24.4.2007 | 16:01
Lýðflensustöð
Skrýtið fólk hjá Lýðheilsustöð. Það birtir, á kostnað okkar heiðarlegra skattborgara, auglýsingar í blöðum og tímaritum. Þar segja þau okkur hvað við eigum að gera.
Nú sá ég til dæmis auglýsingu frá þeim hvar verið var að fá fólk til að passa í sér tennurnar. Undir auglýsingunni stóð "drekktu vatn - líka kolsýrt vatn". Ekki veit ég hvað hefur breyst í kolsýrðu vatni sl. einn og hálfan áratug, en þá sagði læknirinn mér einmitt að kolsýra í drykkjum gæti valdið beinþynningu. Má ég ekki bara drekka ókolsýrt kranavatn í friði?
Svo er annað - sá á forsíðu skólablaðsins Verðandi aðra auglýsingu frá þeim undir yfirskriftinni "Ekki snúa baki við vandanum". Þar er spurt; "Drekkurðu oft í einu? Á virkum dögum sem helgum? Alein/n sem í félagsskap? Ef svo er, þá er kominn tími til að snúa við blaðinu. Lýðheilsustöð".
Nú, til að sjá hvað þeir væru að meina ákvað ég að snúa við blaðinu, það er að segja að snúa skólablaðinu Verðandi við og skoða á því baksíðuna. Þar var auglýsing frá Framtíðarlandinu, hvar mér er sagt að skrifa undir einhvern lista.
Semsagt, Lýðheilsustöð er að reyna að fá fólk, sem veit hvorki í þennan heim né annan sökum ölvunar, tl að skrifa undir einhvern lista frá einhverjum trjáfaðmandi kommúnistum - leggja þetta drasl niður eins og skot!
Annars er hressleikinn yfirþyrmandi hjá mér. Ég og Ingi Valur erum að spila á Dub í kvöld. Ég á Garrison-gítar, sem ég er svakalegar kátur með, og því hefur Ingi líka fengið sér einn... held ég. Við verðum fínir með Garrison-gítara báðir. Garrison-bræðurnir George Garrison og Garrison Ford...
Snæðið þvottaklemmur.
Athugasemdir
Ælið uppþvottahönskum
Guðríður Pétursdóttir, 24.4.2007 kl. 21:58
bryðjið blómapott
arnar valgeirsson, 25.4.2007 kl. 01:58
Ég held að það sé ekki Lýðheilsustöð sem er með þessa auglýsingu, heldur einn af framleiðendum kolsýrs vatns. Minnir að það sé verið að auglýsa Topp eða eitthvað álíka.
Vil þó ekki hengja mig upp á það.....;)
Olga Björt (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 08:43
Sleikið hengingarólar eða neeii .........knúsið bala frekar.
Kem samt ekki að horfa á þig spela elsku Engvar menn, er solteð þunguð næstö sex mánuðina og sneiði því svolítið hjá öldurhúsum........ bæti það upp með að fara á öldrunarhús í staðen.......luvjú lóds samt, kv, Breen
Bryn (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 08:54
Híhíhí.
Ingvar Valgeirsson, 25.4.2007 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.