Pæng

Gaman að þessu. Fyndið samt að undir myndinni, sem fréttinni fylgir, segir að Bond hafi sjálfur notað Walther PPK. Á myndinni er Bond með Walther P5, sýnist mér. Bond notaði svo lengi vel sjálfvirka Berettu í bókunum, pínulitla .25 kerlingarbyssu. Svo í einhverri bókinni var hann jú með Colt Detective Special.

Svo er það líka svolítiið fyndið að í Dr. No-myndinni er hann alls ekki með Walther PPK, þó svo það sé margsagt, heldur Walther PP, sem er ögn lengri. PP stóð fyrir Police Pistole, en K-ið fyrir kort, eða stutt. PP-byssan í Dr. No er heldur ekki .32-hlaupvídd, eins og þeir segja margoft, heldur stærra módel, líklega 9mm. eða .380.

En það er alltaf viss sjarmi yfir Walthernum. Annars er mér oft skemmt yfir gríðarlegum klaufaskap bíóframleiðenda varðandi skotvopn. T.d. nota sögupersónurnar í Fistful of Dynamite germanskar vélbyssur, sem ekki voru smíðaðar fyrr en rúmum þremur áratugum eftir að myndin gerist. Í Munich-mynd Spielbergs er aðalsöguhetjan með Berettu 92F, sem ekki var kom á markað fyrr en tveimur árum eftir að myndin á að gerast - svona rétt eins og sjóþotan, sem bregður einnig fyrir. Svo hef ég alltaf voða gaman að því þegar þýskir hermenn í seinniheimsstyrjaldarmyndum tala um hríðskotabyssurnar sínar sem Schmeisser. Nafnið er nebblega upprunnið frá bandamönnum, sem héldu ranglega að þetta væri byssan væri hönnuð og smíðuð af Hugo Schmeisser, en hún var í raun smíðuð hjá Erma.

Jæja, farinn að horfa á Casino Royale.


mbl.is Marghleypa Ians Flemings seld á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var agalegt að vita ekki af þessu uppboði. Þetta hefði verið góð fjárfesting!

Einar (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 21:24

2 identicon

Var ekki þessi Schmeisser aðallega þekkt sem MP40?  Þetta byssutal þitt minnir mig á hve pirraður ég varð er Mustang P-51D birtust í Saving Private Ryan og voru sagðar vera "Tank-busters."  Þessi vél var sjaldan eða aldrei notuð í ground attack og þá sérstaklega ekki gegn brynvörðum ökutækjum.  Eðlilegra hefði verið að að nota P-38 Lightning eða hina bresku Tempest.

Flosi Þorgeirsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Mér þykir þú ansi vel fróður um skotvopn!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 29.3.2007 kl. 08:01

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, Flosi, hin svokallaða Schmeisser hét Erma MP-40. Svo var víst til eldri týpa, MP-38, næstum því eins. Jafn líkt og Hannes Smárason og HannesSnorrason, næstum eins en ekki alveg.

Mynd af alvöru Schmeisser má sjá hér.

Eru ekki allir í stuði annars?

Ingvar Valgeirsson, 29.3.2007 kl. 09:22

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég á mér uppáhalds bíóklikkelsi - það er í Diamonds are forever. Þá er Bond í Mústángbíl að flýja frá löggunni. Setur bílinn upp á tvö hjól og kemst þannig gegnum þröngt húsasund. Kemur svo á hinum tveimur hjólunum út hinumegin. Snilld, sem fæstir ökumenn geta leikið eftir.

Ingvar Valgeirsson, 29.3.2007 kl. 14:34

6 identicon

Shit hvað ég hef akkurat ekkert vit á þessu.

Olga Björt (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 16:16

7 identicon

Skemmtilegt þetta byssutal....fílaða.....

 kv

 Sýslumaðurinn

Einar Ágúst (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband