Savini

Eyvindur Karlsson, skeggapi og eðalmenni, tók bíógetraunina mína í aðra nösina. Það var Tom Savini sem spurt var um en hann er leikari, leikstjóri og stöntmaður en fyrst og fremst þekktur sem meiköpp-kall og býr, sem slíkur, til voðafína zombía og sundurtætta líkama. Sjá nánar hér. Ja, og kannski hér líka.

Má geta þess að hann lék hinn eftirminnilega Sexmachine í snilldinni From Dusk till Dawn, en þá mynd sá ég sjö sinnum í bíó fyrir rúmum áratug síðan. Alltaf eftir vinnu, klukkan sjö um kvöldið. Fannst alltaf gaman að bjóða stelpum með á þá mynd og heyra þær garga úr sér lungun þegar myndin, ja, tók aðra stefnu þarna um miðbikið.

Annars er ég bara hress. Fór ekki á Toto í gær, var bara að spila fyrir varla nokkurn mann á Dubliner. Hafði gaman af, sérstaklega þegar Pétur ljóti frá Patrexfirði leit við. Hann hafði greinilega fengið sér bjór áður en hann leit við.

Nú?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú heppinn.

Toto tónleikarnir fá, þrátt fyrir fyrirtaksspretti í hljóðfæraleik og svalasta bassaleikara sem ég hef séð á sviði, þá leiðu einkunn að vera leiðinlegustu tónleikar sem ég hef séð til enda. Ef það hefði bara verið nothæfur söngvari í hópnum... og svona eins og 4-5 lög á efniskránni í viðbót sem voru eitthvað skemmtileg, þá hefði þetta trúlega verið ágætis skemmtun. En nei, maður bókstaflega kvaldist í hvert skipti sem Bobby Kimball reyndi að syngja. OK- hann söng þessa hittara þeirra í denn, en hann er bara ekki að kötta þetta núna. Skipta kvikyndinu út!

jón Kjartan Ingólfsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 11:03

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, ástæðan fyrir að ég fór ekki er einmitt að hluta til sú að ég sá tónleika með þeim á dvd. Nokkurra ára gamall konsert þar sem þeir spiluðu jú ágætlega svosem, en voru að drepa viðstadda og nærsveitarmenn úr almennum leiðindum. Lágpunkturinn var þegar þeir tóku Africa, sem er nú samt eitt af þeirra flottari lögum og einna mesti hittarinn.

En ég var bráðskemmtilegur í gær á Dubliner, enda spilagleðin og vandaður flutningur ávallt í hávegum hafður.

Ingvar Valgeirsson, 11.7.2007 kl. 12:11

3 identicon

Afrika var eitt af því besta. Og hljóðfærasláttur, eins og áður sagði, til fyrirmyndar. Hallur - ég var í stúku, með kíki og alles. Sá fullt.

Jón Kjartan Ingólfsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 21:12

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SVo ég "gamli" troði mér aðeins inn í þetta, þá hefur þessi ágæta "Sessionmannasveit" aldrei freistað mín öðruvísi en sem slík Á minnir mig fyrstu tvær skífurnar á LP, ágætar um margt, en Hold The Line alltaf staðið upp úr sem uppáhaldslag. Eitthvað sem mér fannst svipað að gerast þarna fyrir 20-25 árum voru t.d. Saga, miklumiklu betra tónleikaband!yrði að borga mér fyrir að fara að sjá Toto!

En hvað skildi hafa orðið um þennan skiptisöngvara þarna sem var í Toto um tíma? Þennan sem Anna Mjöll var alltaf að nudda berum bringukollunum utan í!?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2007 kl. 15:15

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Æði margir söngvarar hafa veirð í Toto, allir meira og minna reknir, jafnvel á miðjum túr. Lengst gengu þeir þó þegar þeir réðu einhvern ágætisblökkumann, vel við hárvöxt, og létu hann fara á miðjum túr. Gáfu svo út myndband af túrnum, hvar næstum öll lögin sem blökkumaðurinn söng voru klippt burt og hann aðeins titlaður bakraddasöngvari! Sonur John Williams Óskarshafa var líka söngvari og tók virkan þátt í lagasmíðum, en var látinn fara eftir stuttan tíma, enda sagður vera fíknilyfjafíkill mikill. Svo var einher kerling að syngja með þeim líka, sem er álíka gáfulegt og að fá karlsöngvara í Supremes í stað Diana Ross.

Ingvar Valgeirsson, 13.7.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband