8.4.2007 | 22:53
Sé til pásksins
Gleðilega páska.
Vil einnig taka fram að ef einhverjir van-ofsa-trúarmenn vilja mótmæla helgidagalöggjöfinni næstu páska gæti verið að mig vanti þá menn að skipta um parket (rífa upp parket og leggja steinflísar), mála svalir, laga eldhúsinnréttingu og smíða skápa í barnaherbergi, jafnvel brjóta niður að hluta einn millivegg. Ef þið viljið mótmæla reglum um vinnutíma á að vinna, ekki sitja eins og farlama gamalmenni og spila bingó úti á túni.
Annars fannst mér fyndið hvað einhver sagði í einhverju kommentakerfinu, að það væri skrýtið að mótmæla því að haldin væri uppistandskeppni á föstudaginn langa, en enginn mótmælti X-factor. Gæti það verið af því að það horfði enginn á X-factor?
Vil óska Þóhalli Þórhallssyni, a.k.a. Kúka litla, innilega til hamingju með sigurinn í skrípókeppninni, sem ég bæ ðö vei hafði ekkert á móti að væri haldin á þessum degi. Er þó kristinnar trúar.
Halelúja fyrir því og hafið það öll sem allra best.
Athugasemdir
Sæll gamli félagi.
Gaman að sjá þig á blogginu. Ég er að byrja að fóta mig í þeim bransanum og það er bara spennandi.
Kær kveðja frá Gildru Kalla Tomm í Mosó.
Karl Tómasson, 8.4.2007 kl. 23:57
Ekki vissi ég að þórladdur hefði unnið en óska honum til hamingju líka.
ég skal brjóta niður veggi hjá þér í lange baner, hvenær sem er og ekki síst á föstudaginn langa. En ég tek ekki til og legg ekki flísar (og maður segir ekki skipta um parkett....kjáni). Enda átt þú yngri bróður sem getur gert það. Og yngri bræður hafa þann tilgang að vera til svo eldri bræður geti níðst á þeim.
En djöfull var gott hjá vantrú að vera með bingó, og það fyrir kl. 3, sem virðist vera einhver skrýtinn tímarammi kristinna. En vona að þú sért með hressan niðurgang eftir páskaeggin.
Annars er sveppurinn þinn hér að drepa kalla í tölvuleikjum og það á sjálfan páskadag. En hann, eins og Atli sem lofaði móður sinni, lofar að drepa ekkert ofsa marga af því það eru nú páskar!
arnar valgeirsson, 9.4.2007 kl. 00:07
Gleðilegan annan í páskum, Ingvar minn. Mikið var það nú fínt að hlægja svona snemma morguns! sniðugur ertu!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 9.4.2007 kl. 08:20
Mér fannst þetta bingó hálf kjánalegt og fyrir þetta fólk að draga börnin sín inn í þessa vitleysu. Hvað ætli þau kenni þeim á kvöldin í stað barnatrúar og bæna? Hvað ætli þau segi þegar einhver hnerrar? Hvern ætla þau að ákalla ef þau lenda í lífshættu eða vandræðum?
Var sammála Gumma Steingríms í Fréttablaðrinu að við ættum að njóta þeirra frídaga sem við fáum svona á silfurdisk og læra að slaka á saman. Ótrúleg lenska í okkur að búa til biðraðir alls staðar af því að það lokar í einn dag, kannski tvo.
Annars vona ég að þið hafið það sem best í páskarest.
Olga Björt (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 08:24
Gaman að sjá Kalla Tomm hér, hann er einmitt Vinstrigrænn eins og elliæri bróðir minn.
Mér fannst annars fyndið að einhver vantrúarseggur var að tuða um frídagalögin og sagði að túristar gætu hvergi fengið vott né þurrt. Þetta er náttúrulega bara hrein haugalygi og jafnvel uppspuni frá rótum líka. 10-11 galopið, sem og Aktu-taktu, 11-11, Umferðarmiðstöðin, heill haugur af veitingastöðum, Viktor, Humarhúsið, Lækjarbrekka og alles. Fyndið að kalla þetta frídaga, það virðast allir vera að vinna!
Ingvar Valgeirsson, 9.4.2007 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.