24.7.2007 | 12:44
Cortes
Sá í Mogganum að Garðar Cortes hélt heljarinnar útgáfuteiti nýverið. Hann var víst að gefa út lagið "Hunting high and low" á smáskífu. Er óhætt að segja að undirritaður man ekki eftir að hafa heyrt neitt nokkurntíma sem hljómar jafnirríterandi í eyrum. Þetta hefði örugglega verið skemmtilegra í flutningi Geirs Ólafs - rökstyð ég það með þeirri einföldu staðreynd að ekki er mögulega hægt að gera þetta leiðinlegra en það er í flutningi Cortes.
Vil ég samt óska honum alls hins besta, þetta er eflaust ágætisdrengur. Ég á bara erfitt með að skilja þessa löngun manna til að syngja eins og þokulúðarar. Engin þörf á því þegar til eru ágætis hljóðnemar og hljóðkerfi til að skila mannsröddinni til áheyrenda. Finnst t.d. Nat King Cole hljóma langtum betur en nokkur óperugólari.
Hvað um það, eru ekki allir í stuði?
Nú, sumir hafa talað um grófa brandaraþjófnaði hjá Family Guy - hér er syrpa af Family guy-atriðum. Eitt atriðið minnir óneitanlega á þetta.
Reyndar minnir annað atriði óneitanlega á senu úr Með allt á hreinu...
Athugasemdir
Þessi tónlist er það sem húsvískir pönkarar kölluðu 'gormkennt raup og baul' hérna í denn.
Senan úr Með allt á hreinu og samsvarandi sena úr Family Guy eru að láni úr 'Fine and Dandy'.
Hvað varðar Passion II: More Blood þá var ég með þá hugmynd strax og ég sá Passion I, nema hvað að Arnaldur Svartanaggs væri í aðalhlutverki og myndin byrjaði á því að pana á hann öskrandi af krossinum 'Ill be Baaaaaaack!'.
Þvínæst hæfi hann skærur á mót Annas og Kaifas, Pilatusi og Heródes...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.7.2007 kl. 16:07
Skemmtilegar Youtube ræmur Ingvar.
Haukur Nikulásson, 24.7.2007 kl. 21:18
Lífrænn tónleiðréttir - híhíhí. Autotune af holdi og blóði...
Ingvar Valgeirsson, 25.7.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.