29.8.2007 | 19:11
Tónleikar og almennt röfl
Sit heima með viðurstyggilega kvefpest, sem ætlaði mig lifandi að drepa. Eftir ágætishvíld, ógurlegt c-vítamínát og gríðarstóran skammt af rótsterku spaghettí bólónes er ég þó allur að skána. Drullast í vinnuna á morgun og sel viðurstyggilega mikið af dóti.
Var að spila í gær á Dubliner, óheyrilega hás. Reddaðist fyrir horn samt. Verð þar með Inga Val annað kvöld, þá verð ég betri og þarf bara að syngja helminginn. Svo erum við félagarnir í Swiss á efri hæð Dubliner um helgina, líklegast í gríðarlegum fílingi. Þá sé stuð. Mættu, Hallur.
Svo er gleðiefni að síminn vart stoppar, allir vilja fá mann til að spila fyrir sig í brúðkaupum, dansleikjum, afmælum og bara við hin ýmsustu tækifæri. Sjaldan ef nokkurntíma verið svona mikið að gera. Fögnum því með ferskum c-vítamíndrykk.
Tónleikamál októbermánaðar öll að komast á hreint. Kominn með miða á Rush og fjárfest verður í miða á Dream Theater í kvöld. Þetta verður allt saman bara æðislegt, eins og líf mitt allt upp á síðkastið.
Þó finnst mér leiðinlegt að komast ekki á 20 ára Gagnfræðaskólaríjúníon á Akureyri um helgina. Bévítans leiðindi. Hefði verið gaman að hitta blessað fólkið aftur, en það verður vonandi ríjúníon aftur eftir u.þ.b. 5 ár. Mæti bara tvíefldur þá.
Allir hressir.
Athugasemdir
sjitt maður, 20 ára gaggaríjúníon. hvað ertu eiginlega orðinn gamall maður. og hörmungin mesta að ég sé stóri bróðir. sjitt og aftur sjitt.
arnar valgeirsson, 29.8.2007 kl. 19:17
skemmtið ykkur á efri hæðinni, ég hugsa til ykkar mínir kæru og mundu að taka smá kántrý iha.. er hress búinn að stúta nokkrum köldum og er að hugsa um að fara að fá mér jager
Guffi Árna, 29.8.2007 kl. 19:57
DT miðinn er í höfn :-)
Kristján Kristjánsson, 29.8.2007 kl. 22:39
Ingvar,ég pottþétt mæti og heilsa upp á þig.Er að koma í bæinn um helgina.Alltaf stuð hvar sem þú spælir eins og Færeyingarnir myndu segja.En nenni ekkert að vera lengi þarna innan um dauðadrukkið shit slefandi pakk.Fæ mér bara kaffi með þér þegar þú tekur pásu.
Kv.Hertoginn á Bjarti NK
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 02:49
viltu biðja Binnann minn að senda mér netfangið sitt á guffip@visir.is kveðja fedmule
Guffi Árna, 30.8.2007 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.