Amælis

Hann á ammælídag
Hann á ammælídag
Hann á ammælann Hansi
Hann á ammælídag

Hans Bragi, Kínverji og jarðhitaborunarstarfsmaður í Kína, á ammælídag. Rúman mánuð ár hvert erum við jafngamlir. Svo átti dóttir hans Hans ammælígær, þann 11. september, sjálfan þjóðhátíðardag hryðjuverkamanna. Reyndar á Hans bara afmæli í tvo og hálfan tíma í viðbót, því þá er kominn 13. september í Kína - svona er nú heimurinn skrýtinn.

Hans er einn þriggja manna, ættingjar ekki taldir með, sem ég hef þekkt frá því ég man eftir mér. Held ég hafi verið tveggja ára og hann eins árs þegar við fluttum í sömu blokkina við Víðilundinn. Á hæðinni fyrir neðan fjölskyldu Hansa, sem samanstendur einvörðungu af eðalfólki og ákaflega vel menntuðu, var önnur fjölskylda. Það voru Jói og Bjarni og foreldrar þeirra, ekki síður alyndislegt fólk alltsaman. Þar lærði ég t.d. til bókaorms og bíónörds.

Held að sex árum eftir að fyrsta fjölskyldan flutti inn í blokkina flutti sú síðasta burt. Hver í sitt hverfið. Samt hef ég alltaf haldið sambandi við þessa þrjá pjakka, enda tel ég mig nokkuð heppinn að hafa átt þrjá vini alla ævi. Allavega síðan ég man eftir mér.

Það held ég nú.

Fór annars einhver og fékk sér tattú af Bin Laden í gær? Mér skilst nebblega að það hafi verið 25% afsláttur af Bin Laden-tattúum á House of Pain í gær. Hvað er svo með að nefna tattústofuna House of Pain? Ekki sérlega aðlaðandi, allavega ekki ef maður er tvístígandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

óska hansa og stelpurófunni til hamingju. þau eru bæði æði.

þetta er allt saman eðalfólk sem þú talar um þarna. eðall sko.

þori ekki að fá mér laden tattú, svona ef maður skyldi ferðast eitthvað næstu árin.

hinsvegar vil ég fá komment frá þér um komment geirs jóns löggukalls um að jesúboðun í miðbænum um helgar myndi laga ástandið.

maðurinn kom fram á omega, held ég i júniformi, sveimérþá, og ældi þessu útúr sér.

sjitt hvað fólk er orðið firrt. sjtt sjitt sjitt og sjittur.

þú ert kannski sammála honum ha......

arnar valgeirsson, 12.9.2007 kl. 15:41

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jesúboðun í miðbænum myndi ekki laga ástandið. Það yrði bara til þess að trúboðar yrðu lamdir fyrir að ónáða fólk við drykkju.

hann var víst í búningi og það er að ég held hreint ekkert sniðugt. Finnst hann reyndar hafa drullað allherfilega upp á bak - og það er engin smá vegalengd í þessu tilviki, maðurinn er tveir komma slatti á hæð.

Hann má að sjálfsögðu boða sína trú - sem er reyndar mín trú líka - eins og hann vill. En mér finnst alls ekki að hann eigi að gera það í búningnum sínum. Bara í jakkafötum, hann var nú fyrirsæta fyrir High and Mighty-verslunina.

Ingvar Valgeirsson, 12.9.2007 kl. 15:49

3 identicon

House of Pain er skrásett vörumerki tattostofa Hells Angels og þarf sérstakt leyfi til að nota það...  Eh mótorhjólakúlness...sbr Taylorgtr kúlnessið sem við skemmtikraftarnir þekkjum...jiiiiiiiiiiiis....

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 16:18

4 Smámynd: arnar valgeirsson

jæja, bróðurómynd. gott að við erum sammála um þetta. og bara eitthvað yfirleitt. var einmitt að hugsa um "kúka upp á bak" frasann en var svo heitt í hamsatólg að ég bara gleymdi að slá því inn.

skil bara ekkert í  kallinum, vissi sosum af trúrækni hans en þarna víxluðust línur eitthvað og kallinn,ja, allavega prumpaði þvílikt hressilega....

en er hansi með blogg eða eitthvað. gaman væri að segja honum fréttir af bræðrum hans í vestri, kommunum hér sko.

og lifi byltingin, væni minn. ever and ever.

arnar valgeirsson, 12.9.2007 kl. 17:11

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Arnljótur - auðvitað er Hansi ekki með blogg. Þau eru bönnuð í Kína, eins og allt annað í þessum bévítans kommúnistaríkjum.

Vinstrimennska - krabbamein heimsins.

Einar - bíddu bara þangað til þú sérð nýja Taylorinn, þ.e.a.s. ef Júlíus er ekki búinn að sýna þér myndir nú þegar. ÞAð er alvöru kúlness.

Ingvar Valgeirsson, 12.9.2007 kl. 23:33

6 identicon

Að sjálfsögðu hefðu vandræðaseggirnir í miðbænum um helgar gott af því að meðtaka Jesúm Krist í líf sitt en draga má í efa að aukið trúboð á þeim vettvangi myndi eitt sér leiða þá alla til betri vegar og geti þannig leyst vandann, jafnvel þótt slíkt trúboð yrði einhverjum til góðs. Geir Jón hefur sjálfur sagt opinberlega að það hafi verið mistök hjá sér að láta þessa skoðun í ljós um mikilvægi trúboðs í miðbænum meðan hann var í einkennisbúningi lögreglumanns en engu að síður ætti það að vera hverjum manni ljóst að þar var hann ekki að tala í nafni lögreglunnar heldur aðeins að segja eigin skoðun. Því miður er ekki vanþörf á aukinni löggæslu í miðborginni og er fyrir löngu tími til kominn að taka á vandræðaseggjunum af festu.

Afneitum svo jafnframt Marx og öllu hans athæfi og öllum hans verkum! Við þekkjum ávexti hans! Já og til hamingju með afmælið Hansi!

Bjarni (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 16:02

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Varðandi Geir Jón, þá finnst mér asnalegt fyrir allan peninginn að hann skuli mæta þarna í fullum lúðrarsveitarskrúða í prívaterindum. Sérstaklega þar sem hann varð víst ekki lítið brjálaður við tengdapabba heitinn þegar hann náðist á mynd húfulaus - í miðri handtöku. Missti sumsé húfuna í látunum, náðist á mynd og fékk fyrir það fyrirlestur um reglugerðir varðandi búningana. Þær reglugerðir virðast svo gleymast Geir Jóni þegar það hentar.

Hinsvegar er fólki jú velkomið að boða sína trú hvar og hvenær sem er - en opinberir aðilar, löggan sem og aðrir, eiga þar ekki að koma nærri.

En vissulega afneitum við Marx og öllum hans verkum og almennu athæfi. Áfram Hannes Hólmsteinn!

Ingvar Valgeirsson, 13.9.2007 kl. 17:38

8 Smámynd: arnar valgeirsson

þið eruð ruglaðir.

god is nice and she is black.

Lifi byltingin og lifi byltingin.

arnar valgeirsson, 13.9.2007 kl. 19:42

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Kommúnisminn er ópíum hinna lötu og öfundsjúku. Lengi lifi Davíð!

Ingvar Valgeirsson, 13.9.2007 kl. 20:40

10 identicon

Ekki sá ég nú þetta með trúboðunina hjá Geir Jóni en held að þrátt fyrir allt og allt sé maðurinn starfi sínu vaxin (bæði í vexti og hegðan) og mér finnst hann yfirleitt komast vel frá öllum viðtölum sem við hann eru tekin. Ég er ekki að segja að maðurinn sé fullkomin en fjandinn hafi það hann framdi engan glæp með þessu er það?

Annars til hamingju allir sem eiga afmæli!

Næst þegar ég á afmæli ætla ég að verða þrítug og þar að auki tveggja barna móðir.

Og Ingvar þú ert rassálfur og sætur lítill og stjemmtilegur kaddl en Davíð er ekki guð minn, hann er líka mannlegur og hefur líka drullað upp á bak, ekki oft kanski en drullað þó.

kv, Brynkynzki.

Brynhildur (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 09:11

11 identicon

Djöfull er gaman að ykkur.

Olga Björt (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband