Júró

Ég er ekki frá því að Júróvisjón fari meira í taugar mínar en alþingiskosningarnar. Vart hægt að kíkja inn á öldurhús til að fá sér einn svellkaldan án þess að úbersólbrúnir kynvillingar hamist um skjáinn, ellegar anorexíusjúkar kvensniftir, jafnvel portkonur, frá austanverðri Evrópu, jarmandi leiðinlegasta popp sem uppi hefur verið - Rick Astley meðtalinn, sem og Black.

Eini vínveitingastaðurinn sem ég fann, sem ekki var með júrójarmið á blasti, var Glaumbar. Þar var fóbbolt, sem er meira mannskemmandi en heróín og taílenskar hórur.

En annars, svona talandi um kosningar, þá bankaði Ágúst Ólafur  upp á hjá mér í gær. Var hinn vinalegasti og gaf mér blóm og lambalærisuppskrift, þrátt fyrir að ég segði honum að ég ætlaði ekki að kjósa hann. Ég hefði mátt vera jákvæðari, hann virðist langt í frá slæmur, stóð til dæmis fyrir frægu og mjög fínu frumvarpi um afnám fyrningar á kynferðisbrotum. Auðvitað er maður vinalegur við þessi grey, ekki vill maður ver aleiðinlegur við fólk sem bankar upp á til að gefa manni eitthvað - nema þá að það sé pakkið sem vill gefa manni Varðturninn. Svo tala frambjóðendur um að þeir finni mikinn meðbyr í samtölum sínum við fólk - auðvitað gera þeir það, fólk er ekki með óþarfa leiðindi við frambjóðendur. Efast um að ég væri með leiðindi þó Kolbrún Halldórs bankaði upp á... eða jú kannski, maður dregur mörkin einhversstaðar.

Júró eða Alþingi, hvort er meira óþolandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

júró án nokkurs vafa...

Andri unglingur (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: arnar valgeirsson

Voðalegt væl er þetta ghettobúinnðinn. fann þó link sem þú fílar hér á einni bloggsíðunni. leiðindahúmor, spes fyrir þig....

http://www.thebestpageintheuniverse.net/c.cgi?u=irule

arnar valgeirsson, 10.5.2007 kl. 22:49

3 identicon

Júró sökkaði í kvöld af því að austantjaldslönd áttu kvöldið. Ægileg lög mörg hver.

Kosningabaráttan hér heima er leiðinleg af því að mér finnst leiðinlegt sjónvarpsefni að horfa og hlusta á fólk rífast um sömu atriðin aftur og aftur.

Ég hefði alveg verið til í að fá Ágúst Ólaf í heimsókn. Hann er einn af þeim fyrstu sem ég myndi kjósa ef kjósa mætti menn en ekki flokka. Yrði frambærilegur ráðherra. Mig langar ekki að kjósa Össur og hann er efsti maður þeirra í mínu kjördæmi. Sem sagt, óvissuferð í kjörklefann á laugardag.

Olga Björt (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 22:58

4 Smámynd: arnar valgeirsson

OLGA.... trúi því ekki að þetta verði nein óvissuferð... vertu nú skynsöm stelpa og kjóstu eins og Arnar.

arnar valgeirsson, 10.5.2007 kl. 23:54

5 identicon

Má maður ekki velja bæði?!?!?!  Annars þá tapaði ég veðmáli og verð víst í pilsinu á Nasa, Players og Deco Austurstræti á laugardaginn... Koddu og mátaðu Ingmazzta...

 kv

 E.Á.

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 02:01

6 identicon

Bara að þú sért ekki með leiðindi ef hún Kolbrún Harðardóttir bankar uppá!!!

Kolla (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 09:35

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, síst vil´eg vera með leiðingi við tvíbbana hans Harðar á bókasafninu.

Einar, hvað er með pilsið? Hvusslax veðmáli tapaðirðu? Gleymdirðu að busta tennur eftir fensl gærkvöldsins?

Orgel, ekki kjósa eins og Arnar - keyra hægra  megin á götunni.

Ingvar Valgeirsson, 11.5.2007 kl. 10:17

8 identicon

En ef það eru tvær akreinar eða fleiri á götunni? Á ég samt að halda mig hægra megin...og hleypa öllu fram úr?

Olga Orgel (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 12:44

9 identicon

Ingvar,,, maður burstar aaaaldrei eftir FENSL...það er á hreinu... Hinsvegar trúði ég því í barnslegri einlægni að Eiki kæmist áfram... það var ekki meira kúl veðmál...

syslumadurinn (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 14:04

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Orgel - ég meinti að það á að vera hægra megin við miðju. Hversu langt til hægri maður fer er aukaatriði núna.

Einsi - ég veit ekki með þetta... aldrei fenslað né verið fenslaður - og aldrei burstað tennurnar heldur.

Ingvar Valgeirsson, 11.5.2007 kl. 15:12

11 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

afhverju er ég ekki með á hreinu hvað fensl er....

Guðríður Pétursdóttir, 11.5.2007 kl. 22:42

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þakkaðu fyrir að þú veist það ekki - en nú skal ég upplýsa þig, kæra Guðríður.

Fensl er heiti á þeirri athöfn þegar einn maður sleikir annars manns brund af rassi þess þriðja. Svo er það nú. Þetta orð lærði ég hjá honum Einari Ágústi - segir meira um hann en mig... :)

Ingvar Valgeirsson, 12.5.2007 kl. 16:28

13 identicon

Hvorugt óþolandi og bæði lífsnauðsinlegt.

Ég ætla að kjósa Vinstri græna og Svíþjóð og þar hefurðu það Ingvar minn!

kv,Brynþolandi

Brynhildur Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 19:27

14 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Af hverju mundi einhver maður búa til sér orð fyrir þetta athæfi, er þetta sem sagt algengt?

"ahh ææ, það fór aðeins á rassin á honum"
"Ekkert mál, ég skal bara fensla hann"

Guðríður Pétursdóttir, 13.5.2007 kl. 22:14

15 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég veit ekkert um orðið eða tilurð þess, né hef ég séð athöfnina - hvorki með berum augum né á sjónvarpsskjá. Sýslumaðurinn kenndi mér hvað þetta þýddi fyrir nokkrum árum síðan, hélt hann væri að bulla þangað til rammöfugur og pervertískur félagi minn staðfesti tilvist orðsins. Ekki alveg mæ köpp off tí.

Ingvar Valgeirsson, 14.5.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband