Erfið helgi á enda

Var að spila á Dub um helgina og hef ég lifað auðveldari helgar. Var líka að vinna í gær í búðinni, efir alltof lítinn svefn. Því er maður eilíið galtómur í dag, en það er bara fínt - ekki get ég verið að væla, þetta er jú starfið sem ég valdi mér.

Andri í búðinni leysti Binna af í bössuninni, sökum þess að Binni er staddur á Flateyri að taka upp plötu með Múgsefjun, sem er feykiskemmtilegt band. Andri stóð sig bara feykivel, enda sætur strákur í hvívetna. Mætti með appelsínugulan Musc Man Bongo-bassa, allsérstakan í útliti.

Þó svo þessi frjálsi opnunartími skemmtilstaða valdi mér svefnleysi, almennri óreglu, taki tíma frá familíunni og geri mér almennt lífið leitt oft og iðulega í spilamennskunni er ég samt á móti því að breyta sýsteminu á ný. Fólk á jú að fá að ráða hvenær það djammar frá sér ráð og rænu ef það kýs að gera svo og ekki yfirvalda að ákveða hvenær fólk drekkur brennivín og reynir hvert við annað. Svona er ég nú mikill frjálshyggjuplebbi. Sjálfum þætti mér þó best ef ég væri bra að spila frá ca. ellefu til tvö og kæmist þá heim á koddann. Eða í partý ef því væri að skipta.

Annars er Charmed á skjánum núna. Hræðilegur þáttur, en skemmtanagildið ótvírætt. Fulllítið klæddar stúlkur spriklandi um skjáinn fram og aftur. Eins og Haukur, þ.e.a.s. Zeriaph, sagði eitt sinn, þarf maður að vera rammöfugur til að hafa ekki gaman að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú ert örugglega eini músikkantinn með þessa skoðun uss uss.......þú gleymir það vantar alveg þennan grand endir sem var til á böllum .....þetta fjarar einhvernvegin út í einhverjum leiðindum.

Kveðja

Saxi

Einar Bragi Bragason., 20.8.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, ekki misskilja mig, þetta var að flestu leyti skemmtilegra í denn - en ég er bara svo gríðarlegur frjálshyggjuplebbi að mér finnst að fólk eigi að mega drekka brennivín alla nóttina ef það vill og skemmtistaðir eigi að fá að vera opnir svo lengi sem staffið nennir að standa í lappirnar. En glaður vildi ég samt bara spila til þrjú og fara svo heim í háttinn - eða í gott partý í leiguíbúð í Árbænum.

Ingvar Valgeirsson, 20.8.2007 kl. 10:35

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já, ég man eftir að hafa sagt þetta Ingvar, þ.e.a.s. um Charmed, og stend ennþá við þau orð !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.8.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband