23.4.2007 | 09:06
Di´Anno
Haukur Skinkuorgel snæddi getraun mína í millimálasnarl. Vissulega var ég að spurja um Paul Di´Anno. Sá var söngvari Iron Maiden fyrstu árin, þangað til hann var látinn taka pokann sinn og Bruce Dickinson ráðinn. Seinna stofnaði hann Gogmagog með Clive Burr, þá nýhættum í Maiden,og Janick Gers, sem mörgum árum seinna átti eftir að verða gítaisti í Maiden. Svo þegar Dickinson hætti í Maiden ´93 vildi Di´Anno fá ráðningu aftur, en þeir réðu Blaze Bayley, áður í Wolfsbane.
Di´Anno tók svo Íslamstrú, en þykir ekki góður fulltrúi hennar út a við, enda löngu orðinn kexgeðveikur. Mér fannst hann samt frábær á þeim tveimur plötum sem hann söng með Iron Maiden og má á þeim finna mörg af mínum uppáhaldslögum. Gaman að því.
Lagið að þessu sinni er því Wrathchild, hér greinilega tekið upp á gamla kolakynta handmyndavél af drukknum unglingi með upptökumíkrófóninn í rassvasanum.
Athugasemdir
Nei, en hún var vaselínsmurð - hafði verið notuð í annað fyrr um kvöldið. Þess vegna er myndin óskýr...
Ingvar Valgeirsson, 23.4.2007 kl. 10:22
Ég vil bara byrja á að þakka foreldrum mínum fyrir að hafa stutt mig ævinlega í gegnum tíðina.
Og að sjálfsögðu hinum keppendunum....
*brosir gegnum tárin*
Haukur Viðar, 23.4.2007 kl. 11:58
En já, Killers er besta platan að mínu mati. Bæði er Di'Anno frábær söngvari, og svo er það líka að Nicko McBrain á ekki sjens í þennan trumböll. Þvílík plata!
Haukur Viðar, 23.4.2007 kl. 12:00
Jú, þessar tvær fyrstu eru schnilld - sem og margt annað með Maiden. Di´Anno stofnaði reyndar eitt sinn sveit sem hét Killers, rétt eins og einhver amerísk sveit heitir núna.
En vissirðu að in the sixties var einhver bresk rokksveit sem bar nafnið Iron Maiden? Gman að því...
Gleði að eilífu.
Ingvar Valgeirsson, 23.4.2007 kl. 12:23
Nei, en hinsvegar sagðir þú mér eitt sinn að Sverrir Stormsker hefði verið í hljómsveitinni Morðingjarnir.
Það fannst mér einkar athyglisvert.
Haukur Viðar, 23.4.2007 kl. 12:44
Mér skilst þeir hafi aldrei komið fram undir því nafni, fannst það of gróft. Þú ert semsagt þessa dagana að gera það sem Sverri Stormsker finnst of gróft... habbaraha.
Ingvar Valgeirsson, 23.4.2007 kl. 15:50
það var lítið að marka mig . enda ég sniffa ekki Iron Maiden á mínum bestu árum. og er auk þess, ekki í klíkunni hjá bandsettum ánamafkinum Ingvari. enn ég er ekkert sár.
Högni Hilmisson, 24.4.2007 kl. 03:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.