20.8.2007 | 17:31
Hnegg
Tengdamamma fór í ónefnt kjötvinnslufyrirtæki nýverið í þeim tilgangi að festa kaup á hrossafitu. Sú fita á það, að sögn kerlingarinnar, sameiginlegt með fiskifitu að vera holl og góð. Í leiðinni ákvað tengdó að fjárfesta í hrossasteik á grillið, ellegar folaldalundum. Steikurnar fékk hún, en varðandi folaldalundirnar fékk hún þau svör að þær færu allar sem ein á veitingahús.
Skemmtilegt að vita þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég hef ALDREI - ekki eitt einasta skipti - séð hrossakjöt á matseðli veitingahúss nokkursstaðar á landinu.
Semsagt, nautalundirnar þínar gætu mögulega aldrei hafa baulað í lifanda lífi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Bloggvinir
- swiss
- amotisol
- annavaldis
- armannkr
- asgeirpall
- aslaugh
- baenamaer
- baristarnir
- bbking
- biggz
- binnibassi
- bjolli
- blues
- daglegurdenni
- daxarinn
- delilah
- dvergur
- fjola
- gattin
- gauti123
- gebbo
- gladius
- grumpa
- gudbjorng
- gudmundurmagnusson
- guffip
- gullilitli
- gummigisla
- gummisteingrims
- gustibe
- hallurg
- haukurn
- heida
- heimskyr
- helenak
- hergeirsson
- heringi
- hjaltdal
- hognihilm64
- hugs
- illa
- ivg
- jakobk
- jakobsmagg
- jari
- jensgud
- jevbmaack
- jonkjartan
- josi
- kafteinninn
- kami-sama
- kex
- kiddirokk
- kisabella
- kjarrip
- ktomm
- latur
- laufabraud
- maggaelin
- malacai
- martasmarta
- meistarinn
- metal
- mofi
- mordingjautvarpid
- mrcabdriver
- mrsblues
- nanna
- nerdumdigitalis
- nesirokk
- oddikriss
- omarminn
- palmig
- peturg
- peturorn
- robertthorh
- rosagreta
- sax
- saxi
- siggileelewis
- sign
- sigurgeirorri
- sigurjon
- skinkuorgel
- snorris
- stingi
- stulliogstina
- styrmirh
- sven
- sverrir
- swaage
- th
- tilveran-i-esb
- trollchild
- valgeir
- zeriaph
- axelaxelsson
- btryggva
- bestfyrir
- gudjul
- heimssyn
- pjeturstefans
- fullvalda
- joklamus
- vignir-ari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Folaldakjet er gott og mun hollara og auðveldara í broti en nautakjet svo það er ekki mikil skaði skeður hafi ég fengið óvart hið fyrrnefnda í stað hins síðarnefnda.
En hvað fituna varðar þá er hún römm og miður góð svo ég sker hana frá þegar ég elda folald enda ekki heyrt mikið um að hún sé holl.
Kaplamjólkin (mjólk úr hryssu) er hins vegar vel feit, meinholl og mun líklegri til að bjarga ungbarni sem ekki fær móðurmjólkina frekar en kúamjólkin nokkurn tíman.
Kv, Brynhildur bóndakerling.
Brynhildur (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 22:07
Það er alltaf til folaldakjöt um borð í Bjarti,Manni kokkur sá snillingur er oft með solles á borðum.Þú villt kannski koma einn túr með okkur eða tengdamamma þín?Væri kannski snilld ef hún myndi vilja leysa af sem kokkur í einn túr.Er hún ekki annars góðu kokkur?
Kv.Hertoginn á Bjarti NK
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 04:45
Hún er nebblega fínn kokkur. Endilega taktu helv... kerlinguna með einhverntíma. Helst í svona langan túr, mánuð í smútthúlett eða eitthvað...
Annars baula ég ekki yfir því að éta hrossaket. Finnst það allt í lagi. En þar sem fjöldi fólks étur ekki hesta af hálfgerðum trúarbragðaástæðum finnst mér ljótt að gabba þá til þess, auk þess sem fólk á jú að fá réttar upplýsingar um hvað það er að láta ofan í sig.
Ingvar Valgeirsson, 21.8.2007 kl. 09:58
Steikhúsið Rauðará á Rauðarárstíg er með Folaldalundir á matseðlinum sínum. Elvar hefur keypt þær og sagði að þær væru æði!
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 12:37
Áratugum saman var til folaldapiparsteik á staðnum þarna sem var undir eða undir á ská við Blúsbarinn sáluga. Hét eitthvað.. klaustrið eða Péturslkaustur eða slíkumhvílíkt. Mikið stuð og mikið lostæti. saknisaknisakni....
Trausti (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:05
hét pétursklaustur - og þessar folaldalundir voru æði.
Jón Kjartan Ingólfsson (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:17
Ertu ekki stoltur af foringja Reykjavíkur núna.
Hér skín í hina aumu forræðishyggju íhaldsins. Villi setur sko ÍHA!! í Íhaldið.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 17:05
Já og bloggaðu svo um þetta svo það sé hægt að rífast almennilega, því ég efast ekki um að þú getir réttlætt aðgerðir gamla góða Villa.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 17:06
Nei, ég er ekki stoltur af foringja Reykjavíkur. Forræðishyggjupakk. Megi hann kaffærast í hlandvolgum bjór oft og iðulega.
Ingvar Valgeirsson, 22.8.2007 kl. 18:11
mmmm hlandvolgur bjór...
Öðruvísi finnur maður ekki almenninlega bragðið af honum.... bjórnum ekki bæjarstjóranum
Guðríður Pétursdóttir, 22.8.2007 kl. 22:27
Ég fann nú bragð af borgarstjóranum þegar ég greip hann glóðvolgan um daginn og drakk.
Auk þess var Pétursklaustur horfið af braut löngu áður en núverandi borgarstjórn tók við völdum.
R-listinn setur sko AFTUR í afturhald.
Sigurjón, 23.8.2007 kl. 03:41
Þetta er nú meiri vitleysan!!! Ég held að það sé alveg slatti af veitingastöðum á Íslandi með folaldalundir. Hef reyndar ekki farið á nema kannski ca. 4% þeirra sjálfur svo ég man ekki hvar folaldalundir eru á Matseðli og hvar ekki. En mér langar í svoleiðis núna!!! :)
Varðandi Villa og kælinn þá tel ég það hið besta mál því þessi kælir var kominn til ára sinna og farinn að "Buzzza" ansi hreint mikið. Alveg bara "BZZZZZZZZ". Algjörlega óþolandi þegar maður var að reyna að versla þarna. jæja.. bæ bæ
Stefán Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 08:01
Jú, kælirinn var gamall - kannski vildi hann láta fjarlægja hann til að fá nýjan og betri. Þá gæti fólk keypt sér hrímaðan í stykkjatali án þess að vera með suð í eyrunum.
Gott að skola folaldalundunum niður með einum svellköldum úr kælinum í Austurstræti.
Ingvar Valgeirsson, 23.8.2007 kl. 11:03
Hrossakjöt er matur sem þarf að plata ofan í mig. Og ég skal glaður játa á mig gikkshátt!
Haukur Nikulásson, 24.8.2007 kl. 12:58
Og R-listabjórinn verður þá jafnframt seytján sinnum dýrari og steypir borginni í svaðalega skuldasúpu í leiðinni...
Varðandi Ríkið... hvenær ætli þeir fari að selja míníatjúr-flöskur af Jägermeister? Þá helst beint úr kæli.
Ingvar Valgeirsson, 26.8.2007 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.