4.7.2007 | 10:26
Konur í auglýsingum
er yfurskrift greinar sem Steingrímur J. skrifar í Fréttablaðið í dag. Þar kvartar hann yfir hlutskipti kvenna í auglýsingum, eða það held ég allavega. Hann byrjar á orðunum "Nú á tímum hnattvæðingar stýra margar og mótsagnakenndar tilhneygingar framvindu mála" - eða með öðrum orðum, hann kemur sér greinilega beint að efninu.
Hann kvabbar og vælir yfir því að launamunur sé eins og hann er - væri gaman ef hann gæti sagt mér hver launamunurinn raunverulega er, þegar vinnutími og menntun er tekin inn í reikningsdæmið, sem einmitt oft gleymist - og kvartar svo yfir því að konur séu notaðar "sem hlutir til að fanga athygli þeirra sem ætlunin sé að selja bifreiðar eða veiðiútbúnað". Þar er hann væntanlega að tala um svokallaðar fyrirsætur, sem einmitt hafa talsvert hærri laun kvenkyns en karlkyns.
Gott hjá honum að kvabba yfir launamun kynjanna og ráðast svo á fyrirsætubransann og reyna að breikka launabilið enn meir með því að hvetja fólk til að ráða ekki fyrirsætur í vinnu.
Lag dagsins er gamalt lag, sem hefur einhvernvegin endað sem ek. kvenréttindalag. Samið af karlmanni og sungið af konu sem lifir á frægð pabba síns. Gersovel.
Athugasemdir
Haha, skrambi ertu hress í dag gítarsnillingur, að láta Skalla-Grím fara í þínar fínu! Seisei, ásamt Pornópíkunum eru fyrirsæturnar líkast til þær einu sem hafa betri kjör en karlarnir í sömu stétt, horfa á heildina Ingvar minn, heildina haha!
Og mátt nú ekki alveg afgreiða Sinatrastelpuna eins og hún bara lifi á pabba gamla frægð, það er nú ekki alveg sanngjarnt!Jafna þessa jöfnu félagi!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.7.2007 kl. 16:08
Fyrst þú segir pornópíkur og fyrirsætur vera þær einu sem hafi hærri laun en karlar - gætirðu þá gefið mér dæmi um fyrirtæki sem borgar körlum hærri laun en konum fyrir sömu vinnu?
Hélt ekki...
En Nancy átti jú spretti hér í denn, til dæmis var hennar útgáfa af Bang Bang frábær, sem og You only livev twice úr samnefndri mynd. En til sönnunar þess að hún lifði á frægð pabba síns má benda á að hún ritaði bók sem hét Frank Sinatra - my father og þáði helling af peningum fyrir. Bókin var víst skrifuð í óþökk karlsins.
Ingvar Valgeirsson, 4.7.2007 kl. 16:22
Blessaður aftur, bratti kjaftur!
Ég sagði nú að líkast til væru þessar tvær "Skrokksölustéttir" með þeim undantekningum að kvinnurnar hefðu það betra, en í fleiri skildum er það áreiðnalega líka svo, t.d. í fatafellubransanum!? (reyndar lítið um kallana þar, meira svona kvinnujobb strippið!)
En elsku drengurinn minn, gæti nefnt þér fleiri en eitt og fleiri en tvö fyrirtæki þar sem svona launamismunur tíðkaðist og það fyrir sömu vinnu að sögn!En geri það ekki hérna, skiptir engu hvort ég geri það eða ekki, þú getur véfengt það hvortveggja!
Já, Nancy greyið ekki alveg upp á pabba gamla komin og Bang bang fínt lag. En er sjálfur einna hrifnastur af henni með kántríraularanum Lee Haslewood í hinu ódauðlega Summer Wine!
SVo veistu það nú Ingvar minn, að það er setið um hvern einasta krakka sem eiga foreldra með snefil af frægð og reynt að gera úr þeim peninga!
En með Geir Ólafs og hana Nancy, hahahahahaahah tær snilld!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.7.2007 kl. 20:58
Jahérna. Ég er pínu hissa á þér Ingvar minn að sjá bara það neikvæða við þessa umræðu Steingríms Joð. Mér finnst mikið til í því sem hann sagði þrátt fyrir að ég ætla ekki út í neitt sannfæringarstríð við þig, því þar ert þú harðari á vellinum en ég.
Ég held að þú þurfir ekki að líta lengra en til starfstéttar eiginkonu þinnar til að sjá feitan launamun og það þekki ég vel því mamma er kennari líka. Mamma er 65 ára en vinnur oftast 50 tíma á viku (fyrir utan heimavinnu og símtöl) og kl. 18 eru allir karlkyns starfsmenn löngu farnir heim eða í golf.
Í bransanum sem ég vinn í (ennþá) ríkir enn órétti við ráðningu í stöðu yfirmanna og ég vil ekki nefna nein nöfn á fyrirtækjum. Ef flett er upp á heimasíðum þessara fyrirtækja þá sést þetta glöggt. Þetta er ekki alltaf spurning um laun fyrir sömu störf, heldur möguleika á að vinna sig upp. Þær konur sem hafa náð árangri og unnið sig upp (margar hverjar barnlausar til þess að láta framan ganga fyrir) eru mun samviskusamari og með miklu meiru viðveru en karlmenn í sömu eða svipaðri stöðu. Það finnst mér súr hlið á fyrirtækjum sem státa sig af því að greiða kynjunum sömu laun fyrir "sömu" vinnu.
Því miður.
Olga Björt (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:31
Varðandi grunnskólakennara og laun þeirra vil ég segja eilítið. Þeir vinna langflestir hjá sama vinnuveitandanum og á sama, hræðilega lága taxtanum. Sama hvort þeir nenna að vinna vinnuna sína eða ekki, sama hvort þeir leggja eitthvað aukalega af mörkum eða ekki og sama hvort þeir eru voða snjallir eða hafa greindarvísitölu, sem er svipuð og meðalaldurinn í bekknum sem þeir kenna. Það virðist því miður enginn hvati í launakerfinu til þess að vinna vinnuna sína betur. Sem betur fer eru flestir kennarar, að ég held, sem hafa persónulegan metnað til að gera sitt vel. Á því eru náttúrulega undantekningar, því miður.
Hinsvegar veit ég um svolítið af kennurum sem fara fyrr en aðrir úr vinnunni, en það er ekki endilega til að fara í golf eða heim að slappa af, heldur meira til að fara í hina vinnuna - því ekki lifa menn af kennaralaunum. Þar þarf að bæta um (heldur) betur.
Ingvar Valgeirsson, 5.7.2007 kl. 13:42
Það sem mér finnst niðurlægjandi fyrir konur, er að einhver trúi ekki að fullorðin kona geti ekki ákveðið fyrir sjálfa sig hvort hún vilji sitja fyrir í blaði, koma fram í bikinum eða sýna kynþokka sinn án þess að skaða sjálfan sig.
Eða að kona geti ekki unnið sig upp á toppin bjargarlaust ef hún velur.
Að val og gildismat kvenna á störfum skuli vera gagnrínt og ekki virt.
Kannski mögulega, hafa konur ekki eins mikin áhuga á að vera bankastjórar, forstjórar eða eitthvað álíka.
Að mínu mati er er kennarastaða mikið meir virðingameiri en bankastjórastaða nokkurntíman. Uppeldi og framtíð barnannna í landinu er mér meira virði en penningar.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 5.7.2007 kl. 15:37
Halelúja, Nanna. Eins og talað úr míns eigins munni.
Það er hinsvegar leiðinlegt að margir góðir kennarar hafa hætt og snúið sér að öðru launanna vegna - ekki vegna þess endilega að viðkomandi sé auradýrkandi Mammonsþræll, heldur hreinlega af því að þeim hefur gengið brösuglega að lifa af þeim skammarlaunum sem kennarar fá.
Ingvar Valgeirsson, 5.7.2007 kl. 16:59
M'a þó benda á að sumir eiga feita bankainnistæðu. Ef þeir eru barnlausir (eða með verulega brenglaða forgangsröðun í lífinu) er bankainnistæðan kannski það verðmætasta sem þeir eiga.
Hvernig er það, eru ekki leikskólakennarar orðnir jafnháir í launum og grunnskólakennarar?
Ingvar Valgeirsson, 5.7.2007 kl. 18:08
Laun kennara hafa reyndar hækka verulega núna á síðustu árum, þau eru ekki eins mikið út úr kú og þau voru.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 5.7.2007 kl. 20:20
Innihaldið í peningatanknum er það dýrmætasta sem ég á.
Sigurjón, 5.7.2007 kl. 21:53
hehe munnhörpur er nú kannski ekki svo erfitt að replace-a nema nátturulega að þær hafi eitthvað sérstakt verðmætagildi, sem byggir á minningum og reynslu.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.7.2007 kl. 09:03
Munnhörpur endast frekar illa, eftir ákveðið mikla notkun eru þær bara hreinlega ónýtar. Því er vafasamt að telja þær til verðmæta. Ef þær skemmast, er það lítið mál, því þær fást í Tónabúðinni!
:)
Minningar og reynsla eru ofmetin fyrirbæri...
Ingvar Valgeirsson, 6.7.2007 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.