Daltrey

Var að horfa á CSI í sjónvarpinu og hafði gaman af, líkt og oftast nær. Fannst svolítið gaman að Roger Daltrey lék stóra rullu í þættinum - gaman í ljósi þess að hann syngur jú titillagið í þættinum, líkt og í CSI:Miami og CSI:New York.

Annars bíð ég spenntur eftir fleiri CSI-þáttum þar sem fleiri frægir bíóleikarar gætu fengið þægilega og örugga vinnu í sjónvarpi. Hef sagt það áður og segi enn, CSI:Toronto með Jim Carrey og CSI:Mexico City með Cheech Marin væru skemmtilegir þættir. CSI:Stockholm með Stellan Skaarsgard, CSI:Köbenhavn með Mads Mikkelsen og CSI:Torshavn með Jógvan í X-Factor kæmu líka sterklega til greina.

Uppáhaldið væri þó líklega CSI:Selfoss með Hanna Bach. Bíð spenntur eftir því, þó ljóst sé að The Who eigi ekki, að mínu áliti, nógu mörg skemmtileg lög til að allir þessir þættir komist á koppinn.

Svo sá ég í DV í dag að löggan mætti til Guðmundar í Byrginu með leitarheimild og skóflur og hófst handa við að grafa í bakgarðinum hans. Ég man ekki betur en að ég hafi einmitt heyrt um myndband þar sem ung stúlka er einmitt að "grafa í bakgarðinum hans", reyndar ekki með skóflu, en áhaldi samt. Því þykja mér þetta ekki miklar fréttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

 já hvar fær maður heimild til að grafa í bakgarðinum hjá Guðmundi ?

Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 00:49

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ef þú ert ung stúlka biður hann þig um það. Ef þú ert lögga þarftu heimild frá sýslumanni. Eins og ég segi, mismunandi áhöld samt.

Ingvar Valgeirsson, 13.3.2007 kl. 11:16

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

bwhahahahah hvað geta feministar sagt núna?

Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 18:14

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þær segja bara einhverja bévítans vitleysu, svona eins og venjulega.

Ingvar Valgeirsson, 13.3.2007 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband