Hasar, ofbeldi, kúlnaregn og gaman

Ég hef alveg ógurlega gaman af góðum spennumyndum. Fátt er skemmtilegra en að slökkva á toppstykkinu í smástund og horfa á Bruce Willis eða einhvern af vinum hans brytja niður vonda kalla í yfirvinnu. Nú eru einmitt á leiðinni tvær sem ég verð að sjá.

Annarsvegar er það þessi hér. Hún virðist vera hress.

Svo er það þessi. Gerist ekki rassgat í henni. Takið samt eftir þegar bílstjóri herjeppans fær það snjóþvegið.

Nú, annars er ég obboslega hress. Bið að heilsa eftir Inga T.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta var nú aldeilis skemmtilegt maður. bang bang, kiss kiss og the end.

sú fyrri var með fullt af flottum leikurum. en spúggí. sé hana samt örugglega.

sú seinni var með fullt af spúggí leikurum. samt flott. sé hana örugglega í strákafíling einhverntíma. fullt af vibba og skemmtilegheitum.

en... mæli með að sjá shining aftur. helvedde flott myndataka maður. algjör snilld. gaman gaman. djöll kúl bara.

arnar valgeirsson, 10.9.2007 kl. 17:35

2 Smámynd: arnar valgeirsson

... svo líst mér vel á myndina af fyrrum meðlim í nazistamellunum með nazistahjál og bjór í hendi. og skiltið er snilld. finnst það ætti að nota það hér. og þar líka. og bara allsstaðar...

arnar valgeirsson, 10.9.2007 kl. 18:33

3 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Sú seinni er ekki lengur inni sökum copyrægts. Sennilega samt góð fyrst að þú mælir með henni.

Ágúst Böðvarsson, 10.9.2007 kl. 23:44

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jösta, þá seinni má sjá hér;

http://www.youtube.com/watch?v=8M1KiXWWTxg

og verði þér að góðu. Þetta er mynd númer 4 í seríunni, en mynd nr. 2 horfðum við á í fermingarveislu Hans Braga hér um árið - hann á einmitt ammæli á morgun, endilega hringdu í hann í hádeginu - þá er klukkan nebblega 8 hjá honum í Kína. Dóttir hans Hans á hinsvegar afmæli í dag á frídegi verkalýðsins í Palestínu.

Ingvar Valgeirsson, 11.9.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband