22.4.2007 | 21:16
Sé til röflsins um Sjallana og sumarbústaðarferð ásamt poppgetraun
Sé stuð!
Föstudagskvöldið var sérdeilis skemmtilegt, en þá rauk ég með litlum fyrirvara upp í Kópavog til að leika á bráðskemmtilegri samkundu hjá ungum Sjálfstæðismönnum. Til að fara óendanlega í taugarnar á kommanum, eldri bróður mínum, ber að taka fram að ég rukkaði fremur lítið fyrir það. Partýið var líka hið skemmtilegasta, Rökkvi standuppgrínisti kom fram og var alveg hrikalega fyndinn og liðið var í stuði almennt. Einhverjir þingmenn litu við, bjór í boðinu og almenn gleði.
Kíkti eftir teitið yfir á Players, hvar Ingi og félagar í Sixties léku fyrir dansi. Hitti þar fullt af góðu fólki sem ég hafði ekki séð lengi - sem og aðra sem ég hitti oft og iðulega.
Eftir vinnu á laugardag kíktum við hjónin ásamt Litla-Svepp í sumarbústað í Munaðarnesi hjá Binnu og félögum og er styst frá því að segja að ég malaði alla viðstadda í Trivial áður en ég hló að þeim og fór að sofa. Híhíhí.
Sérdeilis var svo gaman í eilitlu fjölskylduboði í dag. Ég nebblega smellti X-D-nælu, sem ég fékk gefins í föstudaginn í áðurnefndu partýi, í Litla-Svepp þegar móðursystir konunnar mætti, en hún er einmitt í framboði fyrir Frjálslynda. Er styst frá því að segja að hún var ekki hress með það og hlakkaði mikið í mér restina af deginum.
Hvað um það - nóg komið af bíógetraunum og best að skjóta fram einni popparagetraun.
Spurt er um söngvara.
Hann var söngvari í þó nokkuð vinsælli hljómsveit hér í denn. Var látinn fara eftir nokkur ár í sveitinni vegna alvarlegra atferlisbresta og annar söngvari ráðinn. Er styst frá því að segja að sveitin sló þá heldur betur í gegn og okkar maður fór í fýlu.
Trymbill sveitarinnar hætti skömmu seinna og stofnaði nýtt band ásamt söngvaranum og gítarista, sem átti eftir að ganga til liðs við gömlu sveit þeirra félaga. Nýja bandið gaf út nokkrar smáskífur, en liðaðist sundur.
Söngvarinn, sem tekið hafði við af okkar manni, hætti allnokkru seinna í hljómsveitinni (þessari fyrstu, sko). Var þá mál manna að gamli söngvarinn kæmi til liðs við bandið, en ekki varð af því - einhver kornungur maður var ráðinn og okkar maður fór á fyllerí, en snerist svo til Mekka og tók Íslamstrú.
Hver er umræddur söngvari?
Og eruði ekki í stuði?
Athugasemdir
Hressilega, frjálslega og fimur í fingrum beggja handa, ætla ég fastlega, með mínu lyklaborði hér, að skjóta á þennan múslim, að hann mundi verið hafa Cat Stefánsson. nema að um sé að ræða Íslenskann sauðmeinlausann originala, en þá er þetta greinilega Björvin Halldórson. annars er voða erfitt að giska svona gríðalega, Verður gefin enkun. ? ég er voða viðhvæmur fyrir svoleiðis. Takk fyrir mig.
Högni Hilmisson, 22.4.2007 kl. 23:40
Hressilega, frjálslega og fimur í fingrum beggja handa, ætla ég fastlega, með mínu lyklaborði hér, að skjóta á þennan múslim, að hann mundi verið hafa Cat Stefánsson. nema að um sé að ræða Íslenskann sauðmeinlausann originala, en þá er þetta greinilega Björvin Halldórson. annars er voða erfitt að giska svona gríðalega, Verður gefin enkun. ? ég er voða viðhvæmur fyrir svoleiðis. Takk fyrir mig.
Högni Hilmisson, 22.4.2007 kl. 23:55
Axl Rose tók islamstrú ekki satt en þetta passar samt ekki alveg við hann...
Guðríður Pétursdóttir, 22.4.2007 kl. 23:55
hann var í Rainbow
arnar valgeirsson, 22.4.2007 kl. 23:59
Guðríður Pétursdóttir, 23.4.2007 kl. 00:23
Getur verið að þetta sé Paul Di'Anno?
Sumt af þessu passar vel við hann allavega...
Haukur Viðar, 23.4.2007 kl. 01:09
Hressilega, frjálslega og fimur í fingrum beggja handa, ætla ég fastlega, með mínu lyklaborði hér, að skjóta á þennan múslim, að hann mundi verið hafa Cat Stefánsson. nema að um sé að ræða Íslenskann sauðmeinlausann originala, en þá er þetta greinilega Björvin Halldórson. annars er voða erfitt að giska svona gríðalega, Verður gefin enkun. ? ég er voða viðhvæmur fyrir svoleiðis. Takk fyrir mig.
Högni Hilmisson, 23.4.2007 kl. 01:52
það er ekki ég sem er ofvirkur. það er kervið á bakvið bloggið. get kanski verið Ten c c en ekki svona. En nú fer ég samt að skilja . er að comintera á öðrum síðum en er óvart tengdur hér. ekki berja mig.
Högni Hilmisson, 23.4.2007 kl. 01:59
Haukur Skinkuorgel er búinn að rótsalta pakkann. Auðvitað er þetta Paul Di´Anno. Áður í Iron Maiden, núna nobody...
Ingvar Valgeirsson, 23.4.2007 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.