Hvað skal segja...

þetta gerðist í götunni minni, nákvæmlega þar sem Litli-Sveppur leikur (eða öllu heldur LÉK) sér ásamt hinum krökkunum, svo að segja bak við næsta hús við hliðina.

Greinilegt að við foreldrarnir þurfum að skiptast á að fara út að leika með krökkunum svo ekkert þeirra sé úr augsýn svo mikið sem sekúndubrot.

Þegar ég var lítill (minni, ég er ekkert svo stór núna) strákur á Brekkunni á Akureyri fór maður upp í Hlíðarfjall, labbaði upp á ruslahauga, út á Krossanes, út um allan bæ, út á flugvöll að horfa á flugvélarnar, lengst út í Glerárþorp að leika sér í nýbyggingunum og allt svoleiðis, fullkomlega áhyggjulaus, aleinn og sér eða í smærri hópum. Það versta sem kom fyrir var að maður kom eilítið blóðugur heim. Við héldum í raun og veru að það versta sem gæti gerst væri að maður myndi stíga á nagla.

Mér finnst ákaflega sorglegt að börn upplifi ekki svoleiðis frelsi lengur.


mbl.is Í gæsluvarðhald fyrir að áreita stúlkubörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Það fer nú eftir því hvar maður býr,

eldri drengurinn minn upplifir mikið frelsi á Stokkseyrinni hjá ömmu sinni þótt hann sé reyndar ekki mikið fyrir að fara einn og sér og hefur aldrei verið, hann treystir helst stærri frænda sínum sem er tólf ára, en þarna sér maður krakka á öllum aldri bara eina og eða fleiri útum allt og leika sér úti þangað til þau geta ekki meir..

Það eina sem maður þarf að vara sig á þar eru hundar í lausagangi, en það er víst efni í eitt heilt pirr blogg hjá mér

Maður fer að hugsa hvort maður eigi að hætta að hugsa um sjálfan sig og flytja upp í sveit þar sem krökkunum líður alltaf best og eru nokkurn vegin örugg.. Maður hlýtur að geta lifað það af...

Guðríður Pétursdóttir, 6.7.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Telma Hrönn Númadóttir

Já þetta er sorglegt.

Vonandi hefur þetta ekki mikil áhrif á útivistartíma litla frænda. Það þarf væntanlega að viðra hann eins og önnur börn.

Telma Hrönn Númadóttir, 6.7.2007 kl. 13:14

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég skal bara fara út með hann í viðringu sjálfur, hef reyndar upp á síðkastið verið með honum úti eins mikið og ég get, svona til að fylgjast með honum og hinum krökkunum.

Sumum þótti það vera merki um paranoju. Hún hefur ekki minnkað.

Ingvar Valgeirsson, 6.7.2007 kl. 13:26

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Svona hlutir gerðust nú alveg líka þegar þú varst lítill, það var bara ekki opinber umræða um það.  Ég hugsa að allir krakkar muni eftir einum eða fleirrum tippakörlum eða perrum úr sinni æsku.  Þetta hefur alltaf verið.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.7.2007 kl. 13:29

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já félagi Ingvar, við getum verið þakklátir forsjóninni að hafa hent okkur niður í flottawsta, fínasta og ffallegasta bæ í heimi! En gleymum samt ekki því, að kynferðisofbeldi er, hefur og verður alltaf til! Veit til þess til dæmis á Kleppi, að þar hefur sífelt hærra hlutfall sjúklinga sem lagst hafa inn, átt sér dapra fortíð kynferðislegrar misnotkunar, sifjaspells auk annars ofbeldis. Meiri opnum fjölmiðlabyltingin, hefur bara gert það að verkum að þessi skuggaveröld hefur meir og meir orðið ljós, komið upp á yfirborðið, t.d. með bók thelmu Ásdísardóttur!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.7.2007 kl. 13:31

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Og þetta gerist alls staðar.  Hefur ekkert að gera með hverfi, stéttir, aldur, stöðu eða tíma...

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.7.2007 kl. 13:42

7 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Það versta er að þetta er gamla hverfið mitt og ég man nú það að maður þurfti ekki að hafa áhyggjur af einhverjum gömlum köllum að reyna að tæla börn. Nú er tíðin önnur og fer ég nú að hafa áhyggjur af litlu frænku sem að er 6 ára og röltir hingað í heimsókn þegar að henni dettur í hug. Taka svona menn og stinga þeim inn sem allra allra lengst...

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 6.7.2007 kl. 13:49

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Afhverju helduru að þetta hafi ekki við þegar þú varst barn?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.7.2007 kl. 13:53

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Svona lagað hefur eflaust verið til og viðgengist lengi, því er nú miður. En ég held - held bara, hef lítið fyrir mér í þeim efnum - að það hafi verið í ívið minna mæli en í dag. Gæti vel trúað að t.d. blessað Netið hafi eitthvað með það að gera. Skilst nefnilega að svona perversjón geti alveg áunnist.

Ingvar Valgeirsson, 6.7.2007 kl. 14:20

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, Ingvar minn, nú gæti ég sett á mjög langan fyrirlestur, bý nefnilega svo vel að eiga fjölfróðan lækni sem bróður og einn helsta sérfræðing landsins í sálarfræðum, einmitt á sviði kynferðisafbrota auk þess að hafa stúderað sálfræði sjálfur þótt ekki ´sé ég sálfræðingur!En ætla nú ekki að segja margt núna, fyrir stuttu var umræða inn á blogginu hans Jens Guð, þar tjáði ég mig aðeins vegna slíkra umræða, þó úr annari átt væri. Það eru vissulega kenningar og rannsóknir til um afbrot af þessu tagi er tengjast klámi og óeðlilegum áhuga á því og grófu ofbeldi. En að afgreiða svo alvarlega brenglun sem barnagirnd eða vægari hlið á sama peningi, gæjuhneigð, er nú afskapleg einföldun og villandi, mátt ekki trúa slíku Ingvar minn! Væri annars fróðlegt að vita hvar þú heyrðir þetta eða hvar þú last þetta.SVo mæli ég með því, að þið foreldrarnir talið einfaldlega við snáðan og segið honum mjög skilmerkilega að hann og önnur börn eigi og megi ekki hlýða einhverjum sem þau þekki ekki og eigi alls ekki að þiggja neitt af þeim! Best væri að þið hefðuð samband við aðra foreldra líka, leikfélaga drengsins svo góð samstaða gæti myndast um þetta. Gallin við þetta hjá okkur er að líkt og í nauðgunarmálinu sem allt er vitlaust út af núna frá í gær, vantar alla heildarstefnu og samhæfingu, æ þetta orðið langt, ennni varla að segja meir, en þess vegna er sagan alltaf að endurtaka sig, mál koma og fara, við almúgin rísum upp á afturfæturnar er slíkt gerist, ílla unnið úr o.s.frv. en svo hjaðnar æsingin og sagan bara endurtekur sig!

En Ingvar, ekkert nema hrós til þín samt fyrir að sína þínum dreng þessa umhyggju, átt bara auðvitað að gera það alltaf, ekki bara þegar hugsanleg vá vofir yfir!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.7.2007 kl. 14:57

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Afsakaðu, smávilla, bróðir minn er ekki líka sálfræðise´rfræðngurinn, hann er náfrændi minn! En sama nafninu heita þeir, enda systkinasynir og skírðir eftir sameiginlegum afa!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.7.2007 kl. 15:02

12 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

HA?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.7.2007 kl. 15:11

13 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

þeir eru skírðir eftir sama afa..skiluru

Guðríður Pétursdóttir, 6.7.2007 kl. 15:13

14 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

já áttaði mig á því það var þessi setning; "bróðir minn er ekki líka sálfræðise´rfræðngurinn, hann er náfrændi minn!" sem fékk mig til að segja HA!

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.7.2007 kl. 15:18

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SVonasvona, Nanna, óþarfi að glenna upp skjáinn þó ekki hafi staðið sá, sem er betra málfar. Við erum jú að ræða hávalvarlegt mál!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.7.2007 kl. 16:06

16 identicon

Er nokkuð nýtt undir sólinni? Mannstu ekki eftir þessu sem gerðist í raun á aðalleiksvæðinu okkar þegar þú varst um 5 ára?

http://timarit.is/mbl/mbldisplay.jsp?image=http://myndir.timarit.is/400468/djvu/400468_0203_422449_0039.djvu

http://myndir.timarit.is/400468/djvu/400468_0294_422452_0017.djvu

Þetta breytti litlu um hvað við gerðum í æsku á því svæði.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 16:55

17 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fyrst Magnús spyr hvar ég hafi heyrt af því að barnagirnd geti verið áunnin - 60 minutes birtu eitt sinn (reynar held ég að það hafi verið oftar en einu sinni) viðtal við dæmdan níðing, sem situr í fangelsi í US of A. Hann sagði skírt og skilmerkilega frá "ferli" sínum, reyndar svo ítarlega að mér varð háflóglatt af. Í sama þætti voru viðtöl við sálfræðinga, lögreglumenn, sérfræðinga ýmiskonar og "profilers (veit ekki, kannski rétt að kalla þá réttargreiningarmenn eða eitthvað", sem virtust flestir á því að kenndir sem þessar væru ekki meðfæddar, heldur áunnar af einhverjum völdum. Þeir töluðu líka um "vampírukenninguna", þ.e. að fórnarlömb eru miklum mun líklegri til að verða gerendur í framtíðinni, og nauðsyn þess að bregðast rétt við, til dæmis vegna þess.

Gerandinn úr viðtalinu, sem minnst er á hér að ofan, stóð fyrir námskeiðum fyrir lögreglumenn (kannski fleiri, man ekki) hvernig berjast ætti gegn hans líkum.

Ingvar Valgeirsson, 6.7.2007 kl. 16:55

18 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, Bjarni, ég man eftir þessu, þó óljóst sé. Við óttuðumst þetta aldrei samt, ekki þannig, þar sem þetta var ofbeldisglæpur um miðja nótt (ef ég man rétt) og glæpóninn kominn í grjótið med det samme. Þetta var einhvernvegin í hugum okkar afgreitt sem "fullur kall sem missti stjórn á sér".

Ingvar Valgeirsson, 6.7.2007 kl. 17:24

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður aftur Gítarsláttumaður!

Já, 60 minutes hafa oft fjallað um þetta og þykja alemennt vera hvað vandaðasti þátturinn sem fjallar um svo erfið málefni.

ég held að megi fullyrða, að fá ef nokkur fræði eru flóknari né margslungnari en þau er lúta að eðli mannsins og hans djýpsta kjarna eins og sálarfræðin! Þar getur ein kenning í dag verið góð, en kannski jafnslæm á morgun, þar geta sannindi gilt um einn, en alls ekki um annan!því er ekki hægt að alhæfa um margt, raunar afar fátt, en þó er t.d. ljóst rétt eins og með annað ofbeldi, að kynferðisafbrot, ekki síst ef þau eru langvarandi, geta svo ílla valdið því að fórnarlambið verði sjálft líklegt síðar meir til að beita slíku ofbeldi sjálft! En eins og ég segi, þá er samt ekki hægt að alhæfa og eins og í öllum öðrum fræðum eru menn ekki alveg á eitt ´sattir um hversu marktækt slíkt getur almennt talist. rétt eins og með allt talið um loftlagsbreytingarnar og þú nefndir réttilega, getur þú heyrt um ofurhlýnun á einhverjum svæðum vegna þessa, en svo um kuldaskeið hjá öðrum vísindamanni!Forsendur eru oft misjafnar og aðstæður sömuleiðis.

Að lokum í þetta sinn allavega, þér finnst greinilega til þess koma, að kynferðisglæpamaðurinn í 60 M. hafi getað verið einhver fræðingur er leiðbeindi lögreglunni, en það er einmitt ein köld staðreynd við svona glæpi, sá veiki eða eftir atvikum með slíkar brenglunarkenndir, ber þær ekki utan á sér eða er "örugglega ljótur" eins og margt fólk ímyndar ´sér slíka menn. Þeir geta að öllu leiti verið eins og við hin, góðir og nýtir þjóðfélasþegnar, þótt inni hafi hið ílla grafið um sig, að oftar en ekki óþekktum ástæðum!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.7.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband