12.3.2007 | 23:06
Daltrey
Var að horfa á CSI í sjónvarpinu og hafði gaman af, líkt og oftast nær. Fannst svolítið gaman að Roger Daltrey lék stóra rullu í þættinum - gaman í ljósi þess að hann syngur jú titillagið í þættinum, líkt og í CSI:Miami og CSI:New York.
Annars bíð ég spenntur eftir fleiri CSI-þáttum þar sem fleiri frægir bíóleikarar gætu fengið þægilega og örugga vinnu í sjónvarpi. Hef sagt það áður og segi enn, CSI:Toronto með Jim Carrey og CSI:Mexico City með Cheech Marin væru skemmtilegir þættir. CSI:Stockholm með Stellan Skaarsgard, CSI:Köbenhavn með Mads Mikkelsen og CSI:Torshavn með Jógvan í X-Factor kæmu líka sterklega til greina.
Uppáhaldið væri þó líklega CSI:Selfoss með Hanna Bach. Bíð spenntur eftir því, þó ljóst sé að The Who eigi ekki, að mínu áliti, nógu mörg skemmtileg lög til að allir þessir þættir komist á koppinn.
Svo sá ég í DV í dag að löggan mætti til Guðmundar í Byrginu með leitarheimild og skóflur og hófst handa við að grafa í bakgarðinum hans. Ég man ekki betur en að ég hafi einmitt heyrt um myndband þar sem ung stúlka er einmitt að "grafa í bakgarðinum hans", reyndar ekki með skóflu, en áhaldi samt. Því þykja mér þetta ekki miklar fréttir.
Athugasemdir
já hvar fær maður heimild til að grafa í bakgarðinum hjá Guðmundi ?
Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 00:49
Ef þú ert ung stúlka biður hann þig um það. Ef þú ert lögga þarftu heimild frá sýslumanni. Eins og ég segi, mismunandi áhöld samt.
Ingvar Valgeirsson, 13.3.2007 kl. 11:16
bwhahahahah hvað geta feministar sagt núna?
Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 18:14
Þær segja bara einhverja bévítans vitleysu, svona eins og venjulega.
Ingvar Valgeirsson, 13.3.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.