Sumardagurinn frysti

Ég vaknaði í gær, þvert á fyrri áætlanir. Kerlingin dró mig og Svepp hinn yngri með í skrúðgöngu. Hef aldrei farið í svoleiðis áður, og þrátt fyrir að þessi hafi verið fróðleg eru litlar líkur á að ég fari aftur. Skrúðgangar var ein lúðrasveit og u.þ.b. 30 manns, mest útlendingar.

Merkilegur andsk... þetta lúðrasveitarfólk. Ekki nóg með að það sé klætt í diet-nasistabúninga og sé með beljandi hávaða í íbúðahverfi, á degi sem almennilegt fólk á að reyna að sofa úr sér áfengisvímuna, heldur virðist lúðrablásandi marseringarliðið gersneytt öllu minni. Þetta rökstyð ég með því að á ermum þessara hávaðaseggja eru nótnablöð á sérsmíðuðum gismóum. Það virðist sumsé vera til of mikils ætlast að þau læri utanbókar "Öxar við ána", "Down by the riverside" og eitt lag til viðbótar, sem þau spiluðu aftur og aftur og aftur og aftur meðan þau marseruðu frá Fella og Hólakirkju niður í Austurberg.

Svo var einhver skemmtun við Gerðuberg, hvar margt ágætt var fyrir krakkana, t.d. hoppukastali með biðröð, sem jafnaðist á við biðröðina, sem við Haukur frændi eyddum dágóðum tíma í við 1929 fyrir 16 vetrum síðan, er við fórum á dansleik með Síðan skein sól. Svo komu leikarar úr Abbabbabbi og hafði ég gaman af því. Litli-Sveppur líka.

Nú, þegar öllu þessu var lokið héldum við til miðbæjarins, hvar ég fór næstum að gráta þegar ég sá brunarústirnar í bænum. Tók ærlegt sjoppingsprí í Perlunni á myndbanda og geisladiskamarkaðnum til að róa taugarnar, áður en familían brenndi á Hereford og setti sig endanlega á höfuðið við að belgja sig út af kræsingum. Mæli með plássinu, sem hefur batnað talsvert síðan það opnaði.

Svo lék ég fyrir ölæði gesta á Döbb í gær. Ingi Valur mætti, venju samkvæmt, og lékum við í kór með samlita míkrófóna - höfum sumsé fjárfest í svörtum Shure Beta 58, svokölluðum blökkubetum. Bræður mínir, Arnljótur og Forljótur, mættu á svæðið sem og Hans kínverji og var það ekki til ama né heldur leiðinda.

Ekki orð um það meir, klikkið samt hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Takk, elskan.

Ingvar Valgeirsson, 20.4.2007 kl. 15:35

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Þú mátt nú ekki gefast upp eftir þessa jómfrúargöngu.  Mér fannst hins vegar mjög svo athugavert að mæta í skrúðgöngu á SUMARDAGINN fyrsta í flíspeysu, úlpu og húfu!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 20.4.2007 kl. 17:19

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

sæll, ég rakst óvart á síðuna þína, sendi henni plástur.

En það er fyndið með lúðrasveitina því að þetta eru nákvæmlega sömu lögin og hún spilaði þegar ég fór með drenginn minn í leikskóla skrúðgöngu fyrir 2 árum og þá voru einmitt lögin endurtekin aftur og aftur..., (núna er drengurinn minn í öðrum bekk í grunnskóla og það er ennþá verið að níðast á sömu lögunum MEÐ nótnablöð..!?!?!?) 

Ég er þá fegin að við misstum af þessu í gær.

happily summer

Guðríður Pétursdóttir, 20.4.2007 kl. 17:41

4 Smámynd: Matti sax

Þetta með nóturnar er svipað og sumir söngvarar þurfa alltaf að hafa texta á giggi. Það skil ég heldur ekki ! Það er meira en að segja það að læra þessi lúðrasveitarlög utanaf. Sérstaklega fyirir þá sem spila allar milliraddirnar í lögunum. Það eru oftast bara 2-3 trompetar sem spila laglínu og það er ekkert mál að læra en hitt útsetningar kjaftæðið er mjög strembið að ná. Þess vegna spila ég bara dixieland. Það er inn í dag

Matti sax, 20.4.2007 kl. 20:50

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Lúðrasveitagagnrýnin er snilld

Tómas Þóroddsson, 20.4.2007 kl. 22:09

6 Smámynd: arnar valgeirsson

Betra er að heita Arnljótur en Ingveldur. þegar maður er strákur.

Og, já. Þið Ingi Valur voruð bara nákvæmlega eins, eins og síamstvíburar svona með samlita míkrófóna....

Annars eruð þið ágætir. Bara nokkuð góðir. Verst hvað þú ert drulluruglaður þegar kemur að pólítik.

arnar valgeirsson, 20.4.2007 kl. 22:28

7 identicon

Gleðilegt sumar.. sjálfur kann ég nú ekki Öxar við ánna á lúður.. en þessir búningar eru flottir sérstaklega hjá Lúðrsveit Hafnarfjarðar, samlitir og allt. Enda smekklegt fólk með tveim dæmum sem að býr í Hafnarfirði.

Þröstur(l) (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 04:36

8 identicon

Thad hefur kostad skildinginn á Her?

Fékkstu einhvern virdisaukaafslátt? Eda bara látin taka thad ósmurt.

Sigurjón (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 16:09

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Er í Einkaklúbbnum - fæ smá afslátt. Annars er ég alveg til í að borga helling fyrir gott fæði og almennilegan sörvis.

Ingvar Valgeirsson, 22.4.2007 kl. 19:46

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég öfunda þig, á bara hinn hefðbundna gráa Shure Beta 58. Hvernig er að syngja í svartan?

BTW, flottur Hale & Pace. 

Haukur Nikulásson, 22.4.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband