Fobboltavitleysingar og aðrir vitleysingar

Fóbbolt - mesta bévítans rugl í gervallri veröldinni og þó víðar væri leitað. Þegar íslenska liðinu gengur illa heyrir maður gjarnan þá afsökun að við séum að keppa við milljónaþjóðir, sem hafi úr miklu fleiri leikmönnum að moða en við og blablabla. Svo eru milljónir á milljónir ofan teknar af sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar til að lækka frekjuvælið í fóbboltahyskinu, sem er án efa einhver frekasti minnihlutahópur landsins. En nú á laugardaginn var landslið vort að keppa við frændur vora Liechtensteina, en það er þjóð sem telur innan við þrjátíu og fjögur þúsund manns. Þar af er víst meðalaldur landsmanna eitthvað hærri en hérlendis. Þar af mætti segja sér það að landslið okkar Íslendinga ætti að geta tekið þessa sparkara frá þessu pínulitla smáríki í;

a) bakaríið
b) karphúsið
c) nefið
eða þá d) ósmurðan endaþarminn.

En ónei, ekki gátu þeir það, blessaðir mennirnir, heldur endaði leikurinn með jafntefli. Sem mér finnst sýna það og sanna að nú er fullreynt með þessa vitleysu, hættum að moka fé í þetta áhugamál annara og veitum fénu frekar í eitthvað gáfulegt, eins og til dæmis í eflingu löggæslu, heilsugæslu, menntakerfis eða bara eitthvað sem krefst þess ekki að menn hlaupi hálfberir út um víðan völl, eltandi einhverja leðurtuðru sem er full af lofti.

Hvað um það, ég og félagar mínir í Swiss vorum að leika í brúðkaupi á Þingvöllum í gær ásamt Inga Val. Það var ákaflega forvitnilegt og býsna skemmtileg ferð, sem hófst á því að við fundum ekki bassaleikarann og endaði á því að ég fann ekki skráargatið á hurðinni minni. Notaði ég þar forláta Peavey Joe Satriani-magnara, sem er fullkomlega frábær í alla staði. Ef ég finn einhversstaðar tvöhundruðþúsundkall, sem ég er hættur að nota, ætla ég að kaupa mér hann. Allverulega frábrugðinn Voxunum mínum samt.

Að lokum verð ég að deila með ykkur brandara sem ég heyrði nýverið. Hann er svona;

Farandsölumaður einn var að ganga úr húsi að selja drasl. Það gekk ágætlega svosem. Hann gekk að stóru og fallegu húsi við Framnesveginn og bankaði á dyrnar. Ding dong. Til dyra kom srtákpjakkur, á að giska átta vetra gamall Hann var íklæddur korseletti og netsokkabuxum, með leðurgimpgrímu á smettinu og í háæluðum skóm með göddum. Í annari hendinni hélt hann á blautri leðursvipu og í hinni var koníaksglas. Í munninum hafði hann veglegan vindil. Klámblöð lágu á víð og dreif um gólfið og sölumaðurinn heyrði að í víddjótækinu var klámmynd í fullum gangi og á fúllblasti í heimabíókerfinu, svo glumdi um húsið og nánasta nágrenni.
Sölumanninum varð um og ó, en náði loks að hósta upp úr sér erindinu.
Sölumaður; "Góðan daginn, ungi vinur. Ég heiti Ruppur Roðfletti og ég er að selja áskrift að bókaklúbbnum Bók mánaðiarins. Eru pabbi þinn eða mamma heima?"
Strákpjakkur "Sýnist þér það?"

Setning dagsins er höfð eftir Inga Val. Hún er á þessa leið: "Nú reykjum við, lagsmaður". Eða "nú reykjum við lax, maður". Ég veit ekki hvort hann var að meina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

e) Bóndabeygju

Guðríður Pétursdóttir, 4.6.2007 kl. 22:17

2 Smámynd: arnar valgeirsson

f) ósmurða bóndabeygju. Annars er lífið fótbolti, Ingveldur litla en þú ætlar greinilega ekkert að fatta það. En þegar við rétt náum jafntefli við landslið sem er frá landi sem er einn fimmtugasti af Vatnajökli að stærð, þá þurfum við kannski að senda íslendingana í nokkrar ósmurðar bóndabeygjur. Svo man ég ekki betur en þú hafir hreykt þér af því að hafa hlaupið eins og mutterfurker í knattspyrnuleik hér um árið.

arnar valgeirsson, 4.6.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Snorri Sturluson

Þetta finnst mér fyndið...

"...og bankaði á dyrnar.  Ding dong."

Snorri Sturluson, 5.6.2007 kl. 00:31

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þetta virkar eiginlega betur þegar maður segir brandarann, sko - þá er það öfugt, maður segir "svo hringdi hann dyrabjöllunni" og bankar nokkrum sinnum í borðið. Það svínvirkar alveg.

Arnljótur, ég spilaði fóbbolt síðast fyrir 11 vetrum síðan.

Ingvar Valgeirsson, 5.6.2007 kl. 10:37

5 identicon

Fótbolti er fyrst og fremst fyrir kellingar og homma, drep leiðinlegt djöfulsins drasl og eina lógíska ástæðan fyrir því að menn spila fótbolta er sú að þegar leiknum er lokið fara allir saman í STURTU, að hommast.Fullmikið á sig lagt til þess að hommast.

Eysteinn Eysteinssone (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 11:40

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég get alveg unnt þér að hafa þetta álit á fótbolta þó ég hafi sjálfur iðkað hann stíft og verið í stjórn knattspyrnufélags í 8 ár.

Brandararnir eru góðir. Ég heyrði einn í stíl við laxinn: Barnapíur, barnapíur! Tek að mér að barna píur! 

Haukur Nikulásson, 5.6.2007 kl. 23:35

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sá reyndar aldrei myndina um strákana okkar. Mér skilst hún hefði samt frekar átt að heita "Stöngin inn". Hef heldur ekki beint þá skoðun að hann sé fyrir kerlingar. Þær geta ekkert í honum náttúrulega.

En hvað á maður að halda þegar menn hlaupa saman í hóp, berlæraðir og sveittir, og fara svo saman í sturtu? Ekki það að ég sé neitt í sjálfu sér á móti fóbbolt, mér finnst bara algerlega fáránlegt að þetta fyrirbæri sé á styrk frá bæði ríki og sveitarfélögum, að ótöldum Landsbankanum.

Ingvar Valgeirsson, 6.6.2007 kl. 08:52

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þakka þér fyrir, Hallur. Gott að sjá þetta.

Ingvar Valgeirsson, 6.6.2007 kl. 11:44

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég myndi nú ekki segja að eyðni væri jafnVINSÆL og fóbbolt. Kannski jafnalgeng, en ég held að af tvennu illu velji fólk frekar fóbbolt. Nema ég, ég vel hvorugt.

Ingvar Valgeirsson, 11.6.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband