Eartha

Heimir vann bíógetraunina - spurt var um hina alyndislegu Eartha Kitt.

Hún lék nebblega Catwoman í sjónvarpsþáttunum um Batman og Robin (Bíbí og Blaka) í gamla daga. Hún lék á móti Eddie Murphy í Boomerang, þá orðin eldgömul og hrukkótt, en hann lét sig nú hafa það að skreppa á hana í myndinni - reyndar með ljósin slökkt. Hún söng líka Santa Baby, sem önnur söng og leikkona, Madonna, gaf út seinna.

Hér má sjá síðasta hittarann hennar. Fannst þetta ömurlegt í gamla daga en núna finnst mér það ÆÐI!

Hún lengi lifi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ah, missti af getrauninni, hefði kannski getað giskað á Bombuna, hef ALLTAF verið svoldið hrifin af henni, þ´þó aðallega djúpu röddinni!

Ættir að efna til alvöru músíkgetraunar, þú spaki strengjasláttumaður!

Heyrðu, ein létt hérna, hvaða stórvinur minn og þinn kannski líka, fæddist í New York ´56 og ætlaði aldrei að verða gítarleikari? (kannski of margar vísbendingar!?)

Magnús Geir Guðmundsson, 19.7.2007 kl. 15:06

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér dettur nú einna helst í hug - svona fyrir utan alla aðra sem fæddust í NY ´56 og hafa aldrei ætlað sér að spila á gítar - Steini, kunningi minn. Hann fæddist einmitt í NY árið 1956 og ætlaði aldrei að spila á gítar. Enda spilar hann ekkert á gítar, hann er nebblega vörubílstjóri að atvinnu.

Ingvar Valgeirsson, 19.7.2007 kl. 16:20

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég spilaði einmitt í fimmtugsafmælinu hans í fyrra, sko...

Ingvar Valgeirsson, 19.7.2007 kl. 16:20

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha Ingvar, þú bregst mér ekki frekar en fyrri daginn, en synd að hann skuli ekki spila á gítar!

En´málið var með þennan dreng, eins og að ég hygg ansi marga aðra, að hann byrjaði fyrst á öðru hljóðfæri sem ungur polli, trommum. Og eins og svo margir líka, ákvað hann að taka upp gítarinn þegar Hendrix dó! Stal þá gítar frá eldri bróður sínum! ER að pikka þetta svona út úr mínum gamla og leka haus, en vona að ég sé ekki að bulla neina steypu!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.7.2007 kl. 17:57

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Satriani.

Ingvar Valgeirsson, 19.7.2007 kl. 18:43

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Veivei!

Þú ert seigur, en áttir auðvitað að geta svona "innvígðaoginnmúraðagítarleikaraspurningu" haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.7.2007 kl. 20:48

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, ég áttaði mig. Satriani á jú sameiginlegt með Van Halen að hafa byrjað sem trymbill, en skipt svo við eldri bróður sinn. Auk þess náttúrulega að báðir eru býsna lunknir gítaristar.

Annars var ég svo stálheppinn að hitta Satriani á hljóðfærasýningu í L.A. í janúar, hvar ég var á ferð með Hauki frænda. Satriani var þar að kynna nýjan magnara sem hann hannaði. Missti samt af Van Halen, sem var á sömu sýningu að kynna nýjan Fender-gítar sem var smíðaður eftir gamla Frankenstein-gítarnum hans. Hann var víst ekki alveg edrú og lyktaði eins og áttræð nasistamella á fimmta degi á fylleríi. Varð sér víst allverulega til skammar belssaður.

Ingvar Valgeirsson, 19.7.2007 kl. 21:19

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú segir aldeilis skemmtilegar farir þínar og bara rennisléttar! VAr "Satch" ekki sami sómapilturinn og alltaf, öfugt við Eddie greyið!? Rétt missti af honum einu sinni í gautaborg, frekar en Köbben, held meira að segja að snillingurinn hafi verið staddur í á sama tíma og ég, en því miður fyrir hann hittumst við ekki haha!En með Eddie "Van Heila" ætli hún sé búin að sparka honum, hún litla þarna leikkonan og sæta, Ingvar, þú þekkir allar leikkonur! ah, man það núna, Bertinelli eða eitthvað svoleiðis, voða krútt minnir mig! En skil hann vel ef svo er, nema það hafi gerst fyrir löngu?

Og okkar á milli, dæmi nú ekkert um hvor þeirra sé betri, hef svosem ekkert nema smekk fyrir mér í því, en sá með ítalskara nafnið hefur mér samt alltaf fundist merkilegri "karakter" og já, er örugglega virtari, held ég megi fullyrða!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.7.2007 kl. 13:49

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Afsakaðu, þarna vantaði flugstöð inn í textan, bara svo langt síðan að ég man ekki alveg lengur hvort það var í Dannmörku eða Svíþjóð, sem ég og "Jói" vorum að öllum líkindum í sömu byggingunni.

Magnús Geir Guðmundsson, 20.7.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband