TF-Rán

Í sjónvarpinu er verið að segja frá TF-SIF og flugslysinu í gær. Þessi svífandi málmhlunkur hefur bjargað tugum og tylftum manna gegnum tíðina og ætti helst að fara á safn. Ég, eins og aðrir eðlilega þenkjandi landsmenn, þakka þó endalaust fyrir að enginn fórst, enda hetjur þarna á ferð sem leggja líf og limi í hættu við björgunarstörf.

Eilítil saga úr fortíðinni - sumarið 1983 var ég 11 ára polli með ódrepandi flugvéladellu. Pabbi gamli, sem ekki var jafngamall þá og nú, átti kvarthlut í lítilli flugvél og var mikið sport að fá að fara með honum í flugtúra. Hann átti einnig, og á enn, forláta flugvélabók sem ég kunni um það bil utanað. Allt sem gat flogið lóðrétt var mest spennandi í heiminum. Harrier-flugvélar og þyrlur áttu hug minn allan. Því var óstjórnleg gleði þegar karlinn tók mig með á einhverja flugsýningu. Man ekki hvar hún var, en minnir að hún hafi verið einhversstaðar langt úti á landi - gæti þó hafa verið bara á Melgerðismelum (rétt innan við Akureyri). Þar var þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-RÁN. Pabbi minnir mig að hafi heilsað einum áhafnarmeðlim með handabandi og mér þótti æði að pabbi minn, þessi mest hversdagslegi maður í heimi, skyldi þekkja svona hálfguð. Ekki minnkaði spenningurinn þegar kunninginn bauð mér um borð og sýndi mér innviði þyrlunnar. Ég hefði ekki verið jafnspenntur þó E.T. sjálfur hefði boðið mér um borð í geimskipið sitt og flogið með mig á brott. Þetta er einkar óljóst í minningunni, en ég man þó vel þegar flugmaðurinn sýndi mér - og líklega einhverjum fleirum - spilið á hlið þyrlunnar og útskýrði hvernig þesi búnaður væri notaður til að hífa slasaða um borð þegar ekki væri hægt að lenda, t.d. á sjó. Þetta var væntanlega einhver besti dagur lífs míns fram að þessu.

Það var gríðarlegur harmur hjá ungum manni, aðeins nokkrum mánuðum seinna, þegar TF-RÁN fórst með allri áhöfn.

Því þakka ég fyrir að mannbjörg varð í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Ingvar minn.

Til allrar hamingju fór þetta á besta máta.

En eins og Ingvar nefndi að ofan þá fórst fleyið TF-RÁN 1983. Hér er hægt að nálgast tvær myndir af henni.

http://www.airliners.net/open.file?id=0802323&WxsIERv=Fvxbefxl%20F-76N&Wm=0&WdsYXMg=Ynaqurytvftnrfyna%20-%20Vprynaqvp%20Pbnfg%20Thneq&QtODMg=Erlxwnivx%20%28EXI%20%2F%20OVEX%29&ERDLTkt=Vprynaq&ktODMp=Bpgbore%2013%2C%201980&BP=1&WNEb25u=Onyqhe%20Firvaffba&xsIERvdWdsY=GS-ENA&MgTUQtODMgKE=Cubgbtencurq%20va%20sebag%20bs%20gur%20Pbnfg%20Thneq%20unatne%20jvgu%20gur%20bgure%20guerr%20bs%20gur%20Pbnfg%20Thneq%20syrrg%20ng%20guvf%20gvzr%2C%20GS-FLE%2C%20GS-FLA%20naq%20GS-TEB.%20Guvf%20F-76%20yngre%20puenfurq%20va%20Abirzore%201983%20qhevat%20n%20genvavat%20zvffvba%20va%20gur%20Jrfgrea%20swbeqf%2C%20jvgu%20nyy%20nobneq%20ybfg.&YXMgTUQtODMgKERD=1190&NEb25uZWxs=2005-03-24%2017%3A36%3A40&ODJ9dvCE=&O89Dcjdg=760081&static=yes&width=1024&height=704&sok=JURER%20%20%28nveyvar%20%3D%20%27Ynaqurytvftnrfyna%20-%20Vprynaqvp%20Pbnfg%20Thneq%27%29%20%20beqre%20ol%20cubgb_vq%20QRFP&photo_nr=17&prev_id=0802324&next_id=0802322

http://www.airliners.net/open.file?id=0802322&WxsIERv=Fvxbefxl%20F-76N&Wm=0&WdsYXMg=Ynaqurytvftnrfyna%20-%20Vprynaqvp%20Pbnfg%20Thneq&QtODMg=Erlxwnivx%20%28EXI%20%2F%20OVEX%29&ERDLTkt=Vprynaq&ktODMp=1981&BP=1&WNEb25u=Onyqhe%20Firvaffba&xsIERvdWdsY=GS-ENA&MgTUQtODMgKE=Cubgbtencurq%20vafvqr%20gur%20Pbnfg%20Thneq%20unatne%20ng%20EIX%2FOVEX&YXMgTUQtODMgKERD=1154&NEb25uZWxs=2005-03-24%2017%3A36%3A37&ODJ9dvCE=&O89Dcjdg=760081&static=yes&width=1024&height=703&sok=JURER%20%20%28nveyvar%20%3D%20%27Ynaqurytvftnrfyna%20-%20Vprynaqvp%20Pbnfg%20Thneq%27%29%20%20beqre%20ol%20cubgb_vq%20QRFP&photo_nr=18&prev_id=0802323&next_id=0748046

Sorrry, ég er ekki enn búin að læra að stytta linka. 

Sigurjón (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 20:59

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

no shit..

Guðríður Pétursdóttir, 17.7.2007 kl. 21:09

3 identicon

Falleg saga Ingvar minn. Þú ert krútt!!!

Stefán Örn (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband