Engin pólítík í þessari færzlu

Greip mig mikil gleði og allnokkur spenningur er ég leit á heimasíðu uppáhaldshljómsveitarinnar minnar, Rush, nýverið. Ekki bara var komin ný og falleg heimasíða, heldur höfðu kanadísku þremenningarnir sett inn nýtt og skemmtilegt lag, mikið rokk. Gaman að missköllóttir menn á sextugsaldri geti smíðað svona mikið rokk.

Svo kíkti ég aftur nokkru síðar á síðuna og tók andköf af ánægju. Ellilífeyrisþegarnir eru víst að fara á tónleikaferð um heiminn og verða í London í byrjun október. Hef einu sinni komið til London og fannst svakagaman, fór þá einmitt til að sjá annað uppáhaldsband - Duran Duran - á Wembley. Síðan þá hefur mig mikið langað að fara aftur, þó ekki væri nema til að snæða á Belgo Central veitingastaðnum, hvar við fórum nokkrir félagarnir og snæddum krækling og drukkum bjór sem hét því skemmtilega nafni Satan. Páskabjórinn í ár.

Þetta setur mig í bobba, því ég var alveg harðákveðinn að kaupa mér allavega einn nýjan gítar, rándýran, á árinu. Helst tvo. Maður spyr sig hvort það sé hægt að réttlæta fyrir sjálfum sér og sísvöngum börnunum að spreða hundruðum þúsunda í nýtt hljóðfæri og vaða svo í þriðju utanlandsferðina á árinu.

Varðandi gítara - þá er spurning hvort maður ætti að fá sér svona ellegar svona.

Að öðru - eins og mér finnst kjánalegt að fullorðið fólk sitji og spili bingó úti á túni á föstudaginn langa (ekki bara þá, bara að fólk almennt spili bingó finnst mér alltaf hálfkjánalegt) og tuði út í eitt yfir að það megi ekki vinna og allt sé lokað um páskana (sem er síður en svo sannleikanum samkvæmt) finnst mér sirka alveg jafn kjánalegt hjá Jóni Val Jenssyni að tuða yfir því að Skjár einn skuli sýna Dexter á páskadagskvöld. Ég er reyndar hundfúll að hann segir í færzlu sinni frá því hvernig þátturinn endar, en ég missti einmitt af þættinum í gær. Eníhjú, ef manni líkar ekki dagskráin skiptir maður bara um stöð. Nú, eða slekkur á sjónvarpinu og fer að gera eitthvað annað. Mér finnst engin ástæða að fresta þættinum um eina viku sökum páska - jafnvel þó það hefði komið mér mjög vel, þar sem ég missti af honum og komst við það í óstuð.

Ég vil bara þakka Skjá einum fyrir að vera til og sjónvarpa misgóðu efni mér og mínum að kostnaðarlausu - þrátt fyrir að stöðin hafi verið stofnuð fyrir glæpsamlega fengið fé.

Að lokum vil ég benda á frétt sem ég sá nýverið. Hér segir að iPod hafi bjargað lífi hermanns með því að draga úr ferð kúlu, sem skotið var á hermanninn af nokkurra feta færi úr AK-47 hríðskotariffli. Svona fyrir utan það að ég skil ekki hvað blessaður maðurinn var að gera með iPod í vasanum í miðju stríði hvar menn eiga að vera sífellt á verði legg ég ekki mikinn trúnað á fréttina. Umræddur riffill er af hlaupvídd .308, talsvert stærri en það sem menn nota yfirleitt við hreindýraveiðar hérlendis. Kunningi minn á riffil sömu hlaupvíddar og fékk ég eitt sinn að hleypa af honum á öskuhaugunum fyrir ofan Akureyri, minn gullfallega heimabæ. Af u.þ.b. hundrað metra færi skaut ég í gegnum felgu, sem var undir gamalli og ónýtri Lödu þarna á haugunum (ef einhver lögreglumaður les þetta þá var þetta ekki ég heldur einhver annar). Felgan er, eins og alþjóð veit, úr málmefni sem er talsvert sterkara en iPod. Færið var líka hundrað metrar, sem er óneitanlega meira en nokkur fet.

Því þætti mér líklegt að ef ég myndi skjóta einhvern með AK-47 riffli af nokkurra feta færi myndi ekki skipta máli þó hann væri með allar fáanlegar tegundir af iPoddum í vasanum, kúlan færi í gegnum iPoddana, gegnum viðkomandi og fjarskyldan frænda hans sem stæði fyrir aftan hann. Þó svo hann hefði jafnvel 60 GB vídeó-iPodinn líka!

Góðar stundir og bryðjið borðdúk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert ödupus

sveskja (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Margar fréttir eru algjör uppspuni, engin fótur fyrir þeim. Kunningi minn var fréttaritari ónefnds fjölmiðils í suður evrópu og hann sagði mér að helmingur frétta frá honum hafi verið uppspuni og bara gert til að fá pening. (þetta er kannski aðeins of lúmskt hjá mér "ónefnds fjölmiðils í suður evrópu")

Tómas Þóroddsson, 9.4.2007 kl. 17:36

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Vei! Kíkjum á Rush í okt!

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.4.2007 kl. 17:45

4 identicon

Vissir þú að þegar fyrrum týndur farangur kemur til landsins þá fær hann RUSH límmiða áður en honum er skutlað á rútuna. En þannig pakkar ganga undir nafninu RUSH meðal bílstjóra. Annað hvort eru meðlimir Rush alltaf að tapa farangri eða þá að starfsmenn IGS gramsi í týndum farangri í Rush partýum. Vissir þú líka að orðið Paska á finnsku þýðir mannaskítur og að Finnum þykir alveg hrikalega fyndið á skoða úrvalið af Páskaeggjum í verslunum á Íslandi.

Gleðilegan Mannaskít

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 18:08

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já... talandi um það...

Ég get reddað HAUG af RUSH límmiðum ef útí það fer sko... RUSH kemur alltaf við á BSÍ, hvar ég vinn, enn sem komið er. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.4.2007 kl. 18:57

6 Smámynd: arnar valgeirsson

Í fyrsta lagi geturðu bara farið að baka brauð og gefið hungraðri famílíunni. Keypt núðlusúpu á átján kr stykkið og fengið kartöflur á niðursettu verði í bónus. Bakaðar, soðnar, steiktar og égveitekkihvað og þá áttu fyrir gítar. Svo finnur þú út með Rush ferðina, gætir td látið Helgu vinna svolítið meira....

Mig langar alveg með á Rush en eins og ég sagði þá er væntanleg ferð á sama tíma sem ég eiginlega verð að fara í. En Viðar var eitthvað að pæla í þessu og gott ef hann myndi ekki bara draga þig á úrvals fótboltaleik í enska boltanum í leiðinni. Það væri nú aldeilis skemmtileg upplifum fyrir þig, knattspyrnuáhugamanninn.

En við sjáum nú til, aldrei að vita hvað gerist á næstu mánuðum....

Gott að sjá að iPod sé farinn að bjarga lífi manna í miðju battli. Kannski hann hafi verið að hlusta á Heaven and Hell með Black Sabbath. Nú eða season in the sun. Jebb, alltaf gott að hafa tónlist í eyrum þegar maður plaffar mann og annan. Og iPod í hjartastað.

En þarna í Dexter. Það var rauðhærði kokkurinn sem var morðinginn..he he.

arnar valgeirsson, 9.4.2007 kl. 22:05

7 identicon

Mér finnst þú vita óþægilega mikið um skotvopn misster Valgeirsson!?!  Er nettur Unabomber í þér eða?

 kv

Sýslumaðurinn 

Einar Ágúst (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 22:53

8 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Ingvar. Mér finst Wasburninn fallegri. Já og það er líka gaman að heyra að þú sért Rushari, ég var og er það líka. Ætli flestir trommarar séu það ekki?

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 9.4.2007 kl. 22:55

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Kalli, ég er meiri Rush-ari en þú. Sonur minn heitir Alex.

Einar Valur, það væri bara gaman ef við rúlluðum saman til Lundúnahrepps. Plönum ferð og gerum.

Einar Ágúst, ég skal lofa þér að júnabomba ekki neitt. Mest gaman að skjóta bara ónýta bíla, leirdúfur og lítil, varnarlaus dýr.

Ingvar Valgeirsson, 9.4.2007 kl. 23:41

10 Smámynd: Karl Tómasson

En þú hefur aldrei farið á tónleika með þeim.

Karl Tómasson, 10.4.2007 kl. 00:16

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nú, hefur þú séð Rush, gamli sveppur?

Ingvar Valgeirsson, 10.4.2007 kl. 08:33

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hold your Fire var einmitt túrinn hvar Show of Hands-vídeóið var tekið upp. Annars fannst mér Show of Hands þeirra sísta plata, ásamt plötunni á undan, Power Windows. Allt annað með þeim er hinsvegar gargandi snilld og hver sem heldur öðru fram er plebbi.

Ingvar Valgeirsson, 10.4.2007 kl. 14:01

13 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Meinti náttúrulega að Hold your Fire væri þeirra sísta plata... abbsaggið.

Ingvar Valgeirsson, 10.4.2007 kl. 14:02

14 Smámynd: Karl Tómasson

Nei bara á dvd ha ha ha

gaddjú

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

p.s. Ég hef hinsvegar séð einn af mínum uppáhals Paul Mc. Því á ég aldrei eftir að gleyma.

Karl Tómasson, 10.4.2007 kl. 23:58

15 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég væri til í að sjá Paul. Hefði samt verið meira til í að sjá Georg Harrison meðan hann lifði. Lítið varið í hann núna.

Ingvar Valgeirsson, 11.4.2007 kl. 11:20

16 Smámynd: Karl Tómasson

Já það er hætt við að sá gamli sé bara Zero núna.

Kær kveðja frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 11.4.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband