Græjufíkn á lokastigi og önnur skemmtilegheit

Þó svo ég myndi vinna fjórfaldan pott í Lottóinu - sem væri mun líklegra til að gerast ef ég spilaði með - myndi ég samt ekki hafa efni á öllum þeim græjum sem ég ágirnist þessa dagana. Jú, ég veit að það er ljótt og ókristilegt að girnast eitthvað, en svona er þetta samt - vinnutengd áhætta.

Mig langar í fleiri Garrison-gítara, einn eða tvo Taylor, nokkra Peavey-magnara, Fohhn-hljóðkerfið sem er í búðinni, nýja Fender Stratocasterinn með Roland digitalpickuppnum, Hughes & Kettner-magnarastæðu og dobíu af T.C.- effektum. Svona til að byrja með.

Fyrst ég minntist á Taylor - fannst ykkur Einar Ágúst ekki fallegur framan á Blaðinu um daginn, með Taylor 414-gítarinn? Veit hreinlega ekki hvor var sætari, Norðfirðingurinn eða hljóðfærið.

Fékk lánaðan spánýjan Vox AC-50 og brúkaði um helgina. Ætla aldrei að skila honum. Það er jú algert möst að eiga einn gamlan AC-50, einn nýjan AC-50 og svo einn nýlegan AC-30, ekki satt? Ætla að láta þar við sitja, allavega í bili. Í magnaradeildinni, það er að segja.

En, eníhjú - júmm, við félagarnir vorum að spila á laugardagskvöldið aftur á Döbblíner. Var sko heldur betur stuð og gestkvæmt. Hlynur Ben kom aftur við og gerði megastuð, auk þess sem Trúbbi litli Tryggvador tók lagið af miklum móð og kom skemmtilega á óvart þegar hann tók Míka-lagið alveg nokkurnvegin skammlaust. Það er meira en ég get. Eftir spilerí duttum við yfir á Amsterdam og ég gestaði með hljómsveitarblöndunni þar, sem samanstóð af Bergi í Buff, Inga Val og Rúnari úr Sixties og Jómba úr Brain Police. Ég og Pétur úr Buffi vorum svo gestandi á sviðinu mestallan afgang kvöldsins. Hafði ég gaman af og vonandi einhverjir gestir staðarins líka. Litlu munaði samt að ég drukknaði í græjusúpunni hans Inga Vals þegar ég steig á stokk, en þær fylla heilan flutningagám og eru að andvirði u.þ.b. tveggja prósentna eignarhluts í Glitni.

Nenni ekki að skrifa meira. Lag dagsins er Tilli í kassa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, en græjufíkninni fylgir líka eilítill áhugi á græjunum, þannig að maður er kannski færari en aðrir um að upplýsa væntanlega kaupendur um hvað gæti hentað þeim best til ýmissa verka. Annars er ég að spila á börum líka, hvar aðgegni að áfengi er auðvelt - hætturnar leynast víða.

Ingvar Valgeirsson, 12.6.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband