Ammælis, bíó, getraun... jibbí!

Í gær áttu Skapti frændi minn, Arnar bróðir minn og Gauti vinur minn afmæli. Til lukku, allir saman.

Ég hringdi ekki í neinn þeirra með hamingjuóskir, því ég var of upptekinn að horfa á vídeó. Ég horfði á mynd sem ber nafnið Alpha Dog og skartar Justin Timberlake í einu aðalhlutverka, en hann er frábær. Bruce Willis og Sharon Stone koma líka við sögu ásamt fleirum, en Nick Casavettes skrifar handrit og leikstýrir. Myndin er of lauslega byggð á raunverulegum atburðum, sem gerðust ekki á sama tíma og myndin á að gerast. Myndin er í sjálfu sér frábær, en hefði örugglega verið betri ef Casavettes hefði tekið sér minna, eða jafnvel ekkert, skáldaleyfi, því sumar breytingarnar eru gersamlega út úr kú og virðast ekki þjóna neinum tilgangi öðrum en að breyta breytinganna vegna. Það er samt eini ókostur myndarinnar og verð ég að mæla með henni allsvaðalega. Ein besta mynd sem ég hef séð það sem af er árinu og Justin er svaðalega fínn leikari í alla staði.

Þegar Alpha Dog var lokið setti ég See no Evil á fóninn. Keypti hana nýverið á 48dvd, sem er sniðugt ef maður sér fram á að langa bara til að horfa einu sinni á viðkomandi mynd. Það er alveg málið með þessa. Ég sé ekkert eftir þessum klukkutíma og hálfum sem fór í áhorfið, síður en svo. Ég er alveg til í að horfa á tröllvaxinn geðsjúkling með eggvopn brytja niður fólk í gömlu húsi og hafði meira að segja gaman af. Myndin er bara ekki þess eðlis að mann langi nokkurntíma að sjá hana aftur, en ef þú hefur gaman af því að sjá óheiðarleg ungmenni og nærsveitarmenn fara inn á gamalt hótel og koma svo út í 300 gramma pakkningum þá er hún í lagi.

Hvað um það - getraun.

Spurt er um leikara. Hann hefur reyndar starfað mikið í bíógeiranum, en alls ekki alltaf sem leikari. Hann hefur til dæmis leikstýrt og er reyndar þekktastur fyrir annan starfa innan kvikmyndageirans.

Tarantino er mikill aðdáandi hans og hafa þeir unnið saman oftar en einu sinni.

Maðurinn hefur nokkuð sérstakt útlit. Hann hefur líka oft leikið mjög sérstaka karaktera. Persónurnar sem hann leikur hljóta oft ill örlög, gekk reyndar lengst nýverið þegar persónan, sem hann lék, var dauð áður en myndin byrjaði! Það var reyndar ekki stórt hlutverk.

Hann hefur, fyrir utan að leika og leikstýra, starfað sem áhættuleikari og svo eitt annað, sem hann er væntanlega einna þekktastur fyrir. Hann á og rekur skóla hvar hann kennir þá grein.

Hver er kallinn?

Svo má einnig spyrja - hvernig finnst þér nýji Jókerinn í Batman?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

veit ekki hver þessi áhættudúddi sem deyr svona margsinnis er.

þú hringdir ekki í vin, bróður eða frænda, vegna þess að þú mundir ekkert eftir þessum merkisdögum í lífi þeirra. það er málið. ég er svo sár að ég ætla að setja peninginn sem ég hef verið að safna uppí afmælisgjöf þína í haust í eitthvað allt annað.. lofa samt að hringja. gæti væntanlega farið á imdb og tékkað á þessum dúdda með sérstaka útlitið en  nenni því bara ekki núna.

þú ert, þrátt fyrir alla þína ótrúlega mörgu galla, ágætispiltur!

arnar valgeirsson, 9.7.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

adídasgalla?

Guðríður Pétursdóttir, 9.7.2007 kl. 18:35

3 identicon

Til lukku með afmælið Arnar

Haukurinn (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 20:04

4 identicon

Ron Perlman?

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 05:05

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Match Point er einmitt alls ekki mynd sem maður kaupir á einnota diski, heldur á almennilegu formi og nýtur aftur og aftur og enn á ný. Bévítans...

HK er ekki rétt, sorrýgeffðu. En góð ágiskun samt. Sá sem spurt er um er talsvert minna frægur meðal almúgans, en í guðatölu hjá sumum bíónördum.

Ingvar Valgeirsson, 10.7.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband