af karlmanni og þegar ég sagði honum að þetta væri ólöglegt sagðann 'hnjeeh, blézzar mar, við ráðum bara kvenkyns þjóna til að fá fleiri kalla 'ingað inn'...

 Hinsvegar af konu sem sagði 'þegar karlmenn eru farnir að kvarta yfir kynjamisrétti er það bara gott mál.'

Ég var með diktafón í hvorugt skiptið... en djöfuls! 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.3.2007 kl. 06:40

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, ég sótti nokkrum sinnum um hjá frystihúsi ÚA hér í denn, alltaf hafnað því þeir voru að leita að konum. Fór samt ekkert að skæla, hélt bara áfram að leita að vinnu og fékk svo hjá þeim ágætis vinnu á endanum, þegar þá loks vantaði karla. Þá var hinsvegar einhver kona á skrifstofunni alveg spinnegal því þeir voru bara að leita að strákum. Gaman að því.

Ingvar Valgeirsson, 14.3.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband