14.5.2007 | 19:36
Hann á ammælídag
Forsetinn á ammæli í dag. Í dag gaf hann einnig Helga Tómassyni balletstjóra stórriddarakross Fálkaorðunnar - hvar er heiðursmerki handa Ladda? Mér finnst hann miklu merkilegri en einhver landflótta danshestur.
Eníhjú - er ekki málið að VG og Sjallar myndi stjórn? Einhver sagði "keep your friends close, but your enemies closer" - svo eru þetta flokkar sem hafa þá sérstöðu að menn vita hvar þeir standa, öfugt við flesta aðra flokka.
Þetta er þriðja röflið mitt í dag, það kemur til af því að ég er fullkomlega raddlaus og verð því að röfla á einhvern hátt. Týpískt að einmitt í dag er hringt vegna skoðanakönnunar - sem ég hélt að við værum laus við í einhverja stund - banki hringdi að bjóða mér kreditkort og einhver vildi selja mér bækur. Sökum raddleysis skildi mig enginn þegar ég sagði þeim að snæða hægðir. Skil ekki hvað maður er að svara símanum þegar maður hljómar eins og litli bróðir Skráms eftir barkakýlistöku.
Hér er uppskrift;
Tvær kjúklingabringur
Einn pakki af beikoni
Dolla af Uncle Ben´s súrsætri sósu
Einn rauðlaukur
Einn blaðlaukur
Nokkur nanbrauð
Hrísgrjón eftir smag og behag
Skerið kjúklingabringurnar í bita meðan þið steikið beikonið í klessu. Takið svo beikonið og klippið í ca. tommulanga strimla meðan þið steikið kjúllann á pönnu. Gott ef þið náið ekki að saxa laukinn á meðan og henda saman við - ásamt beikonstimlunum. Glutrið svo súrsætu út á og látið malla við lítinn hita á pönnunni meðan þið sjóðið hrísgrjónin og hitið nanbrauðin í ofni, svona til að bera fram með draslinu. Þetta er alveg drullufínt og best að drekka með þessu ískalt kók - kók zero ef um femínista er að ræða.
Ef ofninn kallar með rödd Eyþórs Arnalds ofsahátt "ég brenni nan í mér" er nanbrauðið rúmlega tilbúið.
Athugasemdir
en ef hann hvíslar það bara
Guðríður Pétursdóttir, 15.5.2007 kl. 16:22
Eldlagið með Todmó, Guðríður mín. Hlusta.
Ingvar Valgeirsson, 15.5.2007 kl. 17:37
Guðríður Pétursdóttir, 15.5.2007 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.