6.6.2007 | 12:02
Garrison
Var að leika með Inga Val á Döbb í gær. Svakastuð, þótt ekki væri staðurinn troðinn. Portið fyrir utan var svolítið troðið, en þar má reykja. Þar er mikið nöldrað yfir reykingabanninu, mikið stuð að fara þangað út bara til að lýsa yfir ánægju sinni með bannið - hlaupa svo aftur inn svo skammaryrðaflaumurinn nái manni ekki.
Eníhjú, hópur af Nýfundnlendingum frá St. John var þarna í miklu stuði. Þau misstu sig gersamlega af gleði þegar þau sáu að við vorum vopnaðir Garrison-gíturum báðir tveir, enda þau eðalhljóðfæru ættuð úr þeirra heimabæ. Gott ef einhver þeirra þekktu ekki hreinlega Herra Garrison sjálfan persónulega, enda tóku þau myndir á við góða grúppu af japönskum ferðamönnum, ekki til að fá myndir af okkur - erum við þó sérdeilis fallegir drengir - heldur gíturunum. Einn þeirra steig meira að segja á stokk og tók nokkur lög og þótti mér hann vera ljómandi fínn söngvari og gítarleikari.
Nú, jæja - af þessu tilefni leit ég ögn á Garrison-síðuna í dag. Tók ég við það heilu og hálfu heljarstökkin af gleði, þegar ég sá að Alex Lifeson, gítarleikari langbestu hljómsveitar í veröldinni, Rush, er þar á mynd. Gott ef gítarinn sem hann faðmar þar er bara ekki svipuð týpa og minn. Einnig má sjá, ef myndin er stækkuð með því að smella á hana, að í bakgrunni er gullfallegur Vox-magnari - ekki ósvipaður mínum.
Eitthvað minnast þeir Garrison-menn lítillega á Signatjúr-seríu - það væri náttúrulega bara asnalegt ef ég ætti ekki svoleiðis.
Byrja að spara núna. En fyrst fer ég út að éta.
Athugasemdir
Við erum báðir gamlir, með bumbu og farið að þynnast í hvirfilinn. Hann kann samt meira en ég af útúrsúrum hljómum, auk þess að vera sterkari. Ég get ekki lamið nokkrar löggur í klessu eins og hann gerði hér um árið.
Ingvar Valgeirsson, 6.6.2007 kl. 18:06
Sæll Ingvar minn.
Eru Rushararnir að gera eitthvað að viti í dag? Ég bara spyr.
Það er orðið skammarlega langt síðan ég skellti mér á plötu frá þeim.
Hvað varðar Garrison gítarana. Hefði ekki verið flottara að kalla gripinn Harrison?. Nei ég bara spyr.
Kær kveðja úr Kvosinni kyrrlátu.
Karl Tómasson, 6.6.2007 kl. 19:21
Rush voru að gefa út plötu, alveg feykiskemmtilega. Þeir verða alltaf meira og meira heví, alltaf að þróast og prófa nýja hluti. Langbesta band í gervallri veröldinni og þó víðar væri leitað.
Ingvar Valgeirsson, 6.6.2007 kl. 20:04
Þú ert kjánaprik.
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 00:38
Áttu svona fínan Garrison þá vantar bara heimsfrægð og alheimsyfirráð og þá er þetta komið hjá þér enskan mín.
Knús og kram til þín og þinna.
Brynhildur (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 11:16
Sælir, sammála hverju orði um ágæti Rush og nýja platan Snakes and arrows alveg hreint prýðileg viðbót í safnið.
Hilsen
Gunni
Gunni frændi Halls og Rush aðdáandi (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.