Þriðjudagsfyllerí

Bráðskemmtilegt hreint. Það er morgunljóst að undirritaður og samstarfsmaður hans, Ingi Valur, munu trylla lýðinn á Döbblíner í kvöld, mögulega í félagi við fleiri. Viljum við í sameiningu hvetja fólk til að mæta alveg, því það er sýnt og sannað vísindalega að þriðjudagarnir eru áberandi langhentugastir fyrir þriðjudagsfyllerí.
Á efnisskránni verður hvað sem okkur dettur í hug að spila og syngja.
Hvað um það, hér er lag sem við spilum ekki í kvöld.
Þetta er annar pistillinn í röð, hvar ekki er jarmað um pólítík, ekki einu sinni eitt skot á kommahelv...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

kom mah el fimmti. Þér eruð ruglaðir.

mér þætti að vísu gaman að sjá Inga Val á þriðjudagsfylleríi, vona bara að hann verði vímaður af hressu og andagift. Og þú af stressi og hlandlykt.

Lifi byltingin

arnar valgeirsson, 10.4.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Kíktu bara, mín kommúníska bróðurómynd, og ég skal bjóða þér upp á bjór... nei, þú ert náttúrulega svo rauður að þú drekkur bara vodka.

Ingvar Valgeirsson, 10.4.2007 kl. 18:42

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er ekki málið að maður geti ekki spilað lagið  - það er líka spurning um hvort menn VILJA spila lagið. Lagið er nebblega hræðilegt. Spiluðum bara Bítlalög í staðinn.

Ingvar Valgeirsson, 11.4.2007 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband