9.6.2007 | 21:35
Bjartsýni eða svartsýni
Bjartsýni - það er ekkert alveg víst að þetta klikki
Svartsýni - þetta klikkar ekki nema maður reyni
Bjartsýni - það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari
Svartsýni - það sem drepur mann ekki fær mann pottþétt til að óska þess að það hefði gert það
Bjartsýni - glasið er hálffullt
Svartsýni - glasið er hálftómt
Framtakssemi - annan bjór, takk!
Jú, annars vorum við félagarnir í Swiss að leika á Dubliner í gær. Byrjaði illa en smáskánaði þangað til að það varð eiginlega alveg ógeðslega gaman. Hlynur Ben kom og tók lagið og er sjálfgefið að ef hann tekur lagið fyllist dansgólfið, jafnvel þó það sé ekkert fólk á svæðinu. Óli Pétur kíkti líka við og tók bassann og stóð sig ljómandi vel miðað við ástand. Reyndar var allnokkur ölvun á fólki, sem í sumum tilfellum var fínt, en í sumum öðrum tilfellum alveg frámunalega ömurlegt. Sjálfur var ég sorglega edrú. Svo erum við að spila aftur í kvöld og ég er ekket viss um að það verði svo leiðinlegt. Jafnvel kannski bara svolítið gaman.
Þess má einnig geta að Eldri-Sveppur er nú orðinn löggiltur gagnfræðingur, útskrifaður með ágætiseinkunn, enda ljómandi hress fýr og furðu skarpur miðað við foreldrana.
Hvað er annars í sjónvarpinu?
Athugasemdir
Ja ég kíki í kveld því get ég lofað og er ég því hræddur um að þú megir ekki vera edrú er ég kem á svæðið!!!!!!
Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 9.6.2007 kl. 21:37
til hamingju með Sveppinn
Guðríður Pétursdóttir, 10.6.2007 kl. 00:46
Skemmtileg bjartsýnis-, svartsýnis pæling! Til hamingju með unglinginn!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 10.6.2007 kl. 11:37
Til hamingju með sveppinn!
Gleymi því seint þegar hann, enn með bleyju, skallaði meðan við vorum að horfa á Die Hard heima hjá þér.
Ræst ótrúlega úr honum - hver segir að áfengisdrykkja og barneignir eigi ekki saman?
Ætla að fá mér meiri "Hansa" í tilefni dagsins.
Hans
Hans (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 16:09
"Gleymi því seint þegar hann, enn með bleyju, skallaði meðan við vorum að horfa á Die Hard heima hjá þér"
Þetta átti auðvitað að vera "skallaði mig" - reyndar í hnéið - missti "því miður" af leikfimi þann veturinn í menntaskóla - þannig að ég er ekkert að kvarta.
Hans
Hans (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 16:13
Verður Tom Sawier á prógraminu í kvöld?
Kær kveðja frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 10.6.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.