Enn eitt og annað um femínisma - jú og pólítík

Einn úr bloggvinasafni mínu skrifaðu um daginn ákaflega áhugaverðan pistil sem ég hvet ykkur til að lesa. Þar er fjallað á skemmtilegan hátt um aðra pistla, hvar á ákaflega ósannfærandi hátt verið að hvetja konur til að kjósa Samfylkinguna af þeirri ástæðu einni, að því er virðist, að þá geti kona orðið forsætisráðherra.

Ekki bara er það barnabókarhöfundurinn Iðunn Steinsdóttir sem þar gerir í sig, heldur einnig Hallgrímur Helgason, sá frábæri rithöfundur. Þar vitnar hann í Madeleine Albright, sem sagði að það væri sérstakt pláss í helvíti fyrir þær konur sem ekki hjálpuðu hver annari. Þetta sýnist mér að hann sé að nota til að sýna konum þessa lands að rétt sé að kjósa Samfylkinguna, því þar sé kona í formannssætinu.

Albright var, ef ég man rétt, að tala um konur sem ekki hjálpuðu þeim kynsystrum sínum sem væru fórnarlömb ofbeldis. Ítreka, ef ég man rétt - leiðréttið mig ef ég fer þarna rangt með. Ég er allavega nokkuð viss um að hún var ekki að meina að þær konur færu beinustu leið á grillið sem ekki kysu þá konu, sem meira en tífaldaði skuldir höfuðborgarinnar meðan hún réð þar ríkjum og talaði svo um að hún hefði hreinsað upp eftir íhaldið.

Ekki það að það skipti máli, þar sem Ingibjörg Sólrún virðist ekki verða forsætisráðherra, allavega er það ekki sjálfgefið. VG hafa verið að koma skár út úr flestum skoðanakönnunum og þar sem Ingibjörg sjálf sagði í sjónvarpsviðtali að formaður stærsta stjórnarflokksins ætti stólinn vísan, næði hún ekki forystusætinu.

Ríkisstjórnarmyndun virðist ekki ganga án aðildar VG eða Sjalla og því ætti að vera mun eðlilegra að konur spanderuðu atkvæði sínu á Framsókn, sem er jú eini flokkurinn sem hefur haft jafnmarga kven - og karlráðherra og er með mun jafnari kynjaskiptingu á listum sínum en aðrir, eftir því sem ég best fæ séð í fljótu bragði. Það er, ef konur vilja endilega kjósa bara konur kynsins vegna.

Eníhjú, las Moggann í gær sem flesta aðra daga. Örstutt frétt framarlega í blaðinu um líðan eins umdeildasta ráðherra þjóðarinnar, sem liggur nú á sjúkrahúsi. Fréttinni fylgdi lítil mynd af ráðherranum.

Aftar í blaðinu var frétt, á að giska fjórum sinnum lengri og með þremur myndum. Fréttin fjallaði um hver ætti krakkaorminn hennar Anne Nicole Smith.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það virðist vera skoðun sorglega margra kvenna um þessar mundir, já.

Ég vil síst halda því fram að þessi lýsing eigi við um Ingibjörgu, en ljóst sýnist mér að hún eigi ekkert erindi í ráðherrastól.

Ingvar Valgeirsson, 13.4.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: arnar valgeirsson

Bíddu, ertu að meina að Björn Bjarnason eigi dóttur með Önnu Nikólu heitinni. Sjitt, alltaf kemur hann manni á óvart...

Annars er hún Oddný sæta, spúsa H. Helgasonar í framboði hjá Samfó og það er nú sennilega ástæðan fyrir skrifum hans. En ég kýs VG og vil endilega koma þeim frábæru konum, og körlum, sem þar eru í stjórn ekki síðar en þegar Eiki tekur aftur vinningslagið í Júróvísjón.

arnar valgeirsson, 13.4.2007 kl. 17:54

3 Smámynd: Gauti

mér finnst nú alveg óþarfi að moka yfir Ingibjörgu þó að sumir styðji hana á röngum forsendum . . ekki henni að kenna . . mér finnst hún ágæt þó ég hafi ekki kosið hana  . . . ennþá

Gauti, 13.4.2007 kl. 19:03

4 identicon

Já, Mogginn bara ad fara ad moka sér yfir í  slúdrid. RÁDHERRA Á SPÍTALA. Thad selst.

Kv. úr 3 ríkinu med félaga Warsteiner í Hamburg. 

Sigurjón (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 19:39

5 identicon

P.S

Hallgrímur er leidinlegur hvort ed er. 

Sigurjón (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 19:55

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gauti minn, ég moka bara yfir Ingibjörgu ef ég vil, strax og hún leggst ofan í þá pólítísku gröf sem hún hefur sjálf grafið sér.

Arnljótur, þú hefur eitthvað lítillega misskilið lok færzlunnar. Enda ertu kommi.

Ingvar Valgeirsson, 13.4.2007 kl. 23:19

7 identicon

http://www.minnsirkus.is/communities/ProSex/

Einar Ágúst (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband