Donald

Hann á ammælídag
Hann á ammælídag
Hann á ammæl´ann Donald
Hann á ammælídag

Donald Sutherland, pabbi Kiefers, á ammælídag og er aðeins 72ja vetra. Þetta er vonandi rétt að byrja hjá kallinum. Hann er jú alæðislegur og lék í The Eagle has Landed, sem er jú ein af mínum uppáhaldsmyndum. Ég held ég hafi aðeins séð eina mynd oftar, Charlie and the Chocolate Factory.

Annars var verið að skamma mig á annari bloggsíðu vegna ummæla minna um hundinn Lúkas. Ég minntist eitthvað á að kannski hefði hann verið óhamingjusamur og flúið að heiman. Einhver skammmaði mig fyrir það. En í dag sá ég mynd af Lúkasi í blaðinu, þar sem hann skartaði Rickshaw-klippingu og var klæddur í íþróttapeysu. Já...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Skil ekki alveg hvers vegna það er verið að skamma þig.... þú kannt ekkert að skammast þín hvort eð er... Og ég verð að vera sammála þér í því að hann gæti hafa viljað skoða heiminn og flúið ég meina það er ekkert að ástæðulausu afhverju hundurinn er styggur nú þegar að verið er að reyna að ná honum aftur...

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 17.7.2007 kl. 14:29

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég skil það vel að hundar flýji, enda ekkert grín að vera gólftuska eins og þeirra tegund er svo oft.

Ég skil samt ekki þá pilta sem spörkuðu hann til dauða. Það ætti að gefa þeim svipaða meðferð.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.7.2007 kl. 17:25

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Illa heppnuð aftaka, Einar, þar sem hundurinn er fundinn sprellifandi.

Ingvar Valgeirsson, 17.7.2007 kl. 17:45

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei - aftaka hans var ákaflega vel heppnuð. Hann er steinfokkingsdauður, ekki satt?

Ingvar Valgeirsson, 18.7.2007 kl. 10:09

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hef nú engan áhuga á hundspottinu, en deili áðdáun á Donald með þér! Hann sýndi nefnilega svo stórkostleg "Tilþrif" og og "mikla innlifun" í hinu "ódauðlega" verki CASANOVA að ég hef eiginlega ekki ennþá jafnað mig eftir ferðina í Nýja Bió forðum!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.7.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband