14.5.2007 | 11:42
Ræstiduft og klór
Nú, jæja... best að rita nokkur orð. Við félagarnir i Swiss lékum og sungum fyrir gesti hins rómaða veitingastaðar Dubliner um helgina. Stuð og fjör. Strax í sirka öðru lagi á föstudagskvödið var morgunljóst að ekki var allt með felldu - ég var álíka hás og Bonnie Tyler og Rod Stewart til samans. Hámaði í mig hálstöflur og jagermeister og tókst að klára kvöldið skammlaust að mestu. Lenti reyndar í bráðskemmtilegu atriði, þar sem kona nokkur jós yfir mig skömmum vegna einhvers sem ég á víst að hafa ritað á netið um ákveðin stjórnmálamann. Konan var vægast sagt óhress með skrifin og kallaði mig og mína öllum illum nöfnum. Ég reyndi, of kurteisislega miðað við aðstæður, að biðja hana náðarsamlegast að svara ummælunum bara á sama vettvangi, þ.e.a.s. á netinu, en konan kvaðst ekki hafa aðgang að internetinu! Kom reyndar í ljós að hún hafði aldrei lesið ummælin, sem hún sakaði mig um að hafa ritað, en hafði einhversstaðar heyrt af þeim. Ég gerði í buxurnar af hlátri og bað hana vel að lifa - enda man ég ekki eftir að hafa ritað það sem ég var þarna sakaður um.
Laugardagurinn var reiðinnar býsn skemmtilegur. Eftir að hafa farið út og kosið Flokk mannsins man ég ekkert hvað ég gerði.
Laugardagskvöldið var hresst, þar sem við félagarnir endurtókum leikinn á Döbb, bara með talsvert meira hæsi og viðurstyggilega miklu magn af hálstöflum og enn meira magni af jager. Arnljótur kommúnisti, bróðurómynd mín, mætti á svæðið, ferskur af einhverri kosningavöku Félags elliærra kommúnista. Við skáluðum fyrir nýrri ríkisstjórn Borgaraflokks, Alþýðubandalags og Nýs afls og tjúttuðum fram á morgun ásamt svo miklu af góðu fólki að það hefði dugað til að koma manni á þing..
Nú er eg svo raddlaus og með hálsbólgu par exellans að það hálfa væri banvænt. Kem bókstaflega ekki upp einu orði og bara þa eitt að anda er sárt. Ætla því að sleppa því eftir megni og aflýsa frekara spileríi í vikunni. Ég er svo raddlaus að ég efast um að ég gæti rótað! Kvarta samt ekki, reyni bara að líta á björtu hliðarnar. Ég er allavega í betra formi en framsóknarmaður á kosningavöku.
Athugasemdir
F&D&B
Álver í öllum fjörðum sem enginn vinnur í því ínnfluttningi á vinnuafli verður hætt
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 12:55
í fyrsta lagi hefur konan örugglega haft rétt fyrir sér og þú hefur skrifað það sem þú sakaður ert um. ekki spurning. í öðru lagi fengum við fjóra nýja þingmenn sem er kúl en ekki nóg en það var stemning í bændahöllinni! hjá VG. í þriðja lagi er mér það óskiljanlegt hvernig þeir bláu fengu þrjá nýja inn en maður getur jú ekki skilið allt, þó gáfaður c. í fjórða lagi þá skaltu bara anda með nefinu. nema þú sért hálsbólgu þar.....en ekki hætta að anda. í fimmta lagi þá fáðu þér te með sítrónu og hunangi. í sjötta lagi bless i bili.
arnar valgeirsson, 14.5.2007 kl. 17:50
Elvar - híhíhíhíhí. Hvað með minnihlutastjórn B og S - stjórn sem enginn, að henni sjálfri meðtalinni, veit hvar stendur.
Þórey - takk.
Arnljótur - ég kannast í raun og veru ekki við það sem konan sakaði mig um að hafa skrifað. Konan var líka sauðölvuð og hafði ekki lesið skrifin sjálf, bara heyrt af þeim.
Margt var líka skrýtið við kosningarnar - sjá fréttir af Ellert B. Schram.
Annars er ég kátur með líf og einnig með tilveru.
Ingvar Valgeirsson, 14.5.2007 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.