23.4.2007 | 17:51
Kennzlustund
Nú skal ég kenna lesendum hvernig á að fá sínu fram. Allavega ef þeir vilja ekki leyfa neinum öðrum en sjálfum sér að éta ostapopp.
Þegar ég sat uppi í sumarbústað um helgina ásamt fleira frábæru fólki, sem ég var að MALA í Trivial, var rifinn upp poki af ostapoppi. Nú er það þannig að ef fimm eru um pokann er minna á mann en ef einn situr að honum. Þessi eini, sem átt er við, er ég. Mér finnst ostapopp gott - því miður er ég ekki einn um það. Ostapopp er þó ekki alfullkomið - því fylgir lykt, sem sezt á puttana og þarf sápuþvott til að losna við. Sápuþvott óttast ég þó ekki.
Því greip ég í græðgi minni til þess ráðs að segja, í þann mund er ég lyktaði af puttunum fyrir framan smettið á mótspilurunum: "Þessi lykt minnir mig á Húnaver ´90 - þá lyktuðu puttarnir á mér svona eftir að ég hafði verið að vasast með þá ofan í nærbuxum einhverrar dræsu. Hún hafði víst komið víða við þá helgina áður en ég komst að!"
Ég sat einn að ostapoppinu alveg þangað til ég malaði Trivíalið og fór að sofa. Vil þó taka fram að þrátt fyrir að mikið væri reynt fékk ég ekki á broddinn í Húnaveri ´90, en þó sagan væri ósönn gerði hún sitt gagn.
Athugasemdir
það finnst mér nú skrítið...
Guðríður Pétursdóttir, 23.4.2007 kl. 17:56
Baráttusamtökin, 23.4.2007 kl. 18:00
Baráttusamtökin, 23.4.2007 kl. 18:00
Thetta er brakandi snilld.
Sigurjón (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:15
Hahahaha
Haukur Viðar, 23.4.2007 kl. 18:41
Snilld hjá þér.
Tómas Þóroddsson, 23.4.2007 kl. 18:59
veistu þetta hefði því miður ekki haft áhrif á mig þar sem ég hef aldrei fundið lykt, erfði það frá mömmu.. þú hefðir þurft að deila pokanum með mér tíhíhí
Guðríður Pétursdóttir, 23.4.2007 kl. 21:13
í fyrsta lagi ertu farinn að skrifa eins og Styrmir setukall. Í öðru lagi munt þú sennilega ekki deila poppskál með Helgu litlu framar. Eða rúmi.
arnar valgeirsson, 23.4.2007 kl. 21:31
Ég man nú ekki betur en að þú hefðir bara fengið harða keppni aldrei þessu vant í Trivialinu ! ! ! En já Ingvar, satt er það að aldrei aftur þarftu að slást um ostapopp á þínu heimili LOL
vitni (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 00:20
Ég var að pæla í að reyna að plata þig í einn leik af Popppunkt en gerði mér svo grein fyrir því að ég myndi skíttapa fyrir þér þó svo að ég hafi verð einn á móti 3 um jólinn og RÚSTAÐI þeim!!!!! Eintómgleði
Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 24.4.2007 kl. 01:09
Vil taka fram að "vitnið" er sú sem einhverntíma komst nálægt því að eiga fræðilegan möguleika á að kannski, ef allar vættir leggðu sig saman, gæti hún komist í nágrenni við að eiga séns í að vinna leikinn... híhíhíhí.
Svenni, ég vil endilega taka eins og einn Popppunkt. Hef aldrei prófað það spil sökum áhugaleysis viðstaddra...
Ingvar Valgeirsson, 24.4.2007 kl. 10:40
Híhíhí..........
Olga Björt (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 12:59
Voðalega er fólk viðkvæmt. Í mínum vinahópi hefði fólkið bara hlegið og haldið áfram að éta.
Telma Hrönn Númadóttir, 24.4.2007 kl. 13:04
Telma Svandísardóttir. Hvusslax liði hangir þú með. Viltu koma þér norður yfir heiðar hið snarasta og taka upp heldri manna siði eins og skot. Neðanbeltislyktarhúmor hefur aldrei verið viðurkenndur í Krossaætt.
arnar valgeirsson, 24.4.2007 kl. 15:06
Ostapopp, never again
Pétur Guðjónsson, 24.4.2007 kl. 15:25
Ég hangi aðallega með brottfluttum norðlendingum, takk fyrir pent. Við erum hins vegar hörku naglar upp til hópa og látum ekki svona húmor skemma fyrir okkur góða veislu, þ.e amk ekki ef við erum svöng. Þessi brandari hefði á hinn bóginn örugglega komið af stað hrinu af misgáfulegum bröndurum og flissi, en það er allt önnur og mun lengri saga.
Telma Hrönn Númadóttir, 24.4.2007 kl. 15:52
Telma, taktu ekki mark á kommúnistanum Arnljóti, bróðurómynd minni. Hann skilur varla neðanbeltishúmör og hauglýgur öllu sem hann segir. Ég trúi honum ekki einu sinni þegar hann býður mér góðan daginn!
Annars er hann þrælfínn kall, svolítið elliær, en ljómandi.
Ingvar Valgeirsson, 24.4.2007 kl. 16:05
Góðan daginn, kæra bróðurómynd og snæddu bæði ryðgaða þvottaklemmu og fýsulegið ostapopp. Svo sé ég að Lýðheilsustöð hefur góðu liði á að skipa.
arnar valgeirsson, 24.4.2007 kl. 17:22
Hvar eginlega endar svona orrahríð. Ég væri á augabragði, búinn að spóla mig ofan í blómabeð . Fá mann aldrei kjaftshögg. ?
Högni Hilmisson, 24.4.2007 kl. 23:59
Gaf honum svo gott högg áður en hann fermdist að hann hefur bara bullað síðan. Kann að spila á gítar en allt annað er rugl. Kýs sjálfstæðisflokkinn því hann er wannabe ríkur kall. sem verður aldrei því hann er með fríkaða heilastarfsemi eftir þetta rifrildi okkar fyrir norðan um árið.....
arnar valgeirsson, 25.4.2007 kl. 02:05
Hann lýgur þessu, eins og flestu öður. Hann hafði aldrei kjark í að lemja litla bróður, stal bara af mér ópalnum, dósafrönskunum og öðrum munaðarvaningi. Nú er hann kommúnisti og vill halda áfram að stela af mér því sem ég á skilið að fá...
Hinsvegar getur litlibróðir lamið, og það almennilega. Við slógumst einu sinni svo skemmtilega að kellingin var orðin alveg spinnegal og löggan kom og vildi setja okkur í járn. Ég gargaði þá bara "ég má berja hann, hann er bróðir minn!", en löggan sagði okkur að hætta. Ber að taka fram að við vorum ekki í neinni fýlu hvor út í annan, okkur bara langaði í bræðraslag - vildi bara svo leiðinlega til að við vorum í miðri Tryggvagötunni.
Arnljótur getur hinsvegar aldrei slegist við nokkurn mann, enda eymingi.
Ingvar Valgeirsson, 25.4.2007 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.