Datt enginn titill í hug á þessa færzlu

Jú, spileríið í gær gekk vonum framar, enda höfðum við ekki gert okkur neinar vonir. Gaman að spila á Viktor, ágætis hljóðkerfi og Þröstur skemmtanastjóri alltaf hress og laus við almenn leiðindi. Einkar gaman að því þegar ég sat á dollunni á staðnum og sá að þar skorti pappír. Ég var bara með fimmþúsundkalla í veskinu, svo ég hringdi bara í Þröst, sem sat frammi í góðum fíling, og lét hann redda þessu. Gaman að sjá hvað svona menn redda bókstaflega öllu.
Hápunktur kvöldsins var án efa Dust in the Wind, sem var geysivel sungið hjá okkur.

Mig langar að þakka Svenna litla enn og aftur fyrir að skutla mér heim og spila óskalög alla leiðina. Ég var nebblega í svakalegu stuði þá, eins og nú. Gott að vera hress.

Allt um það, ég hef ekkert meira að segja að sinni, nema hvað að ég er í stuði allgríðarlegu. Ó, mæ God, segi ég nú bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Værir þú knattspyrnumaður í neðri deildum í Noregi hefði titillinn verið: "Sló rækilega í gegn á Kaffi Viktor!"

Voruð þið í trúbbafíling, kannski tveir með gítara? 

Haukur Nikulásson, 16.3.2007 kl. 13:29

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Tveir með gítara og fagrar raddir og einn sem bara söng. Hann fékk samt fullan hlut, sem mér finnst jú ósanngjarnt.

Ingvar Valgeirsson, 16.3.2007 kl. 13:38

3 identicon

Takk fyrir mig sömuleiðis....

Svenni (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 15:11

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

langt síðan ég hef heyrt fallegu röddina þína.....hummm....var þetta aðeins of gay?

Tómas Þóroddsson, 16.3.2007 kl. 17:09

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, passlega kynvillt. Þú fylgist bara með fréttatilkynningum hér á blogginu og rennir í bæinn einhverntíma.

Ingvar Valgeirsson, 16.3.2007 kl. 18:16

6 identicon

Það er frekar fúlt að þurfa að upphugsa titil á hverja færslu. Stundum er maður í stuði til að hrauna yfir fólk án upphafs. 

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 13:23

7 identicon

Ég fékk tjúner í afmælisgjöf og hann virkar ekki!!?

Flosi (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 15:45

8 identicon

voðalega finnst mér ég minniháttar að geta ekki kommentað með mynd . . það er ekkert gaman að vera "óskráður (Gauti)" . . og ekki fer ég að stofna moggablogg bara til að gera verið memm eða hvað ? . . hræðilegt af þér að flytja bara sí sonna fyrir svona vanafasta eins og mig . . en hei . . þú ert samt frábær og ég vildi að ég hefði getað verið til staðar á Victor og æpt á ykkur óskalög . . við erum jú öll bara ryk í vindi

Gauti (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband