6.4.2007 | 01:26
Vinstri gráðugir
Sá forsíðufrétt í Fréttablaðrinu í dag, hvar sagt var frá því að VG hefðu sent Alcan bréf með beiðni um stuðning upp á litlar 300,000 spírur. Af tímasetningu fréttarinnar má ráða að bréfið hafi verið sent áður en kosningarnar vegna stækkunar álversins í Hafnarfirði fóru fram. Sumsé, meðan beðið er eftir að kosið verði um stækkun álversins senda einir mestu andstæðingar stækkunarinnar betlibréf. Hvernig ætli orðalagið hafi verið?
Þessi frétt gladdi mig næstum því jafn mikið og fréttin um að allt skattavesenið mitt er búið. Offissjallí. Fínídó. Þarf ekki að selja íbúðina, bílinn né gítarana, þarf ekki að gera út konuna né senda krakkana í Kringluna að stela mat, eins og upphaflega leit út fyrir. Þarf bara að rífa upp veskið og borga klink... sem er góð hugmynd. Ætli ég geti ekki skipt í krónur í bankanum og arkað með rótarann minn inn í skatt og borgað með Samsonite-ferðatösku fullri af krónum? Fyrst ég er búinn að þurfa að leggja á mig ómælda vinnu, vesen, pirring og leiðindi væri gaman að sjá einhvern starfsmann skattsins (örugglega einhvern sem á enga sök á leiðindunum) þurfa að telja nokkra tugi þúsunda í krónum. Málið er hér með komið í nefnd.
Drekkiði útvarpsviðtæki.
Athugasemdir
Í alvöru - ég líka!
Annars er þetta skattavesen búið að vera í gangi frá því í fyrrasumar. æri löngu búið, nema hvað að það er aldrei nokkur maður í vinnunni þarna og "hún er ekki við í dag", "hún er farin í dag" og "nei, hann er ekki við fyrr en í næstu viku" eru þrjár algengustu setningarnar sem sagðar eru í símann hjá embættinu. Samt er það skárra en "jú, hann er við, komdu bara" eins og sagt var við mig um daginn. Svo kom ég og beið í rúma tvo tíma eftir manni sem var ekki við. Ég er nokkuð viss um að helmingurinn af fólkinu þarna er ekki einu sinni til í alvörunni, restin er (með einstaka undantekningum) gersneydd þjónustulund og jafnvel almennri kurteisi.
Ingvar Valgeirsson, 6.4.2007 kl. 10:14
Snildar pæling að helmingurinn af fólkinu þarna sé ekki til í alvöru. Það er versta sem maður lendir í er skatturinn.
Tómas Þóroddsson, 6.4.2007 kl. 11:03
Vinstri Grínir?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.4.2007 kl. 14:07
Eins og ég hef áður sagt annarsstaðar - líklega er Steingrímur J. að gera sig kláran fyrir uppistandstúr um landið. Styrmir Moggaritsjóri hitar upp, enda kom fram fyrir rétti um daginn að hann er alveg endalaust fyndinn náungi.
Ingvar Valgeirsson, 6.4.2007 kl. 19:11
Hrotur úr sal... híhíhíhíhí.
Manneskjan heitir Álveg Rist. Skemmtileg kona, ég spilaði einhverntíma í einhverju partýi fyrir Alcan. Þar virtist vera einhver besti mórall sem ég hef séð í vinnustaðapartýi. Borguðu líka ágætlega, fljótlega og örugglega.
Ingvar Valgeirsson, 8.4.2007 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.