Ha... ég?

Hef svosem ekki rassgat að segja, en Svenni félagi húðskammaði mig fyrir bloggleti, svo ég verð að skrifa eitthvað. Annars skammar hann mig aftur og ég vil það ekki.

Mamma mín átti ammæli á fimmtudaginn. Hún er best og fallegust og yndislegust allra kvenna. Lengi lifi mamma mín! Hún smíðar líka langbestu ananastertur í gervöllu sköpunarverkinu (nú fer örugglega einhver vantrúarplebbinn að rífast).

Við félagarnir í Swiss lékum i Sandgerði í gær. Guffi trommudýr er flúinn til útlanda, svo við fengum Magga í Rín (hinn yngri) til liðs við okkur og var ljóst strax í hljóðprufu að við myndum ekki sjá eftir því. Við vorum á stað sem heitir Mamma mía og þar er boðið upp á einhverjar þær bestu pizzur sem undirritaður hefur bragðað utan hundraðogeins. Allavega eftir að Dropinn á Akureyri lagði niður störf.

Eníhjú, kofinn var smekkpakkaður og stemmari Sveins. Gaman að sjá Elvar og Heiðu, en þau eru kommúnistar.

Annars er er Miss Congeniality 2 í sjónvarpinu. Hún er álíka skemmtileg og lokastigsklamydía.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

aldrei smakkað ananastertu né horft á myndina

Geturðu líst myndinni á annan hátt fyrir þá sem ekki hafa enn prufað þessa klamydíu...?

Næst þegar ég vinn verðlaun hjá þér þá vil ég fá ananaskökusneið..!!!!!!!!!

Guðríður Pétursdóttir, 26.8.2007 kl. 23:43

2 identicon

Til hamingju með frænku mína! Vona að hún eigi góðan afmælisdag, ég kannski bjalla í hana til að vera viss. Ég hef ekki smakkað þessa frægu tertu en hún má eiga von á mér í kaffi næst þegar ég kem norður, það er nokkuð ljóst
 

Snjósa (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 10:29

3 identicon

Þegar gaurarnir í ofurhetjubúningunum fóru að berja fólk ákvað ég að forða mér og mínum.  Þetta voru s.s vondu-kallarnir og Súpermann var seinn fyrir eða eitthvað. Ekki nema hann hafi verið á Spúttnikk-ballinu í samkomuhúsinu. Ég kíkti samt þangað á leiðinni heim en þar var ekki nokkur sála. Nema náttúrulega Spúttnikk. 

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 16:00

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, það var víst tómt í samkunduhúsi Sandgerðarbúa. Ofurhetjuplebbarnir voru ekki alveg að gera sig. Það var samt voða gaman að sjá ykkur hjúin.

Ingvar Valgeirsson, 27.8.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband