Zíró

Sóley Tómasdóttir að kæra Vífilfell vegna ósmekklegra auglýsinga... er það ekki aðeins of? Kæran er vegna þess að auglýsingarnar eiga að gera lítið úr kvenfólki. Hversu margar auglýsingar hafa gegnum tíðina gert lítið úr karlmönnum? Tómatsósuauglýsingar þar sem pabbinn er svakalegur klaufi, en mamman reddar málunum, Skari Skrípó sem skrifstofublók, sem einkaritarinn vefur um fingur sér og svo framvegis. Hversu margir karlmenn kærðu það? Síró.

Tekið er sem dæmi að einhver auglýsingin hljómar eitthvað á þessa leið: "Hvers vegna ekki kynlíf með zero forleik?" Þetta á víst að sýna kvenfyrirlitningu, eins og forleikur sé sérhannaður fyrir kvenfólk, en ekki finnst á jarðríki sá karlmaður sem gæti mögulega haft eilítið gaman af athöfninni líka. Svo var eitthvað eins og "sund með zero kvennaklefum" - jú, greinilega séð með augum unglingspilts í greddukasti, en ef "skórinn væri á hinum fætinum", þ.e.a.s. ef kvenmaður væri söguhetjan í auglýsingunni og talaði um skort á karlaklefum myndi enginn segja múkk.

Vissulega finnst mér kók síróauglýsingarnar óþolandi, en ekki datt mér í hug að kæra Orkuveituna fyrir þeirra auglýsingu, sem var þó jafnömurleg. Síróherferðin átti að vera fyndin, en klikkaði. Að sama skapi væri þá hægt að kæra Eyva og félaga fyrir hvert það skot sem geigaði í Tímaflakksþáttunum (fyrgefiði Bjarni, Eyvi og Lillekúk), eða Ladda fyrir Dengsagrínið í Hemmaþáttunum í gamla daga.

Ef fólki líkar ekki auglýsingarnar er áhrifamest að skipta bara yfir í Pepsí ellegar Mix. Grjóthalda svo kjafti. Sjálfur varð ég svo pirraður á auglýsingunum að ég hafði í hyggju að hætta að drekka kók. Vífilfell mætti nú senda Sóleyju þakkarbréf, því vegna öfgafullra viðbragða hennar og annara femín(as)ista skipti ég um skoðun.

Hvers vegna ekki heimur með síró vælandi femínistum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Telma Hrönn Númadóttir

Hae fraendi.

Finnst tessar augl'ysingar vidbj'odur (leidinlegar, snerta ekki blygdunarkenndina vitund) en vaeri hins vegar v'is med ad stofna til m'otmaela vegna vanish augl'ysinganna, enda tel 'eg taer heilsuspillandi.

Djofulsins tolva...

Telma Hrönn Númadóttir, 11.4.2007 kl. 13:27

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Halló, litla frænka. Eitthvað rámar mig í að ég hafi verið með almenn leiðindi við þig á Nösu um daginn í alvarlegu ofurölvunarástandi. Ef mig minnir rétt biðst ég afsögunar. Svo máttu láta mig vita ef þú finnur mannorð mitt, en því týndi ég sama kvöld og hef ekki séð síðan.Annars er ég sammála þér með Vanish. Einskær viðbjóður.Sé á myndinni að þú sért að syngja í míkrófón. Af hverju?

Ingvar Valgeirsson, 11.4.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já. Ef einhverjar auglýsingar eru vanvirðing gegn konum eru það bláblóðs dömubindaauglýsingarnar.

Hvað er það eiginlega? Eru konur alltíeinu orðin önnur tegund? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.4.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: Telma Hrönn Númadóttir

Varstu með leiðindi? Held þetta segi eitthvað um övunarástand mitt því ég hef annað hvort ekki tekið eftir því eða verið nokk sama. Ætli við séum skyld??

Og nei, söngurinn er nú ekki mín sterkasta hlið þrátt fyrir augljósa túlkunarhæfileika eins og sjást á myndinni, sem var tekin þegar ég tryllti lýðinn, í singstar.

Telma Hrönn Númadóttir, 11.4.2007 kl. 15:52

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég reikna bara fastlega með að ég hafi verið með leiðindi, ég var með talsvert af þeim þetta kvöld... var búinn að fara í eitt brúðkaup, eitt þorrablót og eitt pöbbarölt. Var með leiðindi við allflesta, kallaði eldri bróður minn t.d. aflóga elliæran kommúnistaroðamaur (sem hann reyndar er) og sagði honum að drulla sér aftur heim til Stalíngrad. Rámar eitthvað í að ég hafi sagt að þú værir brauðhærður krakki, en eitthvað er þetta í móðu. Ekki veit ég um sönghæfileika þína, en tónlistarhæfileikar eru örugglega einhverjir, enda náskyld fjölda atvinnutónlistamanna. Allavega virðist sviðsframkoma og sjálfsöryggi á sviði vera í lagi skv. mynd.

Ingvar Valgeirsson, 11.4.2007 kl. 16:20

6 Smámynd: Telma Hrönn Númadóttir

Ég hef greinilega verið að gera rétt með að sleppa því að hlusta á þig þetta kvöldið. Ég treysti því að þú verðir afspyrnu skemmtilegur næst þegar við hittumst.

Telma Hrönn Númadóttir, 11.4.2007 kl. 19:10

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þú getur treyst þvi, frænka, að ég skal leggja mig í líma við að skrúfa frá skemmtilegheitunum og kátínunni. Spara mig þangað til og verð ein leiðindahrúga við allt og alla aðra.

Ingvar Valgeirsson, 11.4.2007 kl. 19:53

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Brauðhærðir eru fallegri!

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.4.2007 kl. 22:29

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sumir - ekki þú!

Ertu annars með til Lundúnahrepps í Október, Einar minn? Það væri gaman að gefa sér Rush-tónleika í snemmbúna ammælisgjöf.

Ingvar Valgeirsson, 11.4.2007 kl. 23:00

10 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þó ég eignaðist 500 dætur í viðbót við þær sem ég nú á, myndi engin undir nokkurum kringustæðum, verða skírð Sóley, aldrei.

hey!!! "aldrei Sóley". 

Tómas Þóroddsson, 12.4.2007 kl. 02:16

11 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sóley er mjög tæp á því kellingaranginn.  Þetta öfga feminista grey fer hamförum á síðu sinni, dag eftir dag.  Kærir svo Vífilfell.  Hvar endar þessi vitleysa.  Það er greinilegt að einhver karlmaður hefur gert eitthvað á hennar hlut, ekki hringt aftur eftir ballið...ekki lyft setunni upp...eða bara verið með typpi. 

Örvar Þór Kristjánsson, 13.4.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband