1.5.2007 | 08:02
1. maí
Um daginn var einhver hópur af heiðingjum, sem mótmælti bingóbanni á Austurvelli. Þeim fannst alveg hreint agalegt að mega ekki spila bingó á föstudaginn langa,svo þeir mótmæltu á róttækan hátt og léku bingó eins og hver önnur farlama gamalmenni. Ekki gerði lögreglan neitt, enda hefur þessu bingóbanni aldrei verið tekið sérstaklega alvarlega af nokkrum lifandi manni og líklegast tímaspursmal hvenær löggjafinn hendir því út - þ.e.a.s. ef hann fær frið til að aflétta fyrst áfengiseinokunarsölu Ríkisins og leyfa stofnfrumurannsóknir án þess að stjórnarandstaðan sémeð leiðindi.
Nú er hinsvegar 1. maí. Í tilefni dagsins ætla ég að skoða hljóðfærasíður á netinu, æfa mig á gítar, yfirfara tvo af gíturunum mínum, kíkja niður í búð og gera eitthvað (ekkert sérstakt, bara eitthvað sem gæti flokkast sem vinna) og spila svo fyrir gesti Dubliner í kvöld. Semsagt, vinna og vinnutengt dútl í allan dag til að mótmæla kommúnistunum. Ekki sitja eins og eymingi og spila bingó heldur vinna.
Takk.
Athugasemdir
fyrst þú ætlar niðrí búð að vinna, þá mæli ég með skúringum - alltaf gott að koma smá skúringum að ; )
Jón Kjartan Ingólfsson, 1.5.2007 kl. 09:17
Ég trú því nú ekki að þú, gullfallegur Akureyringurinn ættaður af Árskógssandi og úr Svarvaðadal, ætlir að dútla svo mikið í dag að gefir þér ekki tíma til að taka þátt í kröfugöngu, þó ekki væri nema til að fá ferskt loft í lungun. Kröfugöngur eru nú aldeilis vinnutengdar og ættu því að falla þér afar vel í geð. Ég efast ekki um að þú tækir þig vel út í kröfugöngu í dag með mótmælaspjald á lofti gegn kommúnistum. Í kvöld geturðu svo af hjartans lyst sungið mótmælasöngva gegn kommúnistum og verkalýð, auðvaldinu til dýrðar, á Dubliner.
Jóhannes Ragnarsson, 1.5.2007 kl. 09:24
málið var að það var bannað að vera með samkundur fyrir kl. 15 á föstudaginn langa þannig að bingóið var kl 13. þetta var flott framtak og ekkert síðra að spila bingó en að dunda á netinu við eitthvað sem þú gerir hvort sem er þegar þú átt að vera að vinna fyrir laununum þínum. Þú getur linkað verkalýðsdaginn við kommúnisma ef þú vilt en þú skilur þetta hvort sem er ekki þannig að þú skalt bara fara niðrí búð og skoða gítarsíður.
Og Jón. Ef bróðurómyndin tekur upp á því að ryksuga eða skúra í búðinni þá bið ég þig um að láta fjölskyldu hans vita. Þá fer maður að hafa verulegar áhyggjur af heilsu piltsins því þó hann sé óalandi vitleysingur þá þykir okkur nú samt pínu vænt um hann.
arnar valgeirsson, 1.5.2007 kl. 12:41
Í tilefni leiksins í kvöld hef ég bara thetta ad segja:
"You´ll never walk alone"
Sigurjón (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 13:33
Þið bræður, þetta bingó framtak heiðingjanna var það vitlausasta sem ég hef séð. Til hvers að endurvekja gömul heimskuleg lög til þess að koma höggi á trúarbragð? Nei ég bara spyr, annars má vel vera að ég kíki á þig á Dubliners í kvöld, í öll þau ár sem ég hef þekkt þig hef ég barasta aldrei séð þig spila "live". Þ.e.a.s. ef ég hef tíma til.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.5.2007 kl. 13:35
Haukur og Palli Pé. Og Ingveldur reyndar líka: í fyrsta lagi var ekki verið að endurvekja gömul og heimskuleg lög til að koma höggi á trúarbragð. Né brögð. Það var verið að vísa til þess að lög í kristnum anda banna fólki að vera með samkundur á föstudeginum langa, frá miðnættis og fram að miðnætti, og þá sérstaklega til klukkan þrjú, vegna þessi lög, nokkurskonar guðslög, bönnuðu það vegna sérstöðu dagsins. Og sérstaða dagsins er vegna trúarbragðanna, eða bragðsins... Nú eru fleiri trúarbrögð ástunduð hér en akkúrat þau sem gera föstudeginum langa svo hátt yfir haus og sumir trúa bara ekki á guðlegar verur, eða anda eða eitthvað í þeim dúr. Bingóið var ekkert sérstaklega gert til að gera bingó vinsælla, þetta var táknrænt og skaðaði held ég ekki nokkurn mann.
Svo hafa vinstrimenn og konur verið duglegri en þau hægrisinnuðu að fylgja eftir verkalýðsdeginum. það er jú vegna þess að þau berjast fyrir jöfnuði og velferð þeirra sem minni möguleika á því að þéna hellings pening. Ekki koma með eitthvað kjaftæði eins og "hver er sinnar gæfu smiður" og svoleiðis krapp því það hafa sko ekki allir möguleika á því að græða big tæm. Það er fullt af fólki öryrkjar vegna sjúkdóma og slysa. Það er fullt af fólki sem á erfitt með nám o.s.fr. Þið segið ekkert við ungan mann eða konu sem slasast sem unglingur og getur ekki unnið að þau eigi bara að leggja til hliðar 20% af þeim 100 þúsund kalli sem það fær á mánuði til að kaupa sér hlutabréf.
Það má líka segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé frábær. Fyrir suma. En algjörlega glataður fyrir marga aðra. Vinstri menn eru þó að reyna að gera það að verkum að allir hafi það gott. Og ekki sé ég, Ingveldur litla, hvað sjallarnir gera svona gott fyrir þig. En annars er 1. mai, verkalýðsdagurinn, tákn um samstöðu. Um að fólkið í landinu standi saman. En þið þurfið auðvitað ekkert að vera með ef þið hafið ekki áhuga.
arnar valgeirsson, 1.5.2007 kl. 17:50
Arnar, þetta bingó var að mínu mati samt asnalegt - enska orðið "backfire" kom mér í hug, því það datt að sjálfsögðu engum í hug að kæra bingóspilarana. Þessi lög um samkundubann fyrir kl. 3 og bann við bingóspili á þessum degi er eitthvað sem öllum, sérstaklega löggunni, er sama um - sýndi sig vel þegar löggurnar löbbuðu framhjá brosandi og hefði ekki getað verið meira skítsama.
Annars skil ég vel að eldri bróður mínum þyki 1. maí skemmtilegur, því þá fær stærsta verkalýðsfélag landsins að blása VG-áróðri um stræti borgarinnar - enda er formaður verkalýðsfélagsins þingmaður VG og virðist ekki hika við að ganga í sjóði BSRB til að auglýsa VG. :)
Já, og Jón - er niðri í búð í þessum skrifuðum orðum. Skal jafnvel skúra eitthvað til, henda mygli úr ísskáp og þurrka af magnarastandi.
Ingvar Valgeirsson, 1.5.2007 kl. 18:06
Já, og Haukur, kíktu bara - býð þér upp á Guinness ef þú mætir.
Ingvar Valgeirsson, 1.5.2007 kl. 18:07
oohh nú langar mig í Guinness
Guðríður Pétursdóttir, 1.5.2007 kl. 19:01
Afsakið að ég kommenti hér löngu eftir að umræðum er lokið.
"Arnar, þetta bingó var að mínu mati samt asnalegt - enska orðið "backfire" kom mér í hug, því það datt að sjálfsögðu engum í hug að kæra bingóspilarana"
Hvaða máli skiptir þó enginn hafi kært? Hver hefur sagt að tilgangurinn hafi verið að fá kæru? Nei, þetta er bara bull.
Tilgangurinn var að vekja athygli á þessum kjánalegu lögum. Það tókst afskaplega vel
Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:52
Mér skildist einmitt að tilgangurinn hefi verið að fá kæru og vekja þar með enn meiri athygli á málinu.
Það má kommenta löngu síðar - stundum meira að segja svara ég - eða einhver annar.
Ingvar Valgeirsson, 10.5.2007 kl. 21:23
Þar sem ég er einn þeirra sem stóð fyrir bingóinu ætti ég að vita hver tilgangurinn var :)
Það hefði ekkert verið verra að fá kæru, því þannig hefðum við vafalítið fengið meiri umfjöllun, en það var ekki tilgangurinn. Undanfarin ár hafa Vantrúarsinnar meira að segja hringt sjálfir og tilkynnt lögreglu um lögbrotið (kvikmyndasýningar föstudaginn langa) en lögreglan hefur ekki nennt að skipta sér af. Í þetta skipti hringdum við ekki en fréttamaður sjónvarpsstöðvar lét verða af því.
Það er afar mikill misskilningur að við þetta hafi "backfired" eða eitthvað í þá áttina. Við áttum aldrei von á því að þetta kæmist í sjónvarpsfréttir á báðum stöðvum auk þess að fá umfjöllun í dagblöðum og netmiðlum. Þetta gekk semsagt alveg fullkomlega upp hjá okkur.
Ég hefði ekki tekið dætur mínar með í bingó ef ég hefði talið miklar líkur á að lögreglan myndi skipta sér af okkur.
Það er rétt hjá þér að bingóbann hefur ekki verið tekið alvarlega í sjálfu sér, en helgidagalöggjöf hefur oft verið framfylgt, t.d. með takmörkunum á skemmtihaldi um páska.
Guðsteinn Haukur segir að við séum að endurvekja gömul úrelt lög. Þau voru sett árið 1997 af núverandi ríkisstjórn.
Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.