Jörðin lífs

Sá auglýsingu vegna Live Earth tónleikanna, sem verða víst á næstunni. Svolítið fyndið að þeir auglýsa eitthvað eins og "Einn sólarhringur, sjö heimsálfur, blablabla..." Jú, þetta er víst í heilan sólarhring, en ég stórefast um að tónleikarnir séu haldnir í sö heimsálfum - tónleikaaðstaða ku vera slæm á Suðurskautslandinu. Lítið um kerfi og backline til leigu líka.

Þetta er jú til að vekja athygli á umhverfisvernd. Gaman að því. Ég sá einmitt David Attenborough, þann annars frábæra sjónvarpsmann, tala um hlýnun jarðar í sjónvarpinu nýlega. Hann sagði þar að auknum koltvísýringi fylgdi aukin hlýnun. Svo sá ég annan þátt hvar fjölmargir vísindamenn sýndu niðurstöður rannsókna, hvar kom fram að þessu væri þveröfugt farið - aukinni hlýnun fylgdi aukinn koltvísýringur. Þessu til staðfestingar sýndu þeir jarðsýni og þessháttar aldir aftur í tímann.

Svo man ég vel eftir þætti í sjónvarpinu fyrir um tveimur áratugum, hvar Attenborough sagði að aukinn koltvísýringur væri að kæla gervallan heiminn, svo von væri á nýrri ísöld - nú er allt að hitna og jöklar eiga að bráðna og yfirborð sjávar að hækka um tugi metra, þó svo vísindamenn segi að jöklar heimsins innihaldi ekki nándar nærri svo mikið vatn. En hvað veit ég, ég spila bara á gítar...

Nú, svo sér maður einhvern landverndartalsmann tala í hálfneikvæðum tón um kolefnisjöfnunaræðið og þá finnst manni nú fokið í flest skjól. Ég get ekki séð neitt neikvætt við að gróðursetja grilljón tré, sem hreinsa loftið og framleiða súrefni, en ég er jú bara gítarleikari. Var samt að hugsa um að fá mér endurvinnslutunnu og endurvinna dagblöð og svoleiðis - en þá þarf ég sérstaka tunnu, sem sér dísilreykspúandi vörubíll kemur og hirðir innihaldið úr, fer með pappírinn í endurvinnsluna, sem setur hann um borð í annan spúandi trukk, sem keyrir draslið niður á höfn. Þar er pappírinn settur um borð í dísilknúið skip, sem flytur draslið til útlanda. Þar eru dagblöðin leyst upp í klór og svoleiðis kemískum efnum og smíðaður úr þeim klósettpappír. Er þetta allt umhverfisvænt, eða er þetta bara bissniss til að selja fólki betri samvisku?

Lag dagsins átti að vera lagið "Landið fýkur burt" með Ríó tríó. Það fannst ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja það góða er það að ég er amk að breyta heiminum með því að byggja hitaveitu í Kína!!! Húrra fyrir því!! Nú býð ég bara eftir að Nobel hringi í mig!

 Sástu æsifréttina á mbl.is um leigubíla sem eru búnir að setja upp öryggisbúnað. Heilir þrír bílar!! Voðalega hlýtur Rvik að vera orðin hættuleg. Reynar er stórhættulegt að taka leigubíl í Rvik - kostar hálf verkamannslaun!!!

H.K

Hans (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 16:14

2 identicon

Djöfull er ég góður! Sat í mestu makindum og var að opna "hans" bjór.

Hvað gerðist - tappinn skaust beint ofan í ruslafötuna! Nú þarf þernan ekki að taka tappann upp! þetta er sko kommúnismi!

 H.K

Hans (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 16:19

3 Smámynd: Sigurjón

Þetta er keyrt og skrúfað upp til að fólk fái samvizkubit og fréttirnar selja auglýsingar.

Sigurjón, 4.7.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband