Þessi nýji í Stones

Leiðinlegt að þessi ágæti maður (sem mér finnst alveg hræðilegur gítaristi) skuli vera á kúpunni. Ég var nú vanari að heyra af því að hann væri á herðablöðunum hér í denn.

Eitthvað rámar mig í sjónvarpsþátt, sem ég sá fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Þar sagði frá því (ef ég man rétt) er Ron Wood var staddur á klúbbi í London, en þá hafði hljómsveit hans, Faces, nýlega lagt upp laupana. Hann fór á klósettið til að rýma fyrir nýjum birgðum og er hann stóð við skálina komu Keith og Mick úr Stones labbandi inn og var mikið niðri fyrir. Þeir köstuðu kveðju (eða þvagi) hver á annan og spurðu frétta. Wood sagði, hálffúll, að hljómsveitin hans væri hætt og nú hefði hann ekkert að gera. Mick og Keith sögðust vera fúlir því Mick Taylor hefði rétt í þessu verið að hætta í bandinu og ganga til liðs við Jack Bruce Band, sem verður að teljast vera langversta karríermúv í tónlistarsögunni. Nú, fyrst Wood var atvinnulaus og Stones gítarleikaralausir lá beinast við að ráða kappann í vinnu.

Svona er sagan allavega í minningunni, gæti hafa brenglast eitthvað með árunum. Eða kannski var hún bara haugaygi til að byrja með, en hún er ekki verri fyrir það. Sýnir þó að það getur verið ágætishugmynd að fara á klóið.

Jack Bruce Band gaf ekkert út. Fór í eina tónleikaferð, sem gekk ekki vel. Hætti svo örskömmu síðar. Taylor hinsvegar spilaði nokkrum sinnum aftur með Stones, þrátt fyrir að hafa verið einkar fúll vegna þess að honum fannst hans hlutur í lagasmíðum ekki vera metinn til fulls. Hann t.d. spilar í laginu "Waiting on a friend" á plötunni "Tattoo you" og hefur fengið að taka í á tónleikum. Einnig hefur Keith nokkrum sinnum stigið á stokk með blúshljómsveit Taylors. Svo túraði Taylor með Bill Wyman og hljómsveit hans eftir að Wyman hætti í Stones.

En ég er nú alltaf miklu meiri Bítlakall samt.


mbl.is Viðskiptavitlaus eyðsluseggur sem málar í frístundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband