Kjós

Minni enn og aftur á kosningavökuna á Dubliner um helgina. Ætlunin er að frambjóðendur kíki við og áriti kosningaloforð og eins er vonast til að fyrrum formenn stjórnarflokkanna líti við og áriti frumútgáfu af fjölmiðlafrumvarpinu. Svo langar mig til að biðja Heiðu í Unun, sem er í framboði fyrir VG, að reka inn nefið (og restina af sér með) og syngja "Við Reykjavíkurtjörn" - en ég þori það ekki.

En þó þetta gangi ekki alltsaman eftir er ekkert víst að stuðið klikki. Aukinheldur er ég hress.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ekki líklegt að heiða syngi akkúrat þetta lag. en hún er hress og sæt og myndi aldeilis auka við stemninguna sem er þó yfirleitt þónokkur þarna um helgar. Hún getur eflaust fagnað úrslitunum þarna niðurfrá eins og einhvernsstaðar annarstaðar...

arnar valgeirsson, 9.5.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband