von Richthofen

Sá einkar hressandi þátt á Discovery í gærkvöldi, hvar þáttargerðarmenn veltu því fyrir sér hver hefði í raun og veru drepið Rauða baróninn í fyrri heimssyrjöldinni. Skemmtilegt áhorfs og gladdi mitt litla fyrrastríðsáhugasama hjarta. Því bið ég ykkur endilega að líta á þetta hérna, sem er eilítill frjálsorðabókarpistill um hann Manfred.

Gæti skrifað meira um hann, en það er allt þarna.

Minnti mig á þátt úr hinni bráðskemmtilegu sjónvarpsþáttaröð um Indiana Jones á unglingsárum. Þar tók hann þátt í fyrra stríðinu og var skotinn niður af Rauða baróninum, sem bauð honum að því loknu í kvöldmat. Gott ef það var ekki skömmu áður en hann var aftur tekinn til fanga og flúði úr fangabúðum með ungum frakka að nafni De Gaulle. Snilldarsjónvarpsefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Sæll Ingvar.

Bara að kvitta fyrir komuna....hef litla skoðun á efninu að ofan.

Það er grátt í höfuðstað norðurlands í dag.

Sé þig kannski fljótlega á kaffihúsið ástarguðsins. Ég spila þar um aðra helgi,sem sagt eftir rúma viku.

Pétur Guðjónsson, 13.7.2007 kl. 10:29

2 identicon

Það má alveg endursýna þessa þætti aftur. Ekki það að ég muni horfa á þá frá Kanada, heldur er þetta gott meðlæti með kvöldinu handa unglingum.

Sigurjón Örn Ólason (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband