30.4.2007 | 08:52
Spil og röfl
Nú, jæja. Ég var að spila á laugardagskvöldið í partýi hjá Kaffitári. Gaman að því. Er ég mætti á svæðið var Jón Jósep að gera sig kláran, en hann var leynigestur og tók nokkur lög með kassagítarinn. Er óhætt að segja að hann hafi keyrt upp stemmara á heimsmælikvarða eins og honum einum er lagið og fékk alla með í gleðina. Hann spilaði í u.þ.b. korter en tók hinsvegar í það minnsta hálftíma að komast út vegna ágangs nokkurra aðdáenda, þar af eins kvenkyns. Hann var eitt af fyrstu skemmtiatriðunum, og eftir átján önnur skemmtiatriði, happdrætti og ávörp, fór ég að spila. Sá þar í en eitt skiptið að það á ekki að láta trúbadúrinn byrja klukkan tólf ef fordrykkur er borinn fram klukkan sjö... :)
Annars er ég hress og að missa mig af spenningi yfir Dexter. Hann lengi lifi.
Sá um daginn mynd sem heitir The Cave. Keypti hana í 10-11 á fimmhundruðkall á svokölluðum 48 tíma dvd, sem er nokkuð sniðug uppfinning fyrir menn eins og mig sem gleyma alltaf að skila myndum á leigurnar. Hélt hún væri ömurleg, en hún koma allskemmtilega á óvart. Ekki er hún góð, en hún er bráðskemmtileg. Svo rifjaði ég upp Dracula (Coppola-útgáfuna) með Eldri-Svepp og hafði hann einkar gaman af. Orðinn fimmtán vetra og aldrei séð Dracula-mynd áður, löngu kominn tími til.
Nú er Al Gore hjá Oprah að tala um glóbal vorming. Ég einhvernvegin get ekki treyst manni sem er giftur fassista eins og hann er - Tipper Gore, eiginkona hans, er einmitt sú sem vildi hér í eina tíð troða risalímmiðum framan á þær plötur sem henni fannst innihalda eitthvað ljótt. Klöppum fyrir John Denver, Dee Snider og Frank Zappa fyrir að standa uppi í hárinu á henni. Annars er hann að tala um hvað má gera til að vernda umhverfið og talar þar til dæmis um að spara pappír. Hérlendis er mestallur pappír, t.d. dagblaðapappír, frá svokölluðum sjálfbærum skógum í Noregi. Þar er nokkrum trjám plantað fyrir hvert það sem fellt er og fara skógarnir vaxandi fyrir vikið. Sem sagt, fyrir hvert dagblað sem við kaupum, þá stækkar skógurinn. Al Gore talar um að kaupa jólakort úr endurunnum pappír - ég hef ákveðið að leggja mitt af mörkum með því að halda áfram að senda ekki jólakort, en get nú hætt að kalla það eymingjaskap og kalla það bara umhverfisvernd. Hugsa líka að stórt skref í átt til umhverfisverndar væri að hafa vatnsaflsknúin álver hérlendis, en ekki kjarnorku, kola eða olíuknúin erlendis. Svo ætla ég bara að halda áfram að brosa og vera hress, því fýla og leiðindi menga meira en gömlu Sovjétríkin öll til samans.
Megi guð eða guðir að ykkar vali, hafið þið kosið að trúa á þvílíkt, blessa ykkur og varðveita (politically correct kveðja í lokin).
Athugasemdir
Dexter er algjört vildarsnerk, er að horfa á seríuna aftur, get ekki beðið eftir næstu....
Guðríður Pétursdóttir, 30.4.2007 kl. 10:15
ég hélt einmitt að the cave væri ömurleg, en svo var hún bara allt í lagi - ekkert frábær samt en alveg brúkleg.
Sverrir Þorleifsson, 30.4.2007 kl. 11:12
Það eru komnar tvær bækur, Darkly dreaming dexter og svo Dearly Devoted Dexter. Þriðja bókin kemur út í sumar...
Það er byrjað að taka upp seríu númer tvö en hún á samt víst ekki að vera byggð á bók númer tvö.... Eins gott að þeir skemma þetta ekki samt...
Guðríður Pétursdóttir, 30.4.2007 kl. 13:57
Dexter er hinn kúlasti og syssa í djúpum. en tek undir politically correct kveðju þína og nú kjósum við vinstri græna, bróðir sæll. Allt correct. hélt reyndar að þú hefðir bara verið í kaffinu þarna hjá kaffitári og verið hýper kl miðnætti. maður fer ekki í áfengið þegar í boði er gott kaffi.
gott kaffi er gott ef það er gott.
Arnar politically correct
arnar valgeirsson, 30.4.2007 kl. 17:44
Ég fékk ekkert kaffi, enda drekk ég ei svoleiðis viðbjóð, nema þá af fullt af viskíi er samanvið. Ég var hinsvegar einkar hress, öfugt við suma sem höfðu djammað síðan í kvöldmatnum.
Jónsi hefði hinsvegar mátt fá aðeins minna kaffi - meira róandi.
Ingvar Valgeirsson, 30.4.2007 kl. 17:50
Ahhh... Dracula... first blood...first kill...first love!
Bendi thér á ad fara med piltinn á Mokka Kaffi í tilefni Rauda dagsins á morgun. Ok, fardu bara í húsdýragardinn, thad er hvort ed ekkert verid ad sýna neitt í movies.
Sigurjón (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.