11.4.2007 | 21:36
Enn eitt femínasistaröflið
Hér má sjá Katrínu Önnu Guðmundsdóttur, talskonu femínistafélgsins, tala um kosti þess að vera kvenmaður. Kostir þess að vera kvenkyns, umfram það að vera karl, eru til dæmis;
1. We got off the Titanic first. Segir ýmislegt um stöðu konunnar gegnum tíðina...
4. We don´t look like a frog in a blender when dancing. Ég veit ekki með þig, en mér finnst þetta bera svolítinn vott um karlfyrirlitningu...
6. We don´t have to pass gas to amuse ourselves. Já, ég sé það núna, þetta er jú aðaláhugamál okkar karla og það eina sem við erum færir um...
10. We have the ability to dress ourselves. Hvað ætli þessi cardcarrying meðlimur femínistafélags myndi hafa hátt, skrifa margar blaðagreinar og rífast mikið ef einhver karlmaður svo mikið sem gæfi í skyn að konur væru það skertar að þær ættu í vandræðum með að klæða sig?
Það er lágmark, ef femínistar vilja að karlar komi vel fram við þær, að þær séu samkvæmar sjálfum sér og sýni öðrum sömu virðingu og þær vilja að þeim sé sýnd.
Vil taka fram að mér er slétt sama þó einhver kerla úti í bæ geri grín að karlmönnum. En það verður þá að vera einhver sem getur tekið samskonar húmor sjálf ef dæmið snerist við. eitthvað segir mér að mögulega sé þessi kona ekki ein af þeim. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.
Athugasemdir
Gamli sjarmör, við erum að verða gamlir. Ég hef alltaf talið mig mikinn feminista svo varð mér á að setja inn smá bloggfærslu hjá mér sem kallaðist glóðaraugað. Ég fékk skömm fyrir. Við verðum að passa okkur gamli minn það er komið árið 2007.
Karl Tómasson, 11.4.2007 kl. 23:31
Veistu Ingvar, þarna er ég sammála þér. Þetta er bara hárrétt. Það er asnalegt þegar konur eða menn sem telja sig jafnréttissinna eru með aulahúmor um hitt kynið. Æ, þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir allri þeirri gagnrýni sem femínistar eru að fá.
Heiða, 12.4.2007 kl. 02:41
Ingvar, ég tek heilshugar undir þetta. Maður eignar sér virðingu með því að setja náungann á sama stall og maður sjálfur. Svona framtak er einungis sjálfum þeim til skammar, það sér hver heilvita maður að það er því miður kominn stór munur á að vera feministi og jafnréttissinni. Feministar hafa því miður horfið frá upprunalegu stefnu sinni, þ.e.a.s. jafnrétti, í dag berjast feministar einungis fyrir málefnum kvenna og virða þarfir karla í jafnréttismálum að vettugi.
Allt snýst um að konur fái ekki þetta og og hitt, sem er gott og gilt og auðvitað verður að bregðast við sumra af kröfum þeirra. En hvað með einstæða feður og öll þeirra réttindi? Það er það sem feministar gleyma alltaf og hugsa bara um eigin hagsmuni. Ef þær væru samkvæmar feminista stefnunni þá horfi málið allt öðruvísi við og þær yrðu aftur sú göfuga hugsjón sem feminista stefnan er.
En í dag eru bæklingar frá Smáralind skotnir niður og heldur má ekki birta myndir af Söndru Bullock sökum spéhræðslu þeirra. Ég er sjálfur feministi og mér finnst sorglegt hvernig fyrir þeim er komið nú á dögum. Eina sem hægt er að gera er að biðja fyrir því að þær sjái villu vegar sinnar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.4.2007 kl. 08:57
Ég vil taka fram að ég skil ekki alveg orðið femínisti eða femínismi - en hvað veit ég, ég kann ekki að klæða mig...
Ég er alveg fullkomlega hlynntur jafnrétti, tel reyndar að ekki sé jafn mikill munur milli kynjanna einsog margir vilja vera láta. Til dæmis hefur enginn - ekki nokkur maður - getað bent mér á svo mikið sem eitt fyrirtæki sem borgar körlum meira en konum fyrir sömu vinnu. Hinsvegar eru þær fiskvinnslur til sem borga konum meira en körlum, eða gerðu allavega fyrir ekki löngu síðan.
Ítreka að ég tek ekki nærri mér að konur geri grín að körlum - mér finnst það oft fyndið og oft er það meira að segja "fyndið af því að það er satt"-dæmi - en talsmenn femínista eru síðustu konurnar sem eiga að gera svoleiðis, þar sem þær verða æði oft dýrvitlausar ef dæmið er á hinn veginn. Eníhjú...
Margoft hefur verið sett út á að ég (eða aðrir) geri grín að konum - sem er hárrétt, ég hef oft gert grín að konum, meira að segja stundum náð að vera fyndinn (ekki oft, en stundum). Þá verður oft einhver voða fúl, jafnvel einhver karl voða fúll, og kallar mig karlrembusvín (sem eflaust er að einherjum hluta rétt). En örugglega í 90% tilfella sem ég geri grín að einhverjum (þegar ég geri grín að sjálfum mér ekki tekið með, sirka helmingur tilfella) er það að hvítum, íslenskum, gagnkynhneygðum og fullorðnum karlmönnum. Enginn hefur urrað á mig fyrir það.
Vil líka taka fram að ég hef ekkert á móti fegurðarsamkeppnum. Mér finnst þær oft asnalegar, en þær eiga fullan rétt á sér. Mér fannst reyndar sérstaklega asnalegt þegar Ungfrú Ísland punktur is var um árið og átti að snúast um gáfur frekar en fegurð - það var ekki eins og það skipti meira máli en í öðrum keppnum, og ekki litu þær gáfulega út með iMac framan á sér, labbandi um sviðið.
En ég vil þó taka fram að mér finnst ákaflega gott hvað femínistar hafa opnað mikið umræðuna um kynferðislega misnotkun, nauðganir og þessháttar. Virðast hinsvegar vera að klúðra því að einhverju marki með að setja (í einstaka tilfellum, alls ekki allar) með því að nefna barnamisnotkun og strípibúllur í sömu andránni.
Ingvar Valgeirsson, 12.4.2007 kl. 10:34
Mér finnst þetta temmilega fyndið, sérstaklega þetta:
10. We have the ability to dress ourselves.
Væntanlega er þetta ekki trikkið að troða sér í leppana heldur í hvernig tuskur maður treður sér.
Ekki finnst mér neitt sérstaklega smart að sjá (sem er afar vinsælt og örugglega í tísku) kvennverur klæddar ein og rúllupylsur. Í skyrtum eða blússum sem eru svo litlar að eina talan sem heldur dótinu saman er undir svo miklu álagi að hún er rétt við það að bresta. Og í þokkabót er þetta svo flegið að það er varla hægt að líta í áttina að þeim án þess að liggja undir grun um að vera stara á barminn, sem er btw. svo áberandi að varla er hægt að stara ekki á hann. Nú eða þessi belti sem ég hef séð stundum sem eru ekki til að halda neinu uppi (eins og þau voru upphaflega ætluð í), sérstaklega þessu sem eru reyrð um bringuna miðja. Þau finnast mér ekki smart. Svo eru einhverskonar peysur sem eru ekkert nema ermar og einhver lufsa sem tengir þær saman yfir bakið, það er afskaplega einkennileg flík.
Ef þetta er að "kunna" að klæða sig er ég alveg sérdeilis sáttur við að kunna það ekki. Og er sáttur við það.
dvergur, 13.4.2007 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.