10.7.2007 | 15:29
Getraunin
Eitthvað virðist getraunin vefjast fyrir mönnum. Sem er gott. Hvorki er það Ron Pearlman eða Harvey Keitel sem um er spurt.
Því skal skotið fram fleiri vísbendingum.
Hann hefur leikið í myndum með John Leguizamo (eða hvernig í ósköpunum sem það er stafsett) og Bruce Willis.
Hann lék í frægri hryllingsmynd, sem og endurgerð sömu myndar löngu síðar. Ekki sama hlutverkið samt.
Hann tók þátt í Víetnam-stríðinu. Var kallaður burt á fremur slæmum tíma, en köllun hans kom í veg fyrir að hann gæti unnið við gerð nokkuð frægrar myndar - en hann átti eftir að vinna mikið með leikstjóra þeirrar myndar, en sá er nokkuð frægur innan síns geira.
Einhver?
Bæti hér við annari mynd af Jókernum úr Batman-myndinni, sem er frumsýnd eftir rúmt ár.
Athugasemdir
ron seaman.... skólastjóri
arnar valgeirsson, 10.7.2007 kl. 19:10
en er hann ennþá á lífi sá sem spurt er um?
Guðríður Pétursdóttir, 10.7.2007 kl. 19:17
Er þetta ekki herra Tom Savini?
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 20:06
David Carradine
Haukur Nikulásson, 11.7.2007 kl. 01:18
Eyvi vann - það var Tom Savini. Auðvitað.
Til lukku með það, Eyvindur. Er eitthvað annað sem ég á að óska þér til lukku með í dag?
Ingvar Valgeirsson, 11.7.2007 kl. 10:07
Ekki í dag, nei. Ég læt þig vita. ;)
Ég hef einmitt lengi verið mikill Savini aðdáandi. Á heimildamynd um hrollvekjur þar sem er langt og flott viðtal við hann, og sýnt inn á verkstæðið hans, sem er fullt af gömlum sombíum, skrímslum og fleiru. Geysilega skemmtilegt. Síðast sá ég hann einmitt leika lítið hlutverk sem lögga í hinni ágætu mynd Ted Bundy (hann sá víst líka um brellur þar, sem mér finnst undarlegt, því það var mjög lítið um gore í henni).
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 11:05
Savini er snillingur. Hann er víst ofan á allt saman snilldargóður ljósmyndari, en hann starfaði sem slíkur í Víetnam.
Gleymdi að taka fram að myndin, sem ég minntist á að hann væri dauður í frá byrjun, er Land of the Dead. Þar birtist hann sem zombíi, á víst að vera sami karakter og hann lék í Dawn of the Dead (eins og Pétur sagði - mafíumyndin Don of the Dead), en þar einmitt breyttist hann í zombía. Eins og svo margir.
Ingvar Valgeirsson, 11.7.2007 kl. 12:15
Jú, einmitt, ég man eftir að hafa séð honum bregða fyrir í Land...
Hann sýndi samt meiri leiktilþrif í Ted Bundy.
Annars vissi ég ekki að þrálátt tilfelli hermennsku hefði komið í veg fyrir þátttöku Savinis í Night... Var meira að segja búinn að gleyma því að hann hefði ekki verið með í för þar (mundi samt þegar ég las spurninguna að ég heyrði einhverntíma að Dawn hefði verið fyrsta zombie myndin þar sem hann var memm).
Hann hótaði því nú einhverntíma að vera hættur í brellugeiranum... Virðist þó ekki vera. Þó hefur hann bara verið með meiköpp í tveimur myndum síðan '96, sem mætti kalla semi-retirement.
Annars er maðurinn bara tær snillingur, og ætti að vera tekinn í dýrðlinga tölu hið fyrsta.
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.