15.3.2007 | 12:15
Reðurdagurinn
Rak augun í einhverja auglýsingu vegna V-dagsins í Mogganum í gær. Þar var sagt frá því að einhverjar merkar konur ætla að lesa úr Píkusögum víða um land. Gott að einhver hefur gaman af því. Samt finnst mér hálfasnalegt að tala um píkusögur, því í mínu ungdæmi þótti orðið "píka" ekki fallegt, var svona sirka á pari við "tussa". En svona er það, tímarnir breytast og mennirnir, öllu heldur konurnar, með.
Hvað um það, Jón yfirstrumpur kom með tillögu. Við karlar ættum að standa fyrir Reðurdeginum. Gaman að sjá hversu margir þingmenn, listaplebbar og prestar væru til í að standa uppi á sviði í troðfullu Borgarleikhúsi og tala um tittlinginn á sér. Spurning hvaða umfjöllun það fengi í fjölmiðlum, hvort fjölmiðlar myndu treysta sér til að fjalla mikið um málið.
Eníhjú, ein tillaga svo fyrir framkvæmdaglatt uppfinningafólk. Hvernig væri að hefja framleiðslu á teflonhúðuðu klósetti? Þ.e.a.s. hafa það teflonhúðað að innan, sko. Svo ekki komi svona kúkaklessur innaná. Ég þoli nebblega ekki að fara á klósett einhversstaðar til þess eins að pissa og sjá megakúkaklessu á stærð við Hvolsvöll í klóinu. Þetta myndi teflonhúðaða klóið laga, því ekkert loðir jú við teflon.
Annars var ég niðri á skattstofu áðan, reynandi að fá botn í skattamál síðasta árs áður en ég skila nýju skattskýrslunni. Það virðist vera að ganga, en þó veit maður aldrei. Var til dæmis í gær þar á stofunni, bíðandi í tvo tíma eftir viðtali við mann, sem kom svo í ljós (já, eftir tveggja tíma bið!) að var ekki við!
Ég var næstum því búinn að ráðast á manninn sem sagði "nei, því miður, hann er ekki við". Ég varð svo reiður að ég hreinlega byrjaði að skjálfa, hljóp niður fjórar hæðir, út á götu og var alveg að fara að öskra, brjóta bílrúður og ráðast á fólk. Það varð mér til bjargar að ég sá mann, sem mér er verulega illa við, missa bíllykilinn sinn ofan í ræsi. Hresstist svolítið við það. Allavega - eigið góðan dag og Guð blessi ykkur öll.
Athugasemdir
Greinilegt að þú ert að tjá þig um mál sem þú veist lítið sem ekkert um. Nafnið "Píkusögur" er einmitt tilkomið vegna þess að það hefur "ekki þótt fallegt"... frekar en flest þau nöfn sem notuð hafa verið um kynfæri kvenna í gegnum árin.
Heiða B. Heiðars, 15.3.2007 kl. 12:21
Heiða, talandi um að vita lítið um málið - þetta heitir "Vagina monologues" á frummálinu og mér vitanlega hefur orðið "vagina" ekki verið talið niðrandi á enskri tungu, heldur meira í ætt við fræðiheiti. Gæti best útlagst "sköp" á íslensku.Hinsvegar er það rétt, ég veit ekki mikið um verkið. Kemur kannski til af því að það hefur ekki á nokkurn hátt vakið áhuga minn, þrátt fyrir að það hafi gripið athygli mína.
Ingvar Valgeirsson, 15.3.2007 kl. 13:31
En það er einmitt málið! Orðið "Vagina" er einmitt notað í ensku og það þykir ekki "ekki fallegt". Við erum bara greinilega svona, annað hvort fátæk, eða óviljug að nota "fallegt" orð um kvenmans kynfæri. Þarna var verið að taka eitt skref í því að breyta þeim hugsanahætti og gera orðið "Píka" nothæft.
Heiða B. Heiðars, 15.3.2007 kl. 13:48
Ég sting sasmt upp á nýrri þýðingu - hvað með "skapaskraf"?Hinsvegar hef ég aldrei heyrt það áður að enska orðið "vagina" flokkist undir "ekki fallegt". Hef þó heyrt ýmislegt.
Ingvar Valgeirsson, 15.3.2007 kl. 13:51
Vagina er fræðiheiti. Það er ekki ljótt orð, hvorki í ensku né annars staðar. Þetta er læknisfræðihugtak, rétt eins og penis. Á íslensku er oftar en ekki talað um lim og leggöng, eða jafnvel sköp. Það að leggja að jöfnu orðin Vagina og Píka finnst mér mjög fráleitt. Annars er mér alveg sama um þetta. Mér finnast engin orð ljót, þetta fer allt eftir því hvernig þau eru notuð.
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 15:09
eru notuð? ok en komum í keppni hver veit um flest orð yfir tippi og píkur.
Tómas Þóroddsson, 15.3.2007 kl. 16:40
Ef þið ætlið í keppni em þessa verð ég að óska eftir að hún fari fram annarsstaðar.
Biðst einnig afsökunar á seinni línunni í athugasemd 5, hún átti ekki að fljóta með, enda ekki í samhengi.
Ingvar Valgeirsson, 15.3.2007 kl. 17:03
Var á Grundarfirði nítján vetra á verbúð. Þar voru eitthvað um fimmtán manns, strákar og stelpur. Veit ekki hvað þær skírðu sína en okkar hétu: Hermann, Elías, Böðvar, Hörður og svo eitthvað sem ég man ekki. Heilmiklar reðurræður á þeim bæ.
Jamm, öngvir smá mónólógar....
arnar valgeirsson, 15.3.2007 kl. 18:24
Gaman að því. Í einhverjum háskóla í henni Ameríku, hvar vagínufrásagnirnar höfðu verið settar upp, tóku nokkrir strákar sig til og ætluðu að setja upp reðurröfl. Voru víst reyndar ögn penni en stúlkurnar í bæði auglýsingum og frásögnum, en var samt hótað brottrekstri af skólayfirvöldum ef ekki yrði hætt við.
Treysti því þó að ykkur hafi ekki verið kastað á dyr á Grundarfirði, þetta er menningarpláss mikið. Sést best á því hversu oft ég hef spilað á svæðinu.
Ingvar Valgeirsson, 15.3.2007 kl. 18:48
Ég las aðeins um þetta píkusagnafyrirbæri um daginn og birti smá pistil... ekkert merkilegur svosem, en nokkrir voruo þeir forvitnilegir tenglarnir sem ég gróf upp. Sjá hér:
http://www.aei.org/publications/filter.all,pubID.22431/pub_detail.asp
http://www.aei.org/publications/pubID.22262,filter.all/pub_detail.asp
http://www.deanesmay.com/posts/1115352192.shtml
http://en.wikipedia.org/wiki/The_Vagina_Monologues
Annars er ég einn af þeim sem finnst píka alls ekki stuðandi orð. Eiginlega meira teprulegt - allt að því barnalegt.
Fari þetta moggablogg svo fjandans til - það er alveg vonlaust að maður þurfi að stofna hér til sýndarbloggs til að geta kommenterað - það er barasta hundlélegt!
Jón Kjartan Ingólfsson, 15.3.2007 kl. 21:08
Þarft ekkert að ekkert að stobbna! Bara reitar ónafngreidis, og reitir svo nafnið þitt. .... hérna... varst þú ekki píkupoppari einu sinni Jón?
Már Tappa.
Már Tappa (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 21:57
Jú - mjöööög frægur. En ég hef ítrekað reynt að kommentera á moggablogg sem óbreyttur og það bar hverfur. Mögulega hefur það eitthvað með það að gera með samspil forritsins sem heldur utan um bloggið og Mac osX - veit ekki. Allavega - það virkaði ekki hjá mér
Jón Kjartan Ingólfsson, 15.3.2007 kl. 23:11
Mæli með "Pjásupælingar" það stuðar engan.
Annars var eitt sinn fönguleg ljóska hjá Johnny Carson í TV. Hún sat þarna í bleikum kjól, hvíthærð með hvítan kött í kjöltu sem hún klappaði út í eitt. Carson horfði dáleiddur á og hún spurði: Do you want to pet my pussy???
Shure, just get rid of that damn cat.
arnar valgeirsson, 16.3.2007 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.